Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 F ranska þingið samþykkti samhljóða hinn 21. maí síðastliðinn lög sem skylda stórmarkaði til að gefa óseldan en ætan mat til hjálp- arsamtaka eða nota í dýrafóður. Nýju lögin banna stórmörkuðum að vilj- andi spilla óseldum mat þannig að ekki sé hægt að borða hann. Stærri verslanir, þ.e. yfir 400 fermetrar að stærð, munu þurfa að gera formlega samninga við hjálparsamtök fyrir júlí 2016 en greiða allt að 11,34 millj- ónir króna í sektir eða eyða allt að tveimur árum í fangelsi ella. Markmið frönsku ríkisstjórnarinnar er að minnka matarsóun um helming fyrir árið 2025. Umrædd lög eru hluti af víðtækari að- gerðum franskra stjórnvalda til þess að ná þessu markmiði. Talið er að meðal-Frakkinn fleygi 20-30 kílóum af mat árlega en mat- arsóun kostar frönsku þjóðina hátt í 300 milljarða króna árlega, eftir því sem kemur fram í frétt The Guardian um málið. Lögin gera líka ráð fyrir fræðslu um matarsóun í skólum og fyrirtækjum. Þá verða engar „best fyrir“-dagsetningar á ferskum mat- vörum frá og með febrúar 2016. Samtök verslunar og dreifingar í Frakk- landi, sem sinna hagsmunagæslu fyrir eig- endur stórmarkaða þar í landi, eru ósátt við lögin. Bent er á að stórverslanir séu á bak við aðeins 5% matarsóunar í landinu og margar þeirra hafi nú þegar gert samninga við góðgerðarsamtök um matargjafir. Ráðuneytið styrkir um 1,8 milljón Ekki hefur verið gengið svo langt á Íslandi að skylda verslanir til þess að gefa hjálp- arsamtökum gamlan eða útrunninn mat. Hins vegar ákvað umhverfis- og auðlind- aráðherra sl. föstudag að að ráðuneytið skyldi verja 1,8 milljónum króna til að gera nokkrar af tillögum starfshóps um mat- arsóun að veruleika. Starfshópurinn, sem var skipaður af ráðherra haustið 2014, skilaði af sér þrettán tillögum í apríl síðastliðnum um hvernig mætti draga úr sóun matvæla. Þær tillögur sem ráðuneytið styrkir varða m.a. fræðslu um geymsluþolsmerkingar matvæla og geymsluaðferðir matvæla, undirbúning vefsíðu með upplýsingum um matarsóun og framkvæmd spurningarkönnunar um mat- arsóun. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoð- armaður ráðherra, segir að þó svo að ekki hafi verið ákveðið að styrkja allar tillögur hópsins séu sum hver í undirbúningi. Því verði flest verkefnin að veruleika. Má gefa mat samkvæmt lögum Til að koma í veg fyrir að ætum mat sé hent selja nú fjölmargar verslanir mat á síðasta söludegi með góðum afslætti og einhverjar þeirra gefa hjálparsamtökum slíkar mat- vörur. Samkvæmt 10. gr. reglugerðar um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda ber selj- andi ábyrgð á því að matvæli, sem seld eru þegar þau eru komin fram yfir dagsetningu lágmarksgeymsluþols, séu neysluhæf. Að sögn Eggerts Ólafssonar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu að ekki bæri að skilja orðalagið of bókstaflega. Greinin kæmi ekki í veg fyrir að matvæli, sem komin eru fram yfir dagsetningu lágmarksgeymsluþols, séu gefin. Þó skuli ekki gefa matvæli sem ekki eru örugg, þ.e. heilsuspillandi eða óhæf til neyslu. Engin skilgreining í lögum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að þriðjungur mat- vælaframleiðslu, eða um 1,3 milljarðar tonna matvæla, fari til spillis. Líkur eru til þess að matarsóun sé líka stórt vandamál á Íslandi en ekki eru til nákvæmar tölur yfir hlutfallið hér á landi. Í nýlegu svari umhverfis- og auðlinda- ráðherra við fyrirspurn Brynhildar Péturs- dóttur þingmanns kemur fram að matarsóun hafi ekki verið skilgreind sérstaklega hér á landi í lögum eða reglugerðum. Almennt megi segja að matvæli fari forgörðum af ýmsum ástæðum í virðiskeðjunni, allt frá frumframleiðslu til fullbúinna afurða, þ.m.t. öll rýrnun framleiðslu til manneldis frá frumframleiðslu til neytenda. Bent er á að sóun matvæla samkvæmt FAO vísi til þess hluta matarsóunar sem nýta hefði mátt til manneldis. Engar tölur yfir sóun hér Þá segir einnig í svari ráðherra að ekki séu til áreiðanlegar tölur um umfang matar- sóunar hér á landi. Hins vegar hafi Sorpa bs. kannað innihald blandaðs heimilisúrgangs í tunnum við heimili á höfuðborgarsvæðinu. Könnun frá nóvember 2014 sýni að flokk- urinn „lífrænn niðurbrjótanlegur eldhús- úrgangur“ sé um 40% innihaldsins og flokk- urinn „annar lífrænt niðurbrjótanlegur úrgangur“ sé um 5%. Á árinu 2014 söfnuðust um 30.000 tonn af þessum tveimur úrgangs- flokkum frá 84.000 heimilum með tæplega 209.000 íbúum á höfuðborgarsvæðinu, eða sem nemur um 65 kg á íbúa. FAO áætlar hins vegar að hver íbúi í Evrópu og Banda- ríkjunum hendi 95-115 kílóum af mat á hverju ári. Þá er vísað til norskrar skýrslu frá árinu 2013 þar sem fram kemur að heildarumfang sóunar sé alls 361.000 tonn. Þar af sé 231.000 tonna matarsóun hjá neytendum eða um 64%, 68.000 tonn í verslunum (19%), 60.000 tonn í matvælaframleiðslu (16,6%) og 2.000 tonn hjá heildsölum (0,6%). Fyrsta íslenska rannsóknin Landvernd vinnur nú að forrannsókn á mat- arsóun með stuðningi Reykjavíkurborgar en um er að ræða fyrstu rannsókn á matarsóun á Íslandi. „Við erum með tvo starfsnema úr umhverfis- og auðlindafræði við HÍ sem vinna að þessu en við eigum von á niður- stöðum í júní,“ segir Rannveig Magnúsdóttir hjá Landvernd og bætir við að heimasíðan matarsoun.is haldi utan um öll þessi matar- sóunarverkefni og verði m.a. notuð til að birta niðurstöðurnar. Hún bendir á, að matarsóun snúi aðeins að mat sem hefði mátt nýta en er hent. Þar af leiðandi séu úrgangsrannsóknir Sorpu að vissu leyti ónákvæmar en þar sé ekki gerður greinarmunur á bananahýði og beinum og raunverulegum matarleifum. „Við erum ekki með neinar tölur um matarsóun á Íslandi en það breytist þegar niðurstöðurnar koma.“ Þarf hugarfarsbreytingu Hún segir frábært ef frönsku lögin yrðu tek- in upp á Íslandi. Hins vegar séu verslanir hér farnar að gefa matarsóun meiri gaum en áður. „En betur má ef duga skal. Samtal skortir á milli verslana og birgja um þessi mál.“ Þá bendir hún á, að svokallaðir matar- bankar geti haft töluverða kosti. Þá geti verslanir og birgjar t.d. gefið matarbönk- unum mat, sem tæpur sé á dagsetningum, í stað þess að greiða fyrir flutning og urðun matvæla. Annað fyrirkomulag leiði til þess að umframframleiðsla smitist út í verðlagið. „Okkur langar að stækka verkefnið og fara í herferð á hótel og veitingahús og fleiri vígstöðvar. Þetta er gífurlega stórt verkefni að glíma við og við þurfum nauðsynlega á hugarfarsbreytingu að halda,“ segir Rann- veig. Kjöt og fiskur gefa mat Ýmsar verslanir og birgjar hafa tekið þennan boðskap til sín á undanförnum árum og gripið til margvíslegra aðgerða. Eigendur verslunarinnar Kjöts og fisks við Bergstaðastræti vöktu athygli í apríl síðastliðnum þegar þeir hófu að gefa mat sem annars yrði hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær. Pavel Ermolinskij, verslunarstjóri Kjöts og fisks, sagði í sam- tali við Sunnudagsblaðið að viðbrögðin Oft er mat hent þó svo að hann sé fyllilega ætur ennþá. Selja, gefa eða henda matnum? ÁÆTLAÐ AÐ ÞRIÐJUNGUR FRAMLEIDDS MATAR ENDI Í RUSLINU. UM- HVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐHERRA FÓL STARFSHÓP AÐ MÓTA TILLÖGUR TIL AÐ VINNA GEGN MATARSÓUN EN RÁÐUNEYTIÐ MUN VERJA 1,8 MILLJÓNUM TIL AÐ HRINDA NOKKRUM AF TILLÖGUNUM Í FRAMKVÆMD. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Matarsóun Matarsóun í heiminum 30% af kornmeti sem ræktað er enda í ruslinu 45% af ávöxtum og græn- meti sem vex í veröldinni endar á haugunum 20% af fram- leiddum mjólkurvörum fara í ruslið Alls enda 20% af öllu kjöti í ruslinu 35% fisks og sjávar- afurða er hent Heimild: Food & Agriculture Organization of the United Nations. Um 1/3 matar sem framleiddur er til manneldis endar í ruslinu 1,4 milljörðum tonna af mat er hent á hverju ári Meðalneytandi í Evrópu og Bandaríkju- num sóar 95-115 kílóum af mat árlega Í iðnríkjum er sóunin mest hjá neytendum, í þróunarlöndum er hún í sjálfu fram- leiðsluferlinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.