Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 55
þarf maður að hafa gott skopskyn til að lifa þessa löngu vetrarmánuði af,“ segir Ross kímin, en hún dvaldi hérlendis sl. vetur með það að markmiði að velja í leikhóp sinn. „Ég er ekkert hissa á því að hér sé allt fullt af frábærum leikurum sem búa yfir skemmti- legum léttleika og húmor, því Ísland skapar fólk sem er kvikt og fullt af fjöri.“ Fer gegn staðalímyndinni Spurð nánar út í hvernig hún nálgist Mávinn segir Ross lykilatriði að skoða hvernig verkið tali til samtímans. „Þegar ég vinn með klass- ísk verk finnst mér nauðsynlegt að geta með uppfærslu minni svarað því hvers vegna verkið tali enn til nútímaáhorfenda. Hvað er það sem gerir leikrit Tsjekhov svo tímalaus að þau tali til áhorfenda á ólíkum tímaskeið- um sögunnar?“ segir Ross og tekur fram að hún sé alltaf opin fyrir því að stytta og breyta textanum. „Hafi maður ekki hugrekki til að aðlaga textann að þörfum sínum í nú- tímanum þá er maður að vinna með textann í formalíni. Þá nálgast maður textann eins og safngrip með það að markmiði að dást að honum í stað þess að gera hann að sínum. Maður verður að hafa frelsi til að taka ákvarðanir sem þjóna verkinu og túlkunarleið leikhópsins. Það er ekki þar með sagt að neinu verði endilega breytt, en möguleikinn þarf að vera fyrir hendi,“ segir Ross og bendir á að í krafti rússneskukunnáttu sinnar og þekkingar á rússnesku leikhúsi sé hún í góðri aðstöðu til að forðast allar helstu klisj- urnar sem klínt hafi verið á verk Tsjekhov, en þess má geta að Ross ritstýrði í samvinnu við Tom Sellar bókinni Russian Theater: The Twenty-first Century sem út kom árið 2006. „Þessar klisjur eru margar hverjar af- rakstur þess að rússneskt leikhús hefur reynt að varðveita Tsjekhov og leikhús hans tíma líkt og í formalíni að eilífu. Það er hins vegar ekki hægt því heimurinn hefur breyst og leikhúsið hefur breyst. Samt dreymir marga enn um leikhúsið á tímum Tsjekhov og vona að það geti varðveist óbreytt. Þetta stafar líka af misskilinni virðingu fyrir rússnesku leikhúsi. Hlutverk mitt þegar ég vinn með texta eftir Tsjekhov er að fara gegn klisjunni og staðalímyndinni. Þar kemur það sér mjög vel að hafa góða innsýn í rússneskt leikhús og geta lesið textann á frummálinu. Í mínum huga fela öll leikrit í sér boð um að skapa leikhús. Leiktextar standa ekki einir og sér líkt og annar skáldskapur,“ segir Ross og bætir við: „Ég umgengst leiktexta Tsjekhov af sömu virðingu og ef hann væri samtíma- leikskáld. Ég reyni að vera trú innihaldinu með hliðsjón af því hvað virkar og hvað ekki í nútímasamfélagi.“ Morgunblaðið/Kristinn „Dag einn leið mér eins og ekkert gæti lengur komið mér á óvart í þessum bransa. Mér líður hins vegar aldrei þannig í leikhús- inu. Eftir að ég fór að vinna í leikhúsinu vakna ég áhugasöm og full eftirvæntingar á hverjum einasta degi og bíð spennt eftir því hvað dagurinn og leikhúsvinnan beri í skauti sér,“ segir Yana Ross. * Þessar klisjur erumargar hverjar af-rakstur þess að rússneskt leikhús hefur reynt að varðveita Tsjekhov og leikhús hans tíma líkt og í formalíni að eilífu. 31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Leikritið Mávurinn eftir Anton Tsjekhov var frumsýnt 17. október árið 1896 í Alexandrinskíj-leikhúsinu í St. Pétursborg. Verkið er talið eitt af fjórum höfuðleik- ritum skáldsins og hefur mikið verið leikið á sl. 119 árum þótt það hafi hreint ekki fallið í góðan jarðveg á frumsýningunni. Leikurinn gerist um aldamótin 1900 á óðalssetri Pjotrs Nikolajevítsj Soríns, sem er af landeigendaaðli sem er að deyja út. Sorín á ekkert lausafé, aðeins þessa eign sem ekki er hægt að selja og sjálfur er hann ofurseldur ofríki Shamrajevs, ráðs- manns síns, sem heldur öllu gangandi. Á setrinu búa Konstantín sem er systur- sonur Soríns, Polina sem er kona Shamraj- evs og Masha, dóttir þeirra. Heimagangar eru læknirinn Dorn og kennarinn Medved- énko. Þar er líka matsveinn og vinnumað- urinn Jakob, auk þjónustustúlku. Þegar leikurinn hefst eru Irína, systir Soríns og móðir Konstantíns, og elskhugi hennar, rithöfundurinn Trígorín, komin í heimsókn og ná að sjá uppfærslu á leikriti Konstantíns, sem Nína, ung og saklaus stúlka úr nágrenninu, leikur í. Konstantín á sér draum um að verða rithöfundur og Nína þráir að verða leikkona. Í leikdómi sem birtist í Morgunblaðinu árið 1993 skrifaði Súsanna Svavarsdóttir leiklistargagnrýnandi m.a.: „Samfélagið sem þau lifa í einkennist af glundroða. Gömul gildi eru fyrir bí, aðallinn sem hefur lifað í iðjuleysi og kann ekkert til verka […] En hvert samfélag þarf sínar hetjur og í öllum glundroðanum taka listamenn við því hlutverki. Þeir virðast frjálsir, geta ferðast og eru aufúsugestir hjá þeim sem veslast upp í dapurlegri kyrrstöðu. Draumur þeirra Konstantíns og Nínu um að verða listamenn er óhjákvæmileg- ur; von um leið út úr sjálfheldunni í sveit- inni, þar sem þau eru barnung að veslast upp í fátækt […] ef þau verða ekki lista- menn bíður þeirra engin framtíð. Þau gera sér ekki grein fyrir því að það er miðaldra kynslóðin sem fann þessa flóttaleið og hef- ur eignað sér hana. Unga kynslóðin vill ekki ganga í sömu spor, heldur vill hún brjóta upp formið og fara nýjar leiðir. Það er ógnun við öryggi og gildismat miðaldra kynslóðarinnar – og því verður að berja niður drauma þeirra ungu.“ Leikarar sýningarinnar eru Björn Stef- ánsson, Björn Thors, Guðrún S. Gísla- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Jó- hann Sigurðarson, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Engin framtíð án lista Anton Tsjekhov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.