Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun *Laugardagurinn er lifandi í miðbæ Hafnarfjarðarfrá klukkan 11-17. Þá verður flóamarkaður áThorsplani og á túninu á móti Eymundsson.Einnig verður skottsala á bílaplaninu á milli Ey-mundsson og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarð-ar. Þá verður mikið líf og fjör í bænum en versl-anir verða með skemmtileg tilboð fyrir utan verslanirnar auk þess sem humarvagninn hefur boðað komu sína á hátíðina. Flóamarkaðir og fjör í Hafnarfirði S væðið á bókasafni Seltjarnarnes er aðallega hugsað fyrir yngri unglinga og er hugmyndin á bak við verkið sú að kveikja áhuga þeirra á að nýta meiri tíma á bókasafninu. Það hefur Theresa Himmer gert með því að búa til svæði sem er sérstaklega ætlað þessum ákveðna hópi. „Ég byrjaði á því að velta fyrir mér unglingsárun- um og hvernig þetta tímabil í lífinu snýst um að skapa eigin sjálfsmynd og finna sína staðsetningu í stærri hópum, bæði vinahópnum og í víðara samhengi. Ég fór einnig að hugsa um hvernig það að læra og búa til nýja þekkingu er ákveðin samvinna, eða eitthvað sem gerist í hópi. Þessar tvær pælingar eru svolítið bakgrunnur þessarar seríu eða sætiseininga,“ segir Theresa Himmer sem frumsýndi verkið Sofa Complex á Hönn- unarMars í mars síðastliðnum. Í verkinu segir hún ungmennin geta leikið sér með það hvernig líkaminn er staðsettur í rýminu. Theresa segir verkið byggt á eins konar keðju, leiðum til þess að vera saman, að vera nálægt eða fjarri hvert öðru en samt sem áður í sama rými þar sem hver persóna á að geta fundið sinn stað. „Þegar þessar einingar eru samankomnar í rými myndast óendanlegir möguleikar og leiðir sem ýta undir samveru. Sofa Complex er í rými í einhvers konar rúðuneti. Það sem mér fannst áhugavert og er mikilvægt við rúðunetið er að það er án hírarkís og án mið- punkts og þannig er verið að reyna að styðja undir samveru á jöfnum for- sendum.“ Umhverfið hvetur til skapandi hugsunar Einingarnar eru smíðaðar úr 18 mm hágæðabirkikrossviði í Hjóli atvinnu- lífsins. Síðan eru sætisfletirnir klæddir með teppi sem er unnið með sér- stakri prenttækni sem svipar til þess að prenta á pappír. Myndin á eining- unum er stór ljósmynd af fyrrverandi verki Theresu, Fossinum, sem var í Bankastræti í Reykjavík. Þessi stóra mynd er síðan skorin niður í minni hluta og klæðir alla sæt- ishlutana og gerir þá þægilegri. „Það sem mér fannst líka mikilvægt var að ögra hvernig við hugsum um húsgögn og að koma saman í rými og hversu mikil áhrif það hefur á sam- skipti og samveru. Mér fannst mikilvægt að skapa umhverfi sem hvetur til skapandi hugsunar, eða horfa öðrum augum á það sem maður þekkir,“ út- skýrir Theresa en form eininganna er innblásið af hefðbundnum stærðum á húsgögnum og segist hún þannig hafa unnið með ákveðið stafróf, hæð og dýpt hefðbundinna húsgagna. „Ég er að leika mér með þetta stafróf með því að setja það saman á nýj- an, óhefðbundinn hátt. Þetta vísar mjög mikið í hefðbundna húsgagnasmíði. Síðan er hugmyndin að búa til möguleika á því að koma saman eða samein- ast á ólíkan hátt.“ Hún segir bókasafnið jafnframt mikilvæga stofnun í sam- félaginu og það sé mikilvægt að vera alltaf að þróa þessar stofnanir til að tryggja að þar sé alltaf áhugavert rými fyrir alla aldurshópa. „Ég er því ánægð að fá tækifæri til þess að vinna við þessa tegund stofnunar.“ Theresa Himmer Í verkinu Sofa Complex geta ungmennin leikið sér með hvernig líkaminn er staðsettur í rýminu. Fossinn er verk eftir Theresu sem var sett upp í Banka- stræti árið 2006. Þegar einingar eru samankomnar í rými myndast óend- anlegir möguleikar og leiðir fyrir samveru. Á teppið sem klæðir einingarnar er prentuð mynd af eldra verki Theresu. TÍMABILIÐ SNÝST UM AÐ FINNA SÍNA STAÐSETNINGU Styðja undir samveru á jöfn- um forsendum MYNDLIST OG ARKITEKTÚR SKIPA STÓRT HLUTVERK Í VERKI THERESU HIMMER SEM HEFUR HANNAÐ ÁHUGA- VERÐAR EININGAR Í RÝMI Í BÓKASAFNI SELTJARNARNESS SEM ER ÆTLAÐ UNGLINGUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is * Mér fannstmikilvægtað skapa um- hverfi sem hvetur til skapandi hugsunar, eða horfa öðrum aug- um á það sem maður þekkir Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.