Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Góður ferðafélagi *Ertu á leið í hitann? Sunnudagsblaðið mælirmeð að taka með sér í ferðina léttan klút eðaslæðu úr bómull. Einföld stykki sem hafamarga eiginleika, t.d. er þetta góð vernd gegnsólinni, má nota sem hálfgert handklæði,hægt að útbúa sem litla tösku og setja hluti íog einnig nota fyrir augun í sólbaði. Og ef- laust er mun meira notagildi í slíkum klútum og slæðum en hér hefur verið talið upp. A licante er höfuðborg Costa Blanca-héraðsins á austurströnd Spánar. Eflaust hugsa margir með sér að borgin sé þessi týpíska túristaborg en í rauninni eru þar ekki að- eins hálfbleikir ferðamenn með bakboka og djús í brúsa eða mittistösku heldur einkennir borgina mikið líf og menning. Þar er ótal margt í boði fyrir ferða- langa. Það sem er skemmtilegt við Alicante er að bæði er hægt að njóta þess að skoða borgina og menningu hennar, markaði og fjölbreytt söfn og einnig er hægt að snara sér á ströndina sem er um sjö kílómetra löng meðfram borginni. Handverkssalar setja síðan svip sinn á höfnina og skella iðulega upp básum þar sem þeir selja sinn varning. Þar myndast skemmti- legur markaður þar sem ýmsar perlur má finna. Inni í borginni er kastalinn Santa Bárbara sem er frá 9. öld og stendur hann í um 170 metra hæð frá sjávarmáli. Í grennd við Alicante eru gömul þorp og gamlir bæir sem vert er að skoða. Mörg þeirra, t.d. Altea, Alcoy og Villena, hafa verið í byggð í þúsundir ára og margvíslegar byggingar vel varðveittar. Heimamenn í góðum gír Í borginni er mikið úrval af góðum veitingastöðum og gaman að sækja þá sem eru þekktir fyrir tapasréttina sína. Það er einstaklega skemmtilegt að borða tapas í góðum hópi og allir deila réttunum og smakka sig áfram hver af öðrum. Nándin er mikil og það myndast fjörug stemning þegar allir fara að deila skoðunum sínum á matnum sjálfum. Um þessar mundir stendur yfir tapashátíð í Alicante sem nefnist Tardeo. Frá 18. apríl og fram að 15. júní bjóða 53 veitingastaðir í miðbæ Alicante upp á sérstök tilboð á tapasréttum eða á 2,50 evrur og með hverjum rétti fylgir bjór. Það er einstök upplifun að ganga í gegnum bæinn og sjá heimamenn troðfylla göturnar með heitu blóði, háu skvaldri og kraftmikilli orku sem smitar út frá sér. Ljósmyndir/Áslaug Snorradóttir Dýrindis and- arbolla með hnetusmjörs- kremi og rist- uðum hnetum. ALICANTE KEMUR SANNARLEGA Á ÓVART Tapasveisla undir berum himni BRAGÐGÓÐUR MATUR, FALLEGT UMHVERFI OG SILKIMJÚK STRÖND ER ÞAÐ SEM EIN- KENNIR ALICANTE-BORG Á SPÁNI. UM ÞESSAR MUNDIR STENDUR YFIR FJÖRUG TAPAS- HÁTÍÐ ÞAR SEM 53 VEITINGASTAÐIR TAKA ÞÁTT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Allskonar hópar klæða sig upp og skella sér á Tardeo- hátíðina sem stendur sem hæst um þessar mundir. Þessi tapasréttur samanstendur af kartöflum, hrá- skinku, parmes- anosti, rucola- salati og andalifur. Eggi er síðan skellt ofan á og kryddað. Sérlega góður. Góð samsetn- ing af meðal annars beikoni og önd, sem er samsett í nokkurs- konar snúð. Bragð- góð sulta krýnir toppinn. Heimamenn skella sér í ýmsar skrautlegar múnderingar og fagna þannig tapasveislunni í Alicante.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.