Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Fjölskyldan Höfundar þriggja útivistarbóka fyrir börn og fjölskyldur standa fyrir fjöl-skyldudegi í Öskjuhlíð á laugardag milli kl. 13 og 15. Á dagskrá er m.a. klettasig, rathlaup, skylmingar, upplifunarleiðangur og náttúrubingó. Dr. Bæk verður á svæðinu og í lokin verður boðið upp á slökun og hugleiðslu. Fjölskyldudagur í Öskjuhlíð Þ að er vel við hæfi að mað- urinn sem stóð að baki vel heppnuðu lestrarátaki Ævars vísindamanns sendi frá sér bók með sérstöku letri fyrir lesblinda, til að auka enn á lestur ungu kynslóðarinnar. Börn landsins lásu hvorki meira né minna en 60.000 bækur í átakinu. Ný bók Ævars Þórs Benedikts- sonar, Risaeðlur í Reykjavík, fyrsta bókin í bókaflokki um bernskubrek Ævars vísindamanns, var að koma út hjá Forlaginu og er fyrsta bókin þar á bæ sem notast við þessa nýju leturgerð. „Mér finnst ótrúlega töff að bókin mín skuli fá að vera fyrsta bókin undir merkjum Forlagsins sem notar þessa leturgerð,“ segir Ævar en hann hafði heyrt af letrinu en ekki áttað sig á því að það væri til á íslensku fyrr en Sigþrúður Gunnarsdóttir, sem er yfir barnabókum hjá Forlaginu, gaukaði því að honum. Emilía Ragnarsdóttir, umbrotsmaður bók- arinnar, var sú sem fékk hug- myndina að því að nota letrið góða. „Bókin er unnin samhliða lestrarátaki og það á því vel við að hún skarti letri sem hjálpi þeim sem eiga erfitt með lestur. Vísindamanninum í mér finnst svo auðvitað heillandi að það sé til leturgerð sem heilinn eigi auð- veldara með að vinna úr en öðr- um.“ Hann segir letrið líka lifandi og skemmtilegt og henta stílnum á bókinni vel. „Þetta verður áreið- anlega fyrsta bókin af mörgum sem skartar þessu letri nú þegar íslenskir höfundar vita af því,“ segir rithöfundurinn. „Ég er búinn að fara út um allt síðustu vikur og lesa upp í skólum og bókasöfnum,“ segir Ævar, sem hefur fengið góð við- brögð við bókinni. Viðbrögðin við þessari nýju leturgerð hafa ekki verið síðri og hafa kenn- arar og krakk- ar komið til hans eftir upp- lesturinn til að skoða letrið. Fyrir utan letrið er upp- setningin á textanum brotin upp með misstórum stöfum. „Ég er mikið að leika mér með stærðina á letrinu, til dæmis eftir því hvort einhver sé að hrópa eða hvísla og hvort eitthvað spenn- andi sé að gerast,“ segir hann en þetta brýtur upp blaðsíðuna. „Þetta býr til litlar vörður á hverri einustu blaðsíðu, sem mynda góðan samhljóm við ótrú- lega skemmtilegar myndskreyt- ingar Ránar Flygenring. Þetta hjálpar sömuleiðis þeim sem eru í fyrstu bekkjum grunnskóla; það er svo gott að vita að það sé eitthvað svakalegt að fara að ger- ast,“ segir hann en til dæmis nær grameðluöskur yfir þrjár blaðsíð- ur og þegar kíkt er ofan í dimm- an kjallara birtast tvær svartar blaðsíður. Hann nefnir að þetta sé í svipuðum anda og hjá David Walliams og Andri Snær hafi líka leikið sér með þetta í Bláa hnettinum. „Það er svo gam- an að þessu. Minn bakgrunnur er leik- húsið og þegar ég var að ákveða hvaða orð og setningar ættu að taka mest pláss í bókinni fór ég eftir því hvernig ég heyrði þau í höfðinu á mér,“ segir Ævar en þetta gerir það að verk- um að það er auð- veldara að lesa bókina upphátt. Þarna má segja að allar hliðar Ævars sam- einist, vísindamaðurinn kemur með letrið, leikarinn með áhersl- urnar og rithöfundurinn með text- ann. En hvernig bók er Risaeðlur í Reykjavík? „Þetta er spennandi ævin- týrabók fyrir lesendur á öllum aldri,“ segir Ævar en honum er illa við að flokka bækur eftir aldri. Hugmyndin að því að skrifa bók um bernsku- brek Ævars vísinda- manns kemur frá öðrum ævintýra- manni, nefnilega Indiana Jones. „Ég fékk hugmynd- ina frá jarðflekahreyfingar, eldgos og hvernig jörðin virkar til að rétt- læta viðveru risaeðlanna og get þannig komið alls kyns upplýs- ingum til skila á skemmtilegan hátt. Jarðfræðiþemað var með- vitað frá byrjun, því þú getur eiginlega ekki fjallað um risaeðlur án þess að minnast á jörðina okkar í leiðinni. Aftast í bókinni er ég svo með örfáar staðreyndir, annars vegar um jarðfræði og hins vegar um risaeðlur, svona fyrir þá alla hörðustu. Þetta er langt í frá að vera kennslubók en kannski lærir lesandinn óvart eitt- hvað,“ segir hann en það hljómar eins og góð leið til að læra. Fyrir utan Ævar eru aðalsögu- hetjurnar í bókinni Helga, Marek, Hildur, Andri og Pétur en nöfnin eru engin tilviljun heldur verðlaun í lestrarátakinu. „Lestrarátakið virkaði þannig að þú last þrjár bækur, fylltir út lestrarmiða og settir í kassa á bókasafninu þínu,“ segir hann en kassarnir komust til Ævars með hjálp Heimilis og skóla. „Þegar við töldum alla miðana áður en við drógum kom í ljós að 60.000 bækur voru lesnar í átakinu,“ segir Ævar, sem vissi í raun ekk- NÝ ÆVINTÝRABÓK UM BERNSKUBREK ÆVARS VÍSINDAMANNS Fyrirmyndin Indiana Jones Hér er rithöfundurinn við Hallgrímskirkju sem kemur við sögu í nýju bókinni. Morgunblaðið/RAX ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON VAR AÐ SENDA FRÁ SÉR NÝJA ÆVINTÝRABÓK SEM BER NAFNIÐ RISAEÐLUR Í REYKJAVÍK. HÚN FJALLAR UM BERNSKU- BREK ÆVARS VÍSINDAMANS OG SKER SIG ÚR AÐ ÞVÍ LEYTI AÐ HÚN ER PRENTUÐ MEÐ SÉRSTAKRI LETURGERÐ SEM AUÐVELDAR LESBLINDUM LESTURINN. ÞAÐ KRAUMAR MARGT Í TILRAUNAGLÖSUNUM HJÁ ÆVARI EN HANN ÆTLAR AÐ STANDA FYRIR ÖÐRU LESTRARÁTAKI, ER AÐ SKRIFA FRAMHALD ÞINNAR EIGIN ÞJÓÐSÖGU OG AÐ BYRJA MEÐ ÚTVARPSÞÁTT. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is George Lucas og þáttunum sem hann framleiddi um æskuár In- diana Jones, sem voru í raun laumukennsla um mannkynssög- una,“ segir hann en þeir segja frá því hvernig Indy „kynnist heiminum áður en heimurinn upp- götvaði hann,“ eins og segir í auglýsingum fyrir þáttinn. Indy hittir á ferðalögum sínum bók- staflega alla sem skipta máli í mannkynssögunni, útskýrir Ævar, sem sjálfur er með ákveðna „laumukennslu“ í bókinni. Laumukennslubók í jarðfræði „Mér datt því í hug að taka Æv- ar vísindamann og yngja hann,“ segir hann en Ævar heldur upp á 11 ára afmæli sitt í bókinni. „Í leiðinni er þetta pínu laumu- kennslubók í jarðfræði. Ég þarf auðvitað að útskýra með almennilegum hætti hvernig í ósköpunum risaeðlu- egg enduðu á Ís- landi, enda landið okkar ekki til þegar risaeðlurnar voru uppi. Ég nýti mér alls kyns fróðleik um Mynd/Rán Flygenring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.