Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 2015 Þrír af ástsælustu söngvurum landsins, Björgvin Halldórsson, Bjarni Arason og Páll Rósinkranz, munu í kvöld, laugardag, heiðra minningu konungs rokksins, Elvis Presley, í Eldborgar- sal Hörpu kl. 19:30. Flutt verða öll helstu lög þessa sívinsæla gullbarka og hafa þremenningarnir heitið að gera það með sínu lagi. „Við erum ekki að fara að herma eftir Elvis,“ sagði Björg- vin fyrr í vor í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Við ætlum ekki í Las Vegas-búninginn. Markmiðið er að gera þetta af virðingu, bæði fyrir manninum, Elvis Presley, og þessari dásamlegu tónlist. Ekki má vanvirða Elvis.“ „Fólk kemur ekki bara á svona tónleika til að hlusta á góð lög, heldur ekki síður til að upplifa líf sitt gegnum þau,“ sagði Bjarni og Björgvin tók í sama streng. „Elvis sameinar kynslóðirnar og hvert lag á sér stað í minni tónleikagesta. Þetta verður eins og að fara á lifandi bíó.“ Páll Rósinkranz, Björgvin Halldórsson og Bjarni Arason koma fram á minningartónleikum um Elvis Presley í Hörpu. Morgunblaðið/Eggert ELVIS LIFIR Í HÖRPU Kóngsins minnst Elvis Presley við upphaf síns glæsilega ferils. AFP „Sá óvenjulegi atburður gerðist austur í Holtum í Rangárvalla- sýslu, að sama ærin bar með níu daga millibili, samtals þremur lömbum og lifa þau öll og vegnar vel hjá móður sinni.“ Með þessum orðum hófst bak- síðufrétt í Morgunblaðinu í maílok fyrir sextíu árum. Þetta gerðist á bænum Pulu og skýrði Engilbert Kristjánsson, bóndi þar, frétta- manni Morgunblaðsins frá þessu. „Ær þessi er þriggja vetra. Hún nefnist Gullbrá og er ættuð frá Svínafelli í Öræfum,“ sagði enn- fremur í fréttinni. Föstudaginn 13. maí bar ærin í fyrra skiptið. Var það eitt lamb og fremur lítið. Gekk það með henni og virtist fá nóg að sjúga svo það þreifst. Níu dögum síðar fann Engilbert bóndi síðan tvö lömb til viðbótar skyndilega liggja hjá ánni. „En það merkilegasta við þetta allt,“ sagði Engilbert, „er það, að ég er ekki í nokkrum vafa um að lömbin eru sitt undan hvor- um hrúti.“ Fram kom í fréttinni að á og hálfsystkinunum þremur virtist ætla að farnast vel. „Er allt í sátt og samlyndi milli þeirra, enda ganga þau á túnjörð.“ GAMLA FRÉTTIN Undraær í Pulu Gullbrá í Pulu og lömbin hennar þrjú sem fæddust í tvennu lagi vorið 1955. Morgunblaðið/Ól. K. M. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kolbeinn kafteinn skipstjóri Eric Cantona lífskúnstner Hjörtur Gíslason blaðamaður Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina! FYLLTAR SÚKKULAÐISKÁLAR PANTANIR Í SÍMA: 588 8998 ÍTALSKAR SNITTUR 12 EÐA 8 BITA PINNAVEISLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.