Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Side 64
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 2015 Þrír af ástsælustu söngvurum landsins, Björgvin Halldórsson, Bjarni Arason og Páll Rósinkranz, munu í kvöld, laugardag, heiðra minningu konungs rokksins, Elvis Presley, í Eldborgar- sal Hörpu kl. 19:30. Flutt verða öll helstu lög þessa sívinsæla gullbarka og hafa þremenningarnir heitið að gera það með sínu lagi. „Við erum ekki að fara að herma eftir Elvis,“ sagði Björg- vin fyrr í vor í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Við ætlum ekki í Las Vegas-búninginn. Markmiðið er að gera þetta af virðingu, bæði fyrir manninum, Elvis Presley, og þessari dásamlegu tónlist. Ekki má vanvirða Elvis.“ „Fólk kemur ekki bara á svona tónleika til að hlusta á góð lög, heldur ekki síður til að upplifa líf sitt gegnum þau,“ sagði Bjarni og Björgvin tók í sama streng. „Elvis sameinar kynslóðirnar og hvert lag á sér stað í minni tónleikagesta. Þetta verður eins og að fara á lifandi bíó.“ Páll Rósinkranz, Björgvin Halldórsson og Bjarni Arason koma fram á minningartónleikum um Elvis Presley í Hörpu. Morgunblaðið/Eggert ELVIS LIFIR Í HÖRPU Kóngsins minnst Elvis Presley við upphaf síns glæsilega ferils. AFP „Sá óvenjulegi atburður gerðist austur í Holtum í Rangárvalla- sýslu, að sama ærin bar með níu daga millibili, samtals þremur lömbum og lifa þau öll og vegnar vel hjá móður sinni.“ Með þessum orðum hófst bak- síðufrétt í Morgunblaðinu í maílok fyrir sextíu árum. Þetta gerðist á bænum Pulu og skýrði Engilbert Kristjánsson, bóndi þar, frétta- manni Morgunblaðsins frá þessu. „Ær þessi er þriggja vetra. Hún nefnist Gullbrá og er ættuð frá Svínafelli í Öræfum,“ sagði enn- fremur í fréttinni. Föstudaginn 13. maí bar ærin í fyrra skiptið. Var það eitt lamb og fremur lítið. Gekk það með henni og virtist fá nóg að sjúga svo það þreifst. Níu dögum síðar fann Engilbert bóndi síðan tvö lömb til viðbótar skyndilega liggja hjá ánni. „En það merkilegasta við þetta allt,“ sagði Engilbert, „er það, að ég er ekki í nokkrum vafa um að lömbin eru sitt undan hvor- um hrúti.“ Fram kom í fréttinni að á og hálfsystkinunum þremur virtist ætla að farnast vel. „Er allt í sátt og samlyndi milli þeirra, enda ganga þau á túnjörð.“ GAMLA FRÉTTIN Undraær í Pulu Gullbrá í Pulu og lömbin hennar þrjú sem fæddust í tvennu lagi vorið 1955. Morgunblaðið/Ól. K. M. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kolbeinn kafteinn skipstjóri Eric Cantona lífskúnstner Hjörtur Gíslason blaðamaður Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina! FYLLTAR SÚKKULAÐISKÁLAR PANTANIR Í SÍMA: 588 8998 ÍTALSKAR SNITTUR 12 EÐA 8 BITA PINNAVEISLA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.