Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 21
Ljósmyndir/Sigurjón Ragnar Sigurjónsson 31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Edda Sigurðardóttir hefur búið á vesturströnd Bandaríkjanna frá því hún var nítján ára gömul en fyrstu árin bjó hún í Seattle. Ástæðan var sú að hún vildi búa annars staðar en á Íslandi og það var systir hennar sem var búsett í Seattle sem aðstoðaði hana við flutninginn á milli landa fyrir meira en hálfri öld. Hún lærði hárgreiðslu í Seattle og á tvö börn en flutti til Portland árið 1982 þegar hún skildi við bandarísk- an eiginmann sinn. Edda er mjög ánægð í Portland en sonur hennar býr þar einnig ásamt fjölskyldu sinni, dóttir hennar býr í Washington DC. Hún segir fáa Íslendinga búa í Portland og var afar ánægð að hitta Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, í hádegisverði sem ferðamálayfirvöld í Oregon stóðu fyrir nýverið í tilefni af áætlunarflugi Icelandair milli Íslands og Portland. Edda, sem talar lýtalausa íslensku, klæddist íslenska þjóðbúningnum í tilefni dagsins og fór vel á með henni og sendiherranum í boðinu. Fulltrúi Íslands í Portland Bókabúðin Powell’s Books í Pearl- hverfinu í Portland er risastór og má segja að fyrir bókaorm sé það að koma þangað inn eins og að hafa lent í himnaríki. Búðin hefur verið starfrækt í Portland frá áttunda áratugnum. Rætur Powell’s liggja til Chi- cago, þar sem Michael Powell, sem var þá nýútskrifaður úr Há- skólanum í Chicago, opnaði sína fyrstu bókabúð árið 1970. Að áeggjan vina og kennara fékk Po- well 3 þúsund Bandaríkjadali að láni til þess að taka húsnæði á leigu. Ævintýrið gekk upp og að tveimur mánuðum liðnum var lán- ið að fullu endurgreitt. Faðir Michaels, Walter, málari á eft- irlaunum, ákvað að aðstoða son sinn í búðinni og varð svo hrifinn að þegar hann snéri heim til Port- land um haustið opnaði hann sína eigin fornbókabúð. Í kjölfarið hófst samstarf þeirra feðga og nú er fátt sem minnir á gömlu búðina. Þar er hægt að kaupa notaðar og nýjar bækur af öllum mögu- legum stærðum og gerðum og frá öllum heimshornum. Búðin er á nokkrum hæðum og er skipt upp í mismunandi deildir þar sem maður getur fundið margar útgáfur sömu bókar, hvort heldur notuð eða ný eintök. Himnaríki bókaormsins Oregon er eitt af þremur helstu vínhéruðum Bandaríkjanna. Í Willamette Valley er að finna tæp- lega eitt þúsund vínekrur í eigu á sjötta hundrað framleiðenda. Á aðeins fjörutíu árum hefur Oregon skapað sér nafn í vínheim- inum bæði með hvítvíni og rauðvíni en helstu þrúgurnar eru pinot noir og pinot gris. Svokallað Miðjarðarhafsloftslag, hlý þurr sumur og mildir vetur, hef- ur þar mikið að segja en það er heitast í lok júlí og byrjun ágúst. Frá 24. júní til 20. september er meðalhiti að degi til 23 gráður og lítil úrkoma. Á veturna er kaldasti tíminn frá 16. nóvember til 23 febrúar en þá er meðalhitinn að degi til 11 gráð- ur. Það snjóar í fjöll en lítið sem ekkert á láglendi en það rignir aftur á móti á veturna. Miðjarðarhafs- loftslag við Kyrrahafið ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS –Þekking og þjónusta í 20 ár Tunguhálsi 10 • www.kemi.is KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.