Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 57
31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Óhætt er að hvetja lands- menn til að skondra í kvik- myndahús um helgina og sjá Hrúta, íslensku verðlauna- kvikmyndina frá Cannes, sem gagn- rýnendur hlaða lofi. Þá ætti fólk einn- ig að sjá Fúsa, aðra firnagóða mynd. 2 Innsetning Guðrúnar Sigríð- ar Haraldsdóttur Vera:- Kven:Vera verður opnuð gestum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag, laugardag. Er hún unnin með blandaðri tækni sem lista- konan hefur þróað og er sýningin sett upp í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. 4 Svokallað Blúsfest verður haldið í Hressógarðinum í dag, laugardag. Klukkan 13 troða Lame dudes upp og í kjölfar þeirra Kveinstafir, Marinó Ra- ven, Strákarnir hans Sævars og 3B (Bitter Blues Band). 5 Kristín Helga Káradóttir myndlistarkona verður með listamannaspjall og gjörning á sýningu sinni Vorverk í Ný- listasafninu í dag, laugardag, klukkan 15. Nýló er nú til húsa að Völvufelli 13 - 21 í Breiðholtinu og verður boð- ið upp á kaffi, kakó og pönnukökur. Sýning Kristínar Helgu er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. 3 Í Listasafni Íslands hefur verið opnuð sýningin Saga –þegar myndir tala, sem sett var saman af þýska sýningarstjór- anum Norbert Weber og er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra og erlendra samtímamyndlistarmanna. MÆLT MEÐ 1 arinnar við tungumálið, að æfa sig aldrei í að tala tyrknesku við annað fólk. Vera bara heima og læra af bókinni. „Veruleikinn verður til með samtali við áhorfendur,“ bætir hann við. Það er gríðarlega mikilvægt.“ Stofnaði vinsæla djasshátíð Lundgren er búsettur í bænum Ystad sem margir þekkja sem sögusvið sakamálasagna Hennings Mankells um lögreglumanninn Kurt Wallander. Sá hlustar á klassík en lítið fer fyrir djassinum. Lundgren hefur þó hleypt af stokkunum djasshátíð þar í bæ sem á fimm árum hefur vaxið mjög að umfangi og koma þar fram bæði sænskir listamenn og kempur af hinu alþjóðlega sviði. „Ég stofnaði hátíðina og hún var fyrst hald- in árið 2010. Þá vorum við tveir að baki henni, ég og fyrrverandi bæjarstjóri, en nú er þetta orðin afar fjölsótt hátíð sem er mikilvæg fyrir sænskt djasstónlistarlíf. Mikil vinna hefur far- ið í að koma þessu af stað og tímafrekt að halda hátíðinni gangandi. Í dag kemur stór hópur fólks að vinnunni í sjálfboðastarfi; þetta er hugsjónastarf. Síðast komu eitt hundrað blaðamenn alls staðar að og mikið er fjallað um hina ýmsu viðburði.“ Þannig að Lundgren er ekki bara djass- tónlistarmaður, hann er líka djasstrúboði? „Svo sannarlega. Hvort tveggja er mikil- vægt,“ segir hann. „Djassinn hefur gefið mér svo margt, í raun hefur hann gefið mér allt, og þetta er leið fyrir mig til að gefa til baka til tónlistarinnar sem ég elska. Það er líka mikilvægt fyrir framtíðina að tónlistin fái að hljóma og lifi sem heilbrigðustu lífi.“ Ljósmynd/Luca d’Agostino Hið sænska Jan Lundgren tríó leikur í Silf- urbergi í Hörpu á fimmtudagskvöldið kemur, 4. júní. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Jan Lundgren (f. 1966) er einn þekkt- asti djasspíanóleikari sinnar kynslóðar í Evrópu. Hann hefur sent frá sér hátt í fimmtíu plötur og geisladiska, með hinu rómaða tríói sínu, einn eða með öðrum hljóðfæraleikurum. Nýjasti diskur hans, Flowers of Sendai, var á liðnu ári valinn af Jazz Journal sem besti djassdiskur ársins. Lundgren hóf feril sinn ungur að árum sem klassískur píanóleikari en eins og hann greinir frá í samtalinu hér í opnunni hefur hann frá unglingsárum helgað líf sitt djassinum. Hann hefur haldið tónleika víða um heim, ásamt tríói sínu, við afar góðar undirtektir. Hann er samnings- bundinn ACT-plötufyrirtækinu en er jafn- framt, einn fárra djasspíanista með sér- stakan flytjendasamning við píanóframleiðandann Steinway & Sons. Á tónleikunum kemur Lundgren fram ásamt bassaleikaranum Matthias Svens- son, sem hefur leikið í tríóinu frá stofnun þess fyrir tuttugu árum, og trommuleik- aranum Zoltan Csörsz, sem hefur leikið með þeim í um átta ár. Fyrsta plata tríós- ins, Swedish Standards, kom út árið 1997 og hlaut Golden Record-verðlaun tíma- ritsins Orkesterjournalen. Voru það þau fyrstu af fjölmörgum verðlaunum sem þetta firnaþétta tríó hefur síðan hlotið. Auk þess að leika frumsamin verk Lund- grens hefur það vakið athygli fyrir áhuga- verð tök á sænska þjóðlagaarfinum. Margverðlaun- að djasstríó Jan Lundgren hefur komið fram ásamt tríói sínu á tónleikum víða um lönd. Ljósmynd/Thomas Schloemann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.