Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Page 22
Heilsa og hreyfing Íslendingar gera það gott Morgunblaðið/Eggert *Evrópuleikarnir í CrossFit eru í fullum gangiog standa út helgina. Eitt íslenskt lið, sjö ís-lenskar stelpur og tveir íslenskir strákar takaþátt í leikunum en þau eiga öll raunhæfamöguleika á að enda í fimm efstu sætunumog komast þannig áfram á Heimsleikana ííþróttinni sem fara fram í Kaliforníu í júní. Hægt er að fylgjast með allri keppninni á www.games.crossfit.com. Ú tivistarfólk og ofurhugar sem ná að klára Fossavatnsgönguna, Blue Lagoon Challenge, Urriða- vatnssund og Jökulsárhlaupið á innan við tólf mánuðum geta fengið inn- göngu í Fjölþrautafélagið Landvætti. ,,Mað- ur verður landvættur fyrir lífstíð ef manni tekst að klára þessar fjórar þrautir á tólf mánaða tímabili. Hins vegar er ekki hægt að vera hálfur landvættur,“ segir Ingvar Þóroddson, formaður félagsins. Hann segir að frá því að félagið var stofnað árið 2012 hafi iðkendum í öllum fjórum greinum fjölgað, sérstaklega hafi hlaupafólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgað „Við teljum þetta verkefni okkar hafa haft einhver áhrif á þá fjölgun.“ Þrautirnar fela í sér skíði, hlaup, hjólreið- ar og hlaup og eiga sér stað í hverjum landshluta. Fossavatnsgangan fer fram Ísa- firði og er 50 kílómetrar að lengd, reið- hjólakeppnin Blue Lagoon Challenge fer fram í Hafnarfirði og er 60 kílómetrar að lengd en Urriðavatnssund fer fram í Urr- iðavatni við Egilsstaði og er 2,5 kílómetrar að lengd. Loks er Jökulsárshlaupið 32,7 kílómetrar að lengd en í því er hlaupið frá Dettifossi að Ásbyrgi. Ingvar bendir á að þrautirnar séu ekki á vegum félagsins heldur hafi þær verið til í langan tíma. Til að mynda hafi Fossavatns- gangan farið fram í sextugasta og fimmta skiptið í ár. ,,Þessi hugmynd er þó ekki ný af nálinni því Svíar eru með svipað fyr- irkomulag. Þar heitir þetta En svensk klassiker.“ Vísar Ingvar þar með til Vasaloppet sem er 90 kílómetra skíðaganga, Vätternrundan sem er 300 kílómetra langur hjólreiða- hringur, Vansbrosimningen sem er þriggja kílómetra langt sund og Lidingöloppet sem er 30 kílómetra langt hlaup. Markmið Landvætta er að safna með- limum. Þeir eru nú 48 talsins en voru aðeins sautján þegar söfnun félaga hófst árið 2013. Ingvar segir landvættaþrautirnar ætlaðar fólki sem æfi nokkuð stíft. Hins vegar hafi alltaf staðið vilji til þess innan félagsins að gefa öðrum möguleika á þátttöku í félaginu. Þess vegna vilji stjórn Landvætta fjölga leiðum til þess að fólk geti orðið félagar, þá í formi aukafélaga. ,,Frá og með 2016 mun- um við bjóða fólki upp á að gerast Lang- vættir en þá hefur fólk fjögur ár til þess að leysa þrautirnar. Þannig geta fyrstu Lang- vættirnir geta orðið til eftir Fossavatns- gönguna í byrjun maí 2016.“ Félagið mun einnig bjóða fólki upp á að leysa af hendi svokallaða fjórðunga frá og með árinu 2016. Um að ræða sömu greinar en þær þarf að leysa af hendi á tólf mán- uðum og þær þarf að taka í sama lands- fjórðungi. Atburðurinn þarf einnig að vera viðurkenndur. ,,Greinarnar eru 400 metra sund, tveggja og hálfs kílómetra hlaup, fimm kílómetra skíðaganga og tíu kílómetra hjólreiðar,“ segir Ingvar og nefnir sem dæmi að nýlega hafi verið staðið fyrir sprettþríþraut í Kópavogi þar sem keppt hafi verið í þremur þessara greina.“ Fyrir þá sem telja landvættaþrautirnar fjórar of auðveldar, stefnir Fjölþrautafélagið Landvættir á að setja á stofn nýtt fyr- irkomulag, Landrisann. Þar eru sömu grein- ar og í Landvættinum en vegalengdir lengri. Stefnt er að því að vera búið að þróa það afbrigði á 10 ára afmæli félagsins árið 2023. Blue Lagoon Challenge er haldin árlega af Hjólreiða- félagi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli FJÖLÞRAUTAFÉLAGIÐ LANDVÆTTIR Fjórar eldraunir ÞEIR SEM KLÁRA FJÓRAR ÞRAUTIR, HVERJA Í SÍNUM LANDSHLUTA, GETA GENGIÐ Í FJÖLÞRAUTAFÉLAGIÐ OG KALLAÐ SIG LANDVÆTTI. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Fossavatnsgangan á Ísafirði er 50 kílómetra skíðaganga. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Urriðavatnssundið hjá Egilsstöðum er tveir og hálfur kílómetrar að lengd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jökulsárhlaupið er 32,7 kílómetrar. Hlaupið er frá Dettifossi að Ásbyrgi. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.