Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Pac-Man 35 ára *Fyrir viku fagnaði Pac-Man 35 ára afmæli, en íljósi þess að mannkyn hefur eytt á fjórðumilljón ára í að spila leikinn má gera ráð fyrirað flestir þekki hann. Færri vita þó vænt-anlega að leikurinn var upphaflega ætlaðurstúlkum og meðvituð tilraun höfundar leiks-ins til að koma fleiri konun inn í tölvu- leikjasali. Talið er að spilakassaútgáfan hafi verið spiluð tíu milljörðum sinnum. Það er merkilegt til þess að hugsa að það séu liðin þrettánár síðan IBM kynnti fyrstu ThinkPad-fartölvuna og ekkisíður merkilegt að enn sé verið að framleiða fyrirtaks tölvur undir því vörumerki, þó nú sjái Lenovo um þróun og smíði. Lengi vel var IBM ThinkPad-fartölva reyndar mín uppáhalds-ferðavél. Víst var hún heldur þung og ekkert sér- lega hraðvirk, en hún var frábærlega traustbyggð, það var hægt að reka niður tjaldhæla með henni, sló aldrei feilpúst og með frábært lyklaborð. Frá því Lenovo tók við vörumerkinu og framleiðslunni allri fyrir áratug þykir mér sem vel hafi verið haldið á spöðunum, en þó hefur orðið tölvuverð breyting á því sem kalla má hug- myndafræðina á bak við línuna – þegar IBM hélt um taumana voru ThinkPad-fartölvur traustar og dýrar og ekki ýkja tæknilegar, en Lenovo-vélarnar eru jafnan mjög framsæknar í tækni og hönnun og á þokkalegu verðbili. Tegundarheiti á ThinkPad- fartölvunum fer eðlilega eftir út- færslu, en þær vélar sem jafnan eru mest fyrir augað og með bestu tækniútfærsluna eru í svonefndri X-línu, ekkert rosalega hrað- virkar, en mjög nettar og meðfærilegar og frekar dýrar vegna þess að fartölvur eru náttúrlega dýrari eftir því sem þær eru þynnri. Lengst ganga Lenovo-menn í svonefndri Thinkpad X1 Carbon, sem er í senn fislétt og næfurþunn. Thinkpad X1 Carbon kom á markað 2012 og leysti þá af hólmi eldri X1-týpur, en eins og heiti tölvunnar ber með sér þá er boddíið á henni úr koltrefjaefni sem gerir hana í senn léttari og sterkari en sambærilegar tölvur. Fyrir vikið er líka hægt að hafa hana þynnri en gengur og gerist og svo þunn er hún reyndar orðin í nýjustu útfærslu sinni að ekki veit ég hvort lengra verður komist í þeim efnum. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram hafa X1-vélarnar orðið þynnri og öflugri, sem er ekki fréttnæmt í sjálfu sér, en heldur stærra skref fannst mér þegar þær fengu snertiskjá, en X1 með snertiskjá birtist fyrst 2013. Nú er það umdeilt hversu gagnlegt það er að vera með fartölvu með snertiskjá, en ég vitna fúslega um það að mér finnst það afskaplega þægilegt og flýta fyrir ýmsum verkum. Eitt af því sem ég hef helst kunnað að meta við ThinkPad- fartölvurnar er að þær eru allar með framúrskarandi lykla- borð, en rétt að geta þess þó að Lenovo hefur leyft sér að hnika til ýmsu á þeim lyklaborðum, þó fæstar breytingar séu beinlínis byltingarkenndar. Á síðustu útgáfu af X1, sem ég prófaði ekki beinlínis en komst í tæri við í verslun, hafði F- hnöppunum til að mynda verið breytt í snertirönd, sem mér fannst ekki slæm hugmynd, en heldur kunni ég verr við nýja snertiflötinn, eða músarflötinn. Á 2015-gerð X1 Carbon eru F- hnapparnir á sínum stað, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en líka er búið að færa snertiflötinn til fyrra horfs og gerðar fleiri smávægilegar breytingar á lyklaborðinu sýnist mér (hef ekki samanburðinn tiltækan). Það er alltaf gaman að taka fartölvu úr kassanum, en sjald- an eins gaman og þegar það er vél eins og X1-tölva, endar eru þær ævintýralega léttar og straumlínulagaðar. Ekki finnst mér þær þó vera neinn skæningur, hún virkar traust og boddíið gefur lítið eftir þó vélin sé fínleg að sjá. Ég skoðaði miðlungsöfluga vél eins og sjá má af upptalningunni hér til hliðar, sem kostaði 392.057 kr. í netverslun Nýherja, en hægt er að fá hana mun öflugri og með stærri disk en verðið fer líka hækkandi eftir því: Með i7 örgjörva og 512 GB PCI-e SSD disk (sem er ca. þrisvar sinnum hraðvirkari en hefðbund- inn SSD-diskur) kostar hún 551.133 kr. sem er vissulega nokkuð mikið, en það deyja líka allir úr öfund þegar hún er dregin upp úr töskunni á fundum. SANNKALLAÐ FIS * Eins og getið er prófaði ég vél með Intel i5-örgjörva,nánar tiltekið tveggja kjarna Intel Core i5 5300U 2,3-2,7 GHz. Minni í vélinni er 8 GB og ekki hægt að hafa það meira. Skjárinn er mjög fínn, 14" TFT WQHD LED IPS snertiskjár með upplausnina 2560x1440 díla. Myndavél ofan við skjáinn. Í vélinni er 256 GB „diskur“. * Séð hef ég kvartað yfir því að ekki sé hefðbundið Ether-net-tengi á vélinni, en það er náttúrlega til þess að hægt sé að hafa hana sem þynnsta. Breytistykki fylgir reyndar, en þar sem þráðlausa netkortið í henni styður 802.11 AC, meðal annars, ætti það ekki að vera vandamál. * Eins og fram kemur í textanum hér til hliðar er vélineinkar nett; hún er 33,1 x 22,7 cm að stærð og 18.46 mm að þykkt og ekki nema 1,44 kg að þyngd. Rafhlöðuending er sögð allt að 10 tímar, sem er líklega ekki langt frá raunveru- leikanum, en fer vitanlega eftir því í hvað hún er notuð. Upp- sett á henni er 64 bita Windows 8.1 Pro. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON ÞÓ MAÐUR EIGI VITANLEGA AÐ VELJA FARTÖLVUR EFTIR ÞVÍ HVERSU HAGKVÆMAR ÞÆR ERU, HVERSU MIKLA VINNSLU- GETU MAÐUR FÆR FYRIR KRÓNUNA, ER LÍKA SKYNSAMLEGT AÐ LÍTA TIL ÚTLITSINS OG Í ÞVÍ SKÁKAR VARLA NOKKUR THINKPAD X1 CARBON FRÁ LENOVO SEM ER EKKI BARA NETT OG LÉTT, HELDUR LÍKA FÁRÁNLEGA FLOTT. Á Google I/O þróunarráðstefnu sinni í vik- unni kynnti Google væntanlega útgáfu af Android sem kallast í dag Android M, en endanlegt nafn verður kynnt í haust þegar þróunarverkfærum verður dreift. Það kemur sjálfsagt ekki á óvart að nýju stýrikerfi fylgi ýmsar nýjungar, en þær eru eðlilega mun fleiri en nefna má á einni ráð- stefnu. Helstu atriði sem kynnt voru eru þó eftirfarandi: Betri aðgangsstýring á hugbúnaði: Eins og þeir þekkja sem notað hafa Andro- id-síma þá þarf maður ótrúlega oft að stússa með aðgangsstýringu forrita, velja hvaða forrit eigi að opna tiltekið skjal, hvaða forrit eigi að afgreiða tiltekinn tengil og svo má telja. Í nýrri útgáfu verður þetta mun einfaldara en forðum og eins verður einfalt að skoða hvaða aðgang hvert forrit hefur og breyta ef vill. Fingrafaraskannar: Stuðningur við fingra- för við innskráningu og auðkenningu verður aukinn til muna sem verður þá væntanlega til þess að hann verður almennari í símum, en þó því hafa Android-símar dregist aftur úr iPhone til að mynda. Borgað með símanum: Þó það sé enn nokkuð í land að hægt verði að borga með símanum hér á landi er skemmra í það vest- an hafs. Android Pay heitir þjónustan og byggir á NFC-væðingu síma og skynjara í verslunum, en viðkomandi sími þarf þá að vera að tengdur við greiðslukort. Rafhlöðuending: Símaeigendur kvarta yfir allskonar, en mest þó yfir rafhlöðuendingu. Í Android M verða ýmsar viðbætur sem lengja eiga í rafhleðsl- unni, meðal annars með því að „svæfa“ símann eða þar um bil þegar maður leggur hann frá sér. (Í því sambandi má nefna að ný gerð af USB-tengi, USB Type-C, verður á næstu gerð Nexus- tækja og þá með tengi sem má snúa hvernig sem er og skilar líka meiri spennu svo síminn er fljótari að hlaða sig.) Leitað hvar sem er: Google Now leita- þjónustan mun geta leitað að hverju því sem maður er með á skjánum þegar þrýst er á miðjuhnappinn. Það getur þannig leitað að nafni í tísti eða í Facbookfærslu án þess maður þurfi að fara út úr viðkomandi forriti. Afrit af forritum: Þeir sem skipta ört um síma gleðjast yfir fréttum af því að Go- ogle Play mun taka dagleg afrit af for- ritum, gögnum og stillingum þeirra. Það eru reyndar takmörk á gagnamagni með hverju forriti (ekki meira en 25 MB með hverju forriti), en afritin skerða ekki það pláss sem maður annars hefur hjá Google Drive. GOOGLE I/O Ný útgáfa af Android
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.