Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 45
vaxtabyrði var ígildi stórhækkaðra tekna án skatt- píningar. Auðveldaði erfiðan leik Skuldaminnkunin varð einn af lyklum þess hve vel tókst til, þrátt fyrir andstreymi, þegar bankakreppa í heiminum barst hingað og fór mikinn þar sem glannalega hafði víða verið farið hér, þótt margt hafi verið vel falið, eins og nýleg og yfirstandandi réttar- höld hafa dregið rækilega fram. Sem betur fer höfðu allar meginlínur verið lagðar um viðbrögð við bankakreppunni hér á landi áður en „fyrsta hreina vinstristjórnin“ skall á vorið 2009. En hún náði þó að tryggja að árangur yrði ekki jafn fljót- virkur og lagður hafði verið grunnur að. Þau dæmi eru þekkt. En þess utan misskildi þessi ríkisstjórn meginhlutverk þjóðarleiðtoga við slíkar aðstæður. Eins og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, benti á lentu Svíar í ámóta hremm- ingum upp úr 1990. Þá var lögð höfuðáhersla á að þjappa þjóðinni saman og skapa frið á milli helstu afla í þjóðfélaginu. Boðberar ófriðar alls staðar Norræna velferðarstjórnin tók ekkert mið af þessu góða norræna fordæmi. Þeim sem þekktu til persónu- einkenna forystumannanna, Steingríms og Jóhönnu, þurfti ekki að koma þau ósköp á óvart. En mikil ólukka var þetta gagnvart þjóðinni. Og hvað sem gekk á kunnu þessi tvö aldrei að skammast sín þrátt fyrir ríkar ástæður. Landsdómi var stefnt saman. Það kom auðvitað til álita að gera það, eins og Rann- sóknarnefnd Alþingis benti á. En eins og að því verki var staðið var Landsdómur illa settur. Ekki var við þá að sakast sem skipuðu dóminn. En því stærri var sökin hjá ríkisstjórnarmeirihlutanum og Alþingi. Þegar 98% þjóðarinnar höfnuðu Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir hótanir hennar um að efnahagslegt öngþveiti biði hennar auk algjörrrar efnahagslegrar einangrunar, sat ríkisstjórnin áfram! Ríkisstjórnin boðaði af óskiljanlegum ástæðum árás á sjálfa stjórnarskrána sem samþykkt hafði verið af Al- þingi á Þingvöllum, með alla þjóðina á bak við sig. Þegar stækkaður Hæstiréttur Íslands ógilti „stjórn- lagaráðskosninguna“ sat ríkisstjórnin ekki aðeins sem fastast. Hún reyndi að hafa niðurstöðu réttarins að engu! Ríkisstjórnin brúkaði mesta sundrungarefni þjóðarinnar, aðildarumsókn að ESB, til að kljúfa þjóðina í herðar niður þegar meiri þörf var á sam- stöðu hennar en í annan tíma. Sífellt var farið með hótanir gagnvart þjóðinni, eins og í Icesave-hörmunginni og í öðrum minni málum. Sífellt var verið að hóta því að láta fara fram mikla rannsókn á einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Í hverri ritstjórnargreininni af annarri skoraði Morg- unblaðið á ríkisstjórnina að setja slíka rannsókn í gang sem allra fyrst, enda væru slíkar hótanir hlægi- legar, ef þeim væri ekki fylgt eftir. Aldrei bólaði þó á nokkurri rannsókn. Hvers vegna ekki? Aðeins ein skýring er tiltæk. Hótunarfólkið óttaðist niðurstöð- una. Sjálfsagt m.a. vegna þess að úttektir og rann- sóknir, m.a. frá Ríkisendurskoðun, lágu þegar fyrir. Loks glittir í gerningana Nýlegar yfirlýsingar Bankasýslu ríkisins styrkja nú mjög grunsemdir sem lengi hafa verið uppi um að ekki hafi aðeins verið brákir í pottum þegar Stein- grímur færði kröfuhöfum, án umræðu og án fyrir- liggjandi lagaheimildar, tvo stærstu banka þjóð- arinnar. Steingrímur J. hefur marglýst yfir fullu trausti á Bankasýslunni, en fer nú undan í flæmingi þegar ljósinu er beint að einu af hans mörgu vafa- sömu verkum. Verkum, sem hafa það sameiginlega einkenni að þola illa ljósið. Fróðlegt verður að fylgj- ast með þróun þessa máls á næstu dögum og vikum. Í því orkar flest tvímælis, svo ekki sé meira sagt: Samráðsleysi, aðkomuleysi almennings, lögleysi gerðarinnar, athugunarleysi á fjárhagslegum þátt- um, þátttökuleysi Ríkisendurskoðunar, athugunar- leysi þingsins, alþjóðlegt ráðgjafarleysi, efnahagslegt heilsuleysi og þekkingarleysi ráðherranna tveggja sem mesta ábyrgð báru. En í öllu þessu allsleysi stendur eitt upp úr og heimtar athygli: Hið fullkomna siðleysi. Morgunblaðið/Árni Sæberg 31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.