Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 Græjur og tækni Hundruð Black Cab-leigubílstjóra stöðvuðu umferð við þinghúsið í London í vikunni til þess að mótmæla því að ekkert hafi verið gert til að hindra framgang leigubílaþjónusta á borð við Uber, sem gera viðskiptavinum kleift að panta sér ódýrt far í gegnum smáforrit. Uber mótmælt í London S tór hluti unglinga á Vest- urlöndum gengur með sinn eigin farsíma í vasanum og talið er að rúmlega helm- ingur þeirra sé snjallsímar. Þessir símar hafa því aðgang að internet- inu og eru búnir myndavélum, tölvuleikjum, samskiptamiðla- forritum og fleiru. Þetta mikla að- gengi veldur ýmsum foreldrum áhyggjum, og þessar áhyggjur hafa getið af sér hin ýmsu forrit sem gera foreldrum kleift að njósna um sín eigin börn. Þetta eru svokölluð foreldraöpp og fyrir atbeina þeirra geta foreldrar fylgst með athæfi barna sinna á internetinu. Eitt þessara forrita kallast Teen- Safe og vísar nafngiftin til öryggis- tilfinningar sem foreldrar vilja upp- lifa gagnvart afkvæmum sínum. Það liggur hins vegar í augum uppi að notkun slíkra forrita, ekki síst án vitneskju barnsins, vekur ýmsar siðferðis- og uppeldisspurningar. Fyrirtækið að baki TeenSafe hvet- ur foreldra til þess að tilkynna börnum sínum um að þeir ætli sér að hafa auga með stafrænu lífi þeirra á netinu í ljósi þess að hægt sé að nýta sér þjónustu þess í leyni. Mögulegt er til að mynda að fylgj- ast með því hvað krakkarnir setja inn á samskiptamiðla, og einnig skilaboðum – jafnvel þeim sem þeg- ar hefur verið eytt – sem send hafa verið í gegnum vinsæl forrit á borð við WhatsApp og Snapchat. „Það er algjörlega löglegt fyrir foreldri að gera þetta í leyni,“ segir framkvæmdastjóri TeenSafe, Raw- don Messenger, í samtali við BBC. „Hið raunverulega álitamál er hvort það sé réttlætanlegt að hafa slíkt eftirlit með barninu sínu. Þetta er siðferðisspurning sem hverju foreldri ber að svara gagn- vart sjálfu sér. Við trúum því að þegar kemur að því að vernda börn gegn þeim hættum sem geta leynst á netinu, þá trompi verndunarsjón- armið þá friðhelgi einkalífs sem í húfi er.“ Hr. Messenger segir jafnframt að hann telji að um helmingur þeirra fjölskyldna sem styðjist við þjónustu TeenSafe noti hana í því skyni að njósna um börnin sín. TeenSafe er enn sem komið er að- eins í boði í Bandaríkjunum, Kan- ada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en fyrirtækið ætlar sér að færa út kví- arnar til Evrópu í náinni framtíð. Frá því að forritið var sett á laggir árið 2011 hafa um 800.000 manns skráð sig í þjónustuna. Tilkynningar um ökuhraða Fleiri forrit af svipuðum toga hafa jafnframt smám saman skotið upp kollinum að undanförnu og mörg þeirra bjóða upp á frumlegri mögu- leika en aðeins að fylgjast með skrifum og ljósmyndum unglinga á netinu. Til dæmis er hægt að sækja sér smáforrit sem fylgist með því hversu hratt ökumaður keyrir eða hversu hratt farþegi í ökutæki ferðast. Tilgangurinn er að sjálf- sögðu sá að veita foreldrum tilfinn- ingu fyrir því hvort ökutækjum sem börn þeirra ferðast í sé ekið á tilhlýðilegum hraða. Forritið kallast MamaBear og talsmenn þess segja að markmiðið sé að tengja saman heilu fjölskyldurnar. Það sendir jafnframt út tilkynningar þegar einhver ekur of hratt eða hættir sér út fyrir fyrirfram ákveðið svæði. Það er hins vegar ekki hægt að nota í leyni. „Tækni getur verið þín hægri hönd og veitt þér þær upplýsingar sem þú þarft til þess að eiga í heil- brigðum samskiptum við barnið þitt,“ segir Robyn Spoto, fram- kvæmdastjóri MamaBear. Hún bætir jafnframt við að mörgum finnist þægilegt og hughreystandi að fá reglulega tilkynningar um hvar börn þeirra eru niðurkomin. Hún viðurkennir ennfremur að hún noti forritið sjálf til þess að fylgjast bæði með 10 ára syni sínum sem og eigin foreldrum. Aðspurð hvað for- eldrum hennar finnist um það að þeirra eigin dóttir fái sérstakar til- kynningar um hvar þau eru og þá ekki síst ef þau hætta sér yfir hraðamörk á vegum úti, segir hún að þau gömlu séu einfaldlega vön slíku eftirliti. „Það er ekki eins og ætlunin sé sérstaklega að laumupo- kast og njósna um þau. Það er hins vegar ágætt að hugsa til þess að þau hafi komist heilu og höldnu heim og svo framvegis.“ Unglingar eru alla jafna töluvert betri í að kynna sér og ná tökum á nýjustu tækni en foreldrar þeirra, og þess vegna getur slík tækni framkallað eltingarleik þar sem yngri kynslóðin reynir að hrista af sér eftirförina. En smáforritin eru að sjálfsögðu búin undir þessar að- stæður og bjóða upp á þann mögu- leika að gera símann óvirkan nema til þess að hringja í mömmu eða pabba. Ljóst er að hér er um að ræða þróun og möguleika sem getur haft vítðtækar afleiðingar enda ljóst að ýmsir aðrir en foreldrar gætu hugsað sér að nýta sér smáforrit sem gerir kleift að fylgjast með öðrum án vitneskju þeirra. Nýlega var til að mynda maður í Banda- ríkjunum handtekinn fyrir að hanna forrit sem var fært um að taka afrit af tölvupóstum og hljóð- rita símtöl annarra án þess að þeir hefðu minnstu hugmynd um það. Njósnað um börnin NÝ FORRIT GERA FORELDRUM KLEIFT AÐ FYLGJAST MEÐ HEGÐUN AFKVÆMA SINNA Á NETINU. ÞAU VEKJA MARGVÍSLEGAR SPURNINGAR UM HVERNIG FORELDRUM BER AÐ HAGA EFTIRLITI SÍNU. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Er siðferðilega réttlæt- anlegt að hafa eftirlit með börnum sínum með aðstoð tækninnar? Getty Images/iStockphoto TeenSafe gerir foreldrum kleift að beinlínis njósna um börnin sín á afar aðgengilegan og þægilegan hátt. Jony, eða Sir Jonathan Paul Ive eins og hann heitir fullu nafni, var áður einn af æðstu stjórnendum hönnunardeildar Apple, sem er verðmætasta fyrirtæki heims, og hann er nafntogaður í ljósi þess að hann átti ríkan þátt í hönnun margra af vinsælustu tækjum fyrirtækisins. Hann var jafnframt aðlaður árið 2012 fyrir framlag sitt til hönnunar á heimsvísu. Í innanhússskilaboðum frá Apple skrif- aði Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, að Ive muni nú ekki aðeins fást við að hanna frægustu tæki fyrirtækisins, heldur hafa yfirumsjón með hönnun nýrra búða og einnig höfuðstöðva fyrirtækisins. Þá mun Ive jafnframt hafa afskipti af því hvernig húsgögn eru til staðar í höfuðstöðvum Apple. Verið er að byggja nýjar höfuðstöðvar Apple í Kaliforn- íuríki og ganga þær undir nafninu „Geimstöðin“ í ljósi þess að þær verða hringlaga. Þær munu jafnframt hýsa um 12.000 starfsmenn. „Jony er einn hæfileikaríkasti og þekktasti hönnuður sinnar kynslóðar og hann hefur komið að um 5.000 hönn- unum, sem er ótrúleg tala,“ sagði Cook í bréfi sínu til starfsmanna Apple. Ive kom meðal annars að hönnun iPod, iP- hone, iPad og nýjustu afurðar fyrirtæk- isins, Apple Watch. Þá birtust fyrr á þessu ári fregnir þess efnis að fyrirtækið ætlaði sér að framleiða bíl og að Ive myndi hafa umsjón með hönnun hans. Tveir starfsmenn munu taka við fyrra starfi Ive og heyra beint undir hann. Nafn Ive kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar fram kom í dómskjölum málaferla milli Apple og Samsung að hann væri lykilmaður í hönnun helstu tækja Apple. Apple veitir þekktum hönnuði stöðuhækkun APPLE HEFUR NÚ VEITT BRESKA HÖNNUÐINUM JONY IVE STÖÐUHÆKKUN OG MUN HANN Í JÚLÍ TAKA VIÐ STÖÐU YFIRHÖNNUÐAR FYRIRTÆKISINS. Ive á heiðurinn af útliti helstu flagg- skipa Apple. Google Translate verður að telj- ast meðal áhrifameiri smáforrita á markaðnum. Vefsíðan er auð- vitað vel þekkt en þar er hægt að þýða ýmis orð og texta milli fjölda tungumála. Þýðing- artæknin verður betri dag frá degi enda lærir vélin af þeim not- endum sem henni beita. Google Translate hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að ráða ekki við ein- földustu setningar en stað- reyndin er sú að þjónustan er glettilega góð og verður líkt og áður segir sífellt betri. Smáfor- ritið ætti að vera staðalbúnaður á ferðalögum á framandi stöðum, enda býður það upp á ýmsa kosti sem verða að teljast afskaplega tilkomumiklir. Til dæmis er hægt að beina símanum að texta á framandi tungumáli, til dæmis skilti eða matseðli, og orðin um- breytast á skjánum fyrir augum notandans í þýðingar á því tungumáli sem valið er. Þá er jafnframt hægt að handskrifa framandi tákn inn í forritið sem þýðir þau jafnóðum. Þá er auð- vitað að lokum hægt að vélrita inn setningar og orð á hefðbund- inn hátt. ENDURBÆTUR Á GOOGLE TRANSLATE Un caffé, per favore! Google Translate-smáforritið get- ur verið handhægt á ferðalögum. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.