Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 4
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
30.3.2015 ➜ 5.4.2015
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Verð frá 4.190.000 kr.
58,7%
fjölgun var á störfum í
ferðaþjónustu milli áranna
2008 og 2014.
45 ára
móðir fékk ekki að sækja
um rafræn skilríki hjá
Auðkenni fyrir dóttur sína
þar sem hún var ekki
„eldri forráðamaður“.
79.000 GESTIR
sóttu sinfóníutónleika á síðasta ári.
22 þingfundir
eru eftir fram að
sumarfríi þing-
manna.
4.500
máltíðir
framleiðir og selur eldhús
Landspítalans á dag.
800
manns
eru á biðlista eftir félagslegu
leiguhúsnæði í Reykjavík.
voru sigurtölur íslenska
karlalandsliðsins í
fótbolta gegn Kasakstan.
28 KARLAR
OG AÐEINS
9 KONUR
gegna starfi sendiherra
og sendifulltrúa.
BYGGÐAMÁL 90 störf verða flutt á
Norðvesturland auk þess sem 40
ný opinber störf verða til í lands-
hlutanum, langflest þeirra í Skaga-
firði, ef tillögur landshlutanefndar
fyrir Norðurland vestra ná fram
að ganga. Nærri eitt hundrað þess-
ara starfa verða í Skagafirði, sam-
kvæmt tillögum nefndarinnar.
Áður hefur verið greint frá
tveimur liðum í skýrslu lands-
hlutanefndarinnar í fjölmiðlum;
hugsanlegum flutningi heima-
hafnar varðskipa Landhelgisgæsl-
unnar til Sauðárkróks og flutningi
höfuðstöðva RARIK til Skaga-
fjarðar.
Fréttablaðið hefur nú skýrslu
nefndarinnar
undir höndum.
Í henni eru sett-
ar fram 25 til-
lögur um flutn-
ing opinberra
starfa í lands-
hlutann sem og
hugmyndir um
ný opinber störf
sem geti orðið til
í landshlutanum.
Stefán Vagn Stefánsson, oddviti
Framsóknarflokksins í Skagafirði
og formaður nefndarinnar, segir
allar þær tillögur sem birtast í
skýrslunni vera framkvæman-
legar. Skýrslan sé nú til meðhöndl-
unar í forsætisráðuneytinu og
bíði afgreiðslu ríkisstjórnar. „Við
vonum að sem flestar af þessum
tillögum verði að veruleika. Lands-
hlutinn hefur í langan tíma verið í
mikilli varnarbaráttu. Við höfum
einnig séð að verkefni hafa oft og
tíðum ekki ratað til landshlutans.
Það er síðan forsætisráðuneytis-
ins að meta þær tillögur sem við
komum með. Ég á svo von á því að
niðurstaða fáist fljótlega.“
Auk Stefán Vagns sátu í nefnd-
inni Héðinn Unnsteinsson frá
forsætisráðuneytinu, Sigríður
Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu
Skagafirði, Unnur Valborg Hilm-
arsdóttir, oddviti Húnaþings
vestra, og Valgerður Hilmars-
dóttir, forseti bæjarstjórnar
Blönduósbæjar. Ásmundur Einar
Daðason, aðstoðarmaður forsæt-
isráðherra, starfaði einnig með
nefndinni.
Fram kemur í skýrslunni að
markmiðið sé að efla byggð á
Norðurlandi vestra. Bent er á leið-
ir um hvernig stuðla megi að auk-
inni fjárfestingu á svæðinu, fjölga
atvinnutækifærum og stuðla að
jákvæðri byggðaþróun.
Erfitt er að henda reiður á kostn-
aði við þessar tillögur nefndar-
innar. Sautján verkefni af 25 eru
metin á um 370 milljónir króna,
sem kæmi úr ríkissjóði. Þessar til-
lögur eru almenn verkefni sem og
verkefni sem fela í sér sköpun um
29 stöðugilda.
Til samanburðar er nýlegur
ívilnunarsamningur hins opin-
bera við Matorku metinn á um 425
milljónir króna.
Átta tillögur nefndarinnar eru
þannig að um er að ræða flutning
opinberra starfa inn í landshlut-
ann frá öðrum svæðum, að mest-
um hluta frá höfuðborgarsvæð-
inu. Þar er um að ræða tæplega 90
stöðugildi. Segir í inngangi skýrsl-
unnar að erfitt sé að meta kostnað
við þær. Kostnaður myndi að öllum
líkindum aðeins falla til við flutn-
ing starfanna en eftir það ætti
árlegur kostnaður að vera svipað-
ur og áður. sveinn@frettabladid.is
Leggja til að 130 opinber störf
flytjist til Norðurlands vestra
Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í
tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum.
SAUÐÁRKRÓKUR Lagt er til að um eitt hundrað þessara starfa verði staðsett í Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURSTEFÁN VAGN
STEFÁNSSON
➜ 17 verkefni af 25 í skýrslu
Landshlutanefndar eru metin
á um 370 milljónir króna sem
kæmu úr ríkissjóði.
FRAKKLAND Sex þeirra sem lifðu
af gíslatökuna í París í byrjun árs
hafa kært sjónvarpsstöðvar í land-
inu fyrir fréttaflutning af málinu.
Lögmaður fólksins segir að
fréttaflutningurinn hafi stefnt lífi
skjólstæðinga sinna í voða.
„Að upplýsa um það í beinni
útsendingu að fólk feli sig í kæli
fyrir vopnuðum manni sýnir dóm-
greindarleysi,“ segir lögmaðurinn
Patrick Klugman.
Ahmedi Coulibaly myrti fjóra
áður en hann var felldur af lög-
reglu. Tveimur dögum áður féllu
tólf í árás á ritstjórn tímaritsins
Charlie Hebdo. - jóe
Gíslar kæra sjónvarpsstöðvar:
Kærðar fyrir
fréttaflutning
DÓMSMÁL Réttarfarsnefnd gerir alvar legar
athugasemdir við tillögur um breytingar á
fyrirkomulagi við skipan dómara við Hæsta-
rétt Íslands. Að mati nefndarinnar færu þær í
bága við meginsjónarmið um skipan dómara sem
fram hafa komið hjá alþjóðlegum stofnunum og í
reglum annarra ríkja.
Innanríkisráðherra skipaði nefnd árið 2013 sem
falið var að semja reglur um millidómstig og fyrir-
komulag við skipan dómara. Innanríkisráðherra
skilaði niðurstöðum nefndarinnar í síðasta mánuði
en í þeim tillögum er meðal annars lagt til að veita
ráðherra aukið vald við skipan dómara. Innanríkis-
ráðherra óskaði eftir umsögn réttarfarsnefndar
um tillögurnar, en nefndin hefur það hlutverk að
vera ráðherra til ráðgjafar á sviði réttarfars.
Réttarfarsnefnd vísar til tilmæla ráðherra-
nefndar Evrópuráðsins um sjálfstæði dómara. Þar
kemur fram að ákvörðun um skipan dómara skuli
vera byggð á lögbundnum hlutlægum sjónarmiðum
og að það yfirvald sem taki slíka ákvörðun skuli
vera óháð bæði ríkisstjórninni og löggjafarvaldinu.
Þá telur réttarfarsnefndin að tillagan sé að
mestu órökstudd og sýni ekki fram á fullnægjandi
forsendu þess að komið verði á millidómstigi á
Íslandi. - gag / srs
Réttarfarsnefnd gagnrýnir tillögur um skipan hæstaréttardómara:
Sjálfstæði dómara yrði minna
HÆSTIRÉTTUR Tillögurnar eru ekki í takt við reglur
nágrannaríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JEMEN Kínverski flotinn hefur
flutt 225 erlenda ríkisborgara og
um 600 kínverska ríkisborgara
frá hafnarborginni Aden í Jemen.
Kínversk yfirvöld fullyrða að
þetta sé í fyrsta sinn sem kín-
verski herinn flytur aðra ríkis-
borgara en kínverska frá hættu-
svæðum.
Átökin í Jemen hafa verið að
færast í aukana en uppreisnar-
menn Houthi-hreyfingarinnar
sækja sífellt meira fram gegn
stjórnarhernum. - srs
Kínverski flotinn í Aden:
Kínverjar flytja
fólk frá Jemen
ÍKLÆDD ÁRÓÐRI Loftárásum Sádi-
Araba í Jemen er mótmælt víða.
AFP/ MOHAMMED HUWAIS
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
8
-9
B
2
C
1
7
6
8
-9
9
F
0
1
7
6
8
-9
8
B
4
1
7
6
8
-9
7
7
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K