Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 30

Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 30
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ÁRIÐ 2015 Umræðan var oft þannig þegar við vorum að byrja að heimilisofbeldi hefði ekki verið til fyrr en Stígamót fóru að tala um það. Við vorum bara brjálaðar mussukerlingar upp til hópa á nornaveiðum,“ segir Björg G. Gísladóttir, sem starfað hefur hjá Stígamótum í 17 ár. „Það var samt svo eðlilegt og við skildum það alveg. Það var miklu betra að setja þetta allt á okkur heldur en að trúa því að þetta væri svona algengt.“ Við erum stödd á vikulegum morgun verðarfundi starfsmanna í samtökunum. Hér starfa níu ráð- gjafar, þau Anna Þóra Kristinsdóttir, Hjálmar Gunnar Sigmarsson, Hall- dóra Halldórsdóttir, Björg G. Gísla- dóttir, Anna Bentína Hermansen, Helga Baldvins- og Bjargardóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Erla Björg Kristjánsdóttir og Þóra Björt Sveins- dóttir, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur sem er talskona athvarfsins en býr nú tímabundið í Noregi. Því miður nóg að gera Starfið er fjölbreytt og þau segja því miður vera nóg að gera. Á hverjum degi taka þau fjölmörg viðtöl við skjólstæðinga, allt upp í 6-7 viðtöl á dag þegar mest er. Auk þess fara ráðgjafar út á land og hitta skjól- stæðinga. Það er notalegt um að lítast í hús- næði Stígamóta á annarri hæð við Laugaveg 170. Hver ráðgjafi er með sérherbergi þar sem lagt er upp með að hafa sem heimilislegastan blæ þannig að fólki líði vel. Við lang- borð inni í eldhúsi sitja starfsmenn samtakanna á fundi með bakkelsi og ræða saman áður en haldið er á vikulegan starfsmannafund. Margir ráðgjafanna hafa starfað hér um ára- bil, ein í 20 ár og tvær í sautján. Þau sem hafa verið styst hafa verið í um ár, Hjálmar, sem var fyrsti karlkyns ráðgjafinn til að vera ráðinn inn, og Helga, sem sinnir sérstaklega fötl- uðum þolendum ofbeldis. Erfið mál Um 7.000 manns hafa leitað til Stíga- móta á þeim 25 árum sem samtökin hafa verið starfandi. Ráðgjafarnir sinna erfiðum málum, hjálpa fólki að takast á við afleiðingar kynferðis- ofbeldis. „Auðvitað tökum við hluti inn á okkur en það sem við sjáum líka er að það er lausn og við sjáum fólk byggjast upp. Þannig að fólk getur nýtt sér þessa erfiðu reynslu til góðs og það er það sem við erum að vinna með í hverjum einasta tíma. Það heldur manni gangandi að sjá fólk blómstra,“ segir Anna Bent- ína og hinir taka undir. Þau segjast passa vel upp á að tala um hlutina sín á milli, ef þau eru í erfiðum málum. „Við pössum vel upp á okkur, ef við erum ekki í lagi þá höfum við ekkert að gefa. Við berum ábyrgð á okkur sjálfum og finnum það ef við erum ekki 100% í viðtölum, þá þurfum við að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir Anna Bentína. Margt breyst Það hefur margt breyst á þeim árum sem samtökin hafa starfað. „Hvar eigum við að byrja?“ segir Dóra hlæjandi en hún hefur lengst- an starfsaldur ráðgjafanna. „Fyrst var eina skilyrðið að þær sem tóku viðtalið væru þolendur sjálfar. Það er ekki lengur, við erum öll með einhvers konar háskólapróf og það nægir ekki að þú sért þolandi, mörg í starfshópnum eru ekki þolend- ur kynferðisofbeldis,“ segir Anna Bentína. „Það að vera þolandi kynferðis- ofbeldis gerir þig ekki sjálfkrafa að góðum ráðgjafa og heldur ekki þótt þú hafir menntun. Það þarf að skoða svo marga þætti. Viðhorfin, reynslu og alls konar,“ segir Þórunn. Ráð- gjafarnir hafa mismunandi mennt- un og reynslu og segja það nýtast vel við störfin. „En hugmyndafræðinni vinnum við öll eftir og erum sam- mála um, sú nálgun að kynferðis- ofbeldi er glæpur. Það er aldrei hægt að réttlæta ofbeldi, við erum öll þar,“ segir Þórunn. Reyna að endurheimta röddina Það er líka lagt upp með að fólk stjórni sínum bata sjálft en það fái hjálp við vegferðina. „Við vitum ekki betur en sá sem er að koma hingað. Hver og einn veit best sjálfur hverju hann lenti í og er að upplifa, þú ert sérfræðingur í þér. Það sem við reynum að hjálpa til með er að þú farir að heyra þína rödd aftur. Hluti af því að lenda í kynferðisofbeldi er að reyna að halda áfram eins og ekk- ert hafi í skorist. Bíta á jaxlinn og því fylgir oft að við kæfum ýmislegt í okkur sjálfum. Það er svolítið sem við erum að reyna að endurheimta, þessa rödd,“ segir Anna Bentína. „Ég nota stundum samlíkinguna, og þetta er auðvitað ekki eins einfalt og það, en þetta er eins og við værum að fara í bíltúr og þú ert við stýrið. Ég er með þér allan tímann og við förum yfir hvert þú vilt fara, hvað þú haldir að gerist. Í okkar hugmynda- fræði er það þessi hjálp til sjálfs- hjálpar og valdefling,“ segir Þórunn. Áherslan á afleiðingar Sumir ráðgjafanna hafa sjálfir orðið fyrir kynferðisofbeldi, aðrir ekki. Anna Bentína kom til dæmis fyrst til Stígamóta til þess að leita sér hjálp- ar vegna afleiðinga ofbeldis. „Það var svo gott að koma hingað og fá að heyra það að allar þessar afleið- ingar kynferðisofbeldisins, kvíðinn, sektarkenndin, sjálfsásökunin, lágt sjálfsmat, að þetta væru allt eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Þetta var alveg ný nálgun fyrir mig. Ég bar ábyrgð á minni velferð og það gaf mér svo mikinn styrk,“ segir hún einlæg. Þegar fólk kemur til viðtals þarf það ekki að segja meira en það vill. Áherslan er á afleiðingar ofbeldis- ins. „Það hefur alveg komið fyrir að fólk segir manni ekki hvað gerðist,“ segir Erla. „Við vitum oft söguna en erum alltaf að skoða hvaða áhrif afleiðingarnar hafa á líf þitt í dag. Aðstoða fólk að hafa áhrif á það hvað eru afleiðingar og hvað er það sjálft,“ segir Björg. „Við sjáum það á tölunum hjá okkur að afleiðingar kynferðis- ofbeldis eru oft mjög svipaðar,“ segir Erla. Þau segja það hjálpa mikið að fólk viti af því að það sé ekki eitt um að hafa lent í þessu. „Það hefur svo rosalega mikið að segja að fólki finn- ist það ekki eitt, átta sig á því og vita það,“ segir Hjálmar. „Þó að erfitt sé að takast á við þessar afleiðingar þá eru viðbrögðin heilbrigð,“ segir Anna Bentína. Skömmin sterk Skömmin er oft mikil meðal skjól- stæðinganna og eru þau sammála um að þar hjálpi viðhorfin í sam- félaginu ekki til. „Það fléttast líka inn í þetta, samfélagið og þau við- horf sem við erum alin upp í, það er lífseigt í manni,“ segir Þórunn og hin taka undir. Að þeirra mati er enn langt í land þegar kemur að við- horfum til þeirra sem verða fyrir kynferðis ofbeldi. Aðstæður eins og hvort manneskjan hafi verið rétt klædd, of full og svo framvegis. „Ég mætti vera niðri í bæ allsber, blind- full, liggjandi úti á götu. Það rétt- lætir ekki ofbeldi. Það þarf að upp- ræta svona viðhorf og það er hluti af okkar starfi líka í þessari vitundar- vakningu. Svona er viðhorfið oft enn þá inni í embættismannakerfinu, lögreglunni og hjá dómurum,“ segir Þórunn og hin taka undir. Skömmin tekur oft mikið pláss í lífi þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og fylgir þeim í gegnum lífið. Færa ábyrgðina á gerandann „Annað sem er tengt þessum við- horfum er hvernig fólk bregst við. Þessi samfélagslegu viðhorf um að ef þú sagðir ekki nei eða öskraðir þá hafi þetta ekki verið nauðgun,“ segir Erla. Þau eru öll sammála um að einbeita þurfi sér að því að færa ábyrgðina yfir á gerandann, ekki þolandann. Ný herferð undir yfir- skriftinni „Fáðu já“ er að þeirra mati gott skref. „Það er alltaf verið að taka ábyrgðina af ofbeldisfólki,“ segir Þórunn. „Við sjáum það í niður- fellingum frá saksóknara, ekki er loku fyrir það skotið að um hafi verið að ræða – og ég er að vísa beint í niður fellinguna – langvarandi og harkalegt kynlíf. Það voru áverkar og það var útskýrt svona í niðurfell- ingunni,“ segir Anna Bentína. „Sem betur fer er það að komast inn í umræðuna að færa ábyrgðina yfir á gerandann. Þú þarft ekki að segja nei heldur þarf að fá já. Það snýr dæminu dálítið við,“ segir Þór- unn. Samfélagslegt vandamál Baráttumál Stígamóta hafa alltaf verið að opna umræðuna um kyn- ferðisbrot. „Þessi mál eru ekki einkamál kvenna. Þetta er sam- félagslegt vandamál. Af hverju er svona mikið ofbeldi í sam félaginu? Hvað er að og af hverju gerist þetta?“ segir Þórunn. Þarna er greinilega um mikið hagsmunamál að ræða. Það er þó farið að líða að lokum enda komið að hinum eigin- lega starfsmannafundi og Guðrún Jónsdóttir, talskona félagsins, bíður eftir að komast í Skype-samtal við ráðgjafana en hún er stödd í Nor- egi. Ráðgjafarnir setjast á starfs- mannafund og ræða málin áður en þeir taka á móti skjólstæðingum sínum. Viðhorfin þurfa að breytast Grasrótarsamtökin Stígamót fagna í ár 25 ára afmæli sínu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan samtökin voru stofnuð og margt breyst, bæði í starfinu sem og viðhorfum samfélagsins. Á dögunum hlutu Stígamót Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi og þá aðstoð sem samtökin veita þeim sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi. RÁÐGJAFARNIR Hjá samtökunum starfa nú níu ráðgjafar auk talskonunnar Guðrúnar Jónsdóttur sem var stödd í Noregi þegar myndin var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 7.000 hafa leitað til Stígamóta síðan samtökin voru stofnuð. 617 leituðu í heildina til Stígamóta árið 2014 280 nýir brotaþolar 56 nýir aðstand- endur 2.146 viðtöl voru tekin 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -B 8 C C 1 7 6 8 -B 7 9 0 1 7 6 8 -B 6 5 4 1 7 6 8 -B 5 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.