Fréttablaðið - 04.04.2015, Side 52

Fréttablaðið - 04.04.2015, Side 52
FÓLK|HELGIN KATRÍNARTÚNI 12 WOWTRAVEL.IS WOWTRAVEL@WOWTRAVEL.IS LÍFIÐ ER LJÚFT DRAUMAFERÐ TIL GARDA VATNSINS Frá: 159.900 kr. INNIFALIÐ: Flug með sköttum og gjöldum, akstur til og frá flugvelli, 5 kg í handfarangur, gisting í 7 nætur á Park Hotel Oasi með 1/2 fæði og íslensk fararstjórn með Lilju Hilmarsdóttur Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Gardavatnið, stærsta stöðuvatn Ítalíu þar sem náttúrufegurðin er engu lík Verð á mann í tvíbýli.Tímabil: 16. til 23. júní 2015 travel Fyrr í vikunni hlaut mat-reiðslubók Gunnars Karls Gíslasonar, matreiðslu- meistara á Dill Restaurant, og Jody Eddy rithöfundar matar- bókaverðlaun Alþjóðasambands matreiðslumeistara í flokki al- þjóðlegra matreiðslubóka. Bókin, sem ber heitið North: The New Nordic Cuisine of Iceland, tók tvö ár í smíði og inniheldur sögu veitingastaðarins Dill ásamt uppskrift- um þaðan en ekki síður ítarlega um- fjöllun um þá góðu birgja og framleiðendur sem veitingastað- urinn hefur skipt við undanfarin ár. „Draumur minn var alltaf að gera óhefðbundna mat- reiðslubók þar sem áherslan væri ekki síður á sam- starfsfélaga okkar sem alla tíð hafa haldið sterkt í íslenskar hefðir. Þannig er matreiðslubókin blanda af skemmtilegum upp- skriftum, fróðleik og ekki má gleyma öllum þeim fallegu lands- lagsmyndum sem prýða bókina.“ Kveikjuna að matreiðslubók- inni má rekja til samstarfs höf- undanna fyrir nokkrum árum. „Jody starfaði sem ritstjóri hjá ART Culinary sem var að skrifa grein um íslenska veitingastaði. Dill kom þar við sögu og hún reyndist hrifin af staðnum. Stuttu síðar hafði hún samband og spurði mig hvort við vildum vera með í matreiðslubók þar sem nokkrir ólíkir veitingastaðir áttu efni. Við vinnslu hennar sátum við yfir spjalli eitt kvöldið þar sem hún spurði mig hvort ég hefði áhuga á að gera eigin mat- reiðslubók. Ég sagði henni frá hugmynd minni sem ég taldi þá of dýra fyrir íslenska markaðinn en hún stakk upp á því að gefa hana út erlendis í staðinn. Hugmyndin kom mér í opna skjöldu enda hafði mér aldrei dottið það í hug. Úr varð að við ákváðum að gefa út bók saman og vinna við gerð hennar hófst fljótlega. Í kjölfarið fengum við okkur umboðsmann í Bandaríkjunum og settum allt í gang.“ FRAM ÚR VONUM Jody kom fimm sinnum til lands- ins ásamt ljósmyndara bókar- innar og ferðuðust þau þrjú að sögn Gunnars tvo hringi kringum landið. „Við tókum mörg viðtöl við framleiðendur víða um land við iðju sína en líka mjög margar fallegar landslagsmyndir. Dill hef- ur alltaf sótt innblástur í íslenska ómengaða náttúru og því vildum við gera mikið úr fallegum lands- lagsmyndum.“ Allar uppskriftir bókarinnar eru úr smiðju Dills en Gunnar segist hafa grafið upp alla mat- seðla staðarins frá upphafi. „Ég valdi alla uppáhaldsréttina mína en þeir eru af öllum gerðum, bæði einfaldir og flóknir. En burtséð frá því hvort fólk hefur gaman af uppskriftum eða ekki þá inniheldur bókin mikið lesmál og fróðleik.“ Að sögn Gunnars munu verð- launin vafalaust hafa mikil og jákvæð áhrif á sölu bókarinnar og um leið gefa höfundunum tveimur byr undir báða vængi varðandi frekari útgáfu. „Þessi verðlaun eru ein af stærstu matarbókaverðlaunum í Banda- ríkjunum og því eðlilega mikill heiður fyrir okkur tvö. Bókin fór í sölu ytra í september og hefur salan farið fram úr björtustu vonum okkar og útgefanda okkar sem er í skýjunum yfir þessum árangri. Nú er ég farinn að undir- búa næstu bók en á þessu stigi er of snemmt að segja hvernig hún verður enda veit ég það varla sjálfur. Hún mun þó vafa- laust einblína á einfaldari mat.“ INNBLÁSTUR FRÁ NÁTTÚRUNNI VERÐLAUNABÓK Íslensk matreiðslubók hlaut á dögunum alþjóðleg matar- bókaverðlaun. Auk uppskrifta er lögð áhersla á landslagsmyndir og fróðleik. M Y N D /Ú R EIN K A SA FN I MIKIL FJÖLBREYTNI „Þannig er matreiðslubókin blanda af skemmtilegum uppskriftum, fróðleik og ekki má gleyma öllum þeim fallegu landslagsmyndum sem prýða bókina.” 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 B -0 4 5 C 1 7 6 B -0 3 2 0 1 7 6 B -0 1 E 4 1 7 6 B -0 0 A 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.