Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 56

Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 56
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 4. APRÍL 20154 MARGIR KOSTIR ÞESS AÐ FERÐAST FYRIR HEILSUNA Frítími er mikilvægur heilsunni, að eiga tíma sem hver og einn ráðstafar sjálfur þar sem hægt er að upp- fylla drauma, þrár og þarfir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem er hamingjusamt lifir lengur. Þess vegna er gott að ferðast, bæði til skemmtunar og fyrir heilsuna. TÝNDA BORGIN Í PERÚ Forna Inkaborgin Choque- quirao í Perú fellur oft í skugga Machu Picchu sem er þekktasta kennileiti Perú og það vinsæl- asta á meðal ferðamanna. Færri þekkja borgina Choque- quirao sem er þó mun stærri en Machu Picchu. Ástæðan er þó skiljanleg þar sem gangan að borginni fornu er ein sú allra erfiðasta í Perú. Ganga þarf 18 km frá bænum Cachora að fjallinu Capuliyoc. Þaðan er gengið niður að Playa Rosalinas þar sem gist er yfir nótt. Göngumenn þurfa síðan að fara yfir Apuímac-ána og ferðast 8 km í bröttu fjallendi að tjaldstæði nærri rústunum. Næsta morgun tekur við tveggja kílómetra þramm að rústunum sem eru í 3.100 metra hæð yfir sjávarmáli. Gangan fram og til baka tekur því sex til sjö daga. Gestafjöldinn er lítill. Þegar mest lætur koma 30 manns á dag til borgarinnar. Til viðmiðunar er gestafjöldi í Machu Picchu 2.500 manns á dag. Talið er að borgin hafi verið byggð um svipað leyti og Machu Picchu, í kringum 1445. Borgin er stór og enn eru að finnast nýjar fornminjar. ● Ferðalög víkka sjóndeildarhringinn og hjálpa fólki við að sjá heiminn í öðru ljósi. ● Ferðalög gera fólk sveigjanlegra. Sama hversu vel skipulagt ferðalagið er þá kemur alltaf eitthvað upp á. Aðstæður krefjast þess þá að fólk endurskipuleggi sig og geri aðrar ráðstafanir. ● Ferðalög gera fólki kleift að setja hluti í samhengi. Flestum finnst þeirra eigin vandamál vera þau verstu í heimi, þar til þeir sjá með eigin augum að aðrir þjást meira. ● Ferðalög hvetja til hreyfingar. Flest ferðalög fela í sér skoðunarferðir, gönguferðir eða jafnvel fjallgöngur. ● Á ferðalögum getur fólk smakkað hollan mat sem það hefur ekki bragðað áður. Þannig gæti fólk fengið önnur næringarefni í kropp- inn en það er vant og notið góðs af. ● Ferðalög auka samveru fólks. Þegar fólk ferðast saman, hvort sem það eru vinir eða fjölskylda, verður hópurinn nánari við að deila sömu reynslu og upplifun. TÝNT VEGABRÉF Á ER LENDRI GRUNDU Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að um tvo kosti sé að velja ef vegabréf týnist eða því er stolið á ferðalagi erlendis. Hægt er að leita til sendiskrif- stofu eða ræðismanna Íslands og fá útgefið nýtt ferðaskilríki en sendiráð sem búa yfir rafrænum umsóknarbúnaði geta tekið við umsóknum um nýtt vegabréf. Þar sem slíkur búnaður er ekki til staðar er gefið út neyðarvega- bréf, handskrifað ferðaskilríki sem gildir að hámarki í 12 mánuði. www.utanrikisraduneyti.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Frí þráðlaus internet - tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 A -5 7 8 C 1 7 6 A -5 6 5 0 1 7 6 A -5 5 1 4 1 7 6 A -5 3 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.