Fréttablaðið - 04.04.2015, Síða 70
Fáðu þér áskrift á 365.is
| 20:35
BLÓÐBERG
Blóðberg er gamansöm kvikmynd með alvarlegum undirtóni
um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum og segir sögu
hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur.
Myndin er frumsýnd á Stöð 2 áður en hún fer í kvikmyndahús.
| 22:00
THE BOOK THIEF
Áhrifamikil mynd sem gerist á
tímum seinni heimsstyrjaldar-
innar.
| 07:00-20:30
BARNAEFNI ALLA DAGA
Vandað talsett barnaefni og
skemmtilegir þættir fyrir
yngstu áhorfendurna alla
daga á Krakkastöðinni.
MEIRIHÁTTAR
PÁSKADAGUR!
| 18:55
RIO 2
Frábær teiknimynd frá 2014
um fuglaparið Blu og Jewel
sem nú hafa eignast þrjá
unga.
365.is
Allt þetta og meira til í Skemmtipakkanum
á aðeins 310 kr. á dag. Nánari upplýsingar á
FRUMSÝNIN
G!
| 22:30
NOAH
Russell Crowe leikur hinn sögufræga Nóa úr biblíusögunni um
Örkina hans Nóa. Sjálfur Guð vitjar hans og segir honum að
framundan sé flóð sem muni valda útrýmingu lífs á jörðinni.
Það telst kannski ekki til tíð-
inda að Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar komi út á Íslandi.
Passíusálmarnir eru eitt örfárra
bókmenntaverka íslenskra höf-
unda sem samfellt hafa verið til
á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu.
Á næsta ári verða liðin 350 ár frá
því að Passíusálmarnir komu fyrst
út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru
fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er
komin á markað 92. útgáfa Pass-
íusálmanna og er útgefandi og
leiðsögumaður Mörður Árnason
íslenskufræðingur. Mörður setur
efni sálmanna fram með nýjum
hætti og leitast við að leiða lesand-
ann um þetta meistaraverk í sögu
íslenskra bókmennta.
„Í raun varð þessi útfærsla til
á milli mín og Kristjáns B. Jón-
assonar, útgefanda hjá Crymo-
geu. Ég átti síðan mjög gott sam-
starf við Birnu Geirfinnsdóttur
bókahönnuð,“ segir Mörður sem
unnið hefur að útgáfunni síð-
asta árið. „Grunnurinn að þessu
er að Passíu sálmarnir eru auð-
vitað aðgengilegir og skiljanlegir,
sérstaklega stöku vers en þegar
horft er á þetta mikla verk í heild
verður erfiðara að halda yfirsýn.
Sálmarnir eru frá 17. öld sem er
orðin okkur nokkuð fjarri og því
getur verið gott að fá kannski smá
aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í
huga að heimssýnin og lífsbarátt-
an var allt önnur en hún er í dag
og því reyndi ég að nálgast verk-
efnið með tvö meginmarkmið að
leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja
Passíusálmana til okkar tíma með
texta og skýringum og í öðru lagi
að flytja lesendur til 17. aldar með
því að hrífa þá með í ferðalagi um
þetta einstaka bókmenntaverk.
Ég reyni að gæta þess að flækj-
ast ekki fyrir heldur koma að
þessu sem leiðsögumaður. Gefa
ábendingar um það sem gæti
verið gaman fyrir lesandann að
gefa nánari gaum, koma á fram-
færi ýmsum kenningum og fróð-
leik en lesandinn á alltaf að ráða
för og njóta ferðarinnar. Verkið
kann að þykja nýstárlegt en er í
raun og veru mjög gamaldags rit-
stýring. Ég er ekki að róta í ævi
skáldsins eða skapgerðareinkenn-
um. Reyni fremur að skýra text-
ann og setja lesandann inn í tíðar-
anda, Biblíuna, bragfræðina og
sitthvað fleira.“
Mörður bendir á að kristin trú
sé að sjálfsögðu kjarni Passíu-
sálm anna. „En þeir eru ekki ein-
göngu trúarrit. Þetta eru heims-
bók menntir. Sagan sem greinir
frá í sálmunum, sjálf píslarsagan,
er ein sú kunnasta í veröldinni og
gríðarlega dramatísk. Útleggingar
Hallgríms eru frábærar og þarna
er að finna einstaklega fallega,
ljóðræna kafla sveipaða dulúð.
Þarna er líka ýmislegt sem kemur
á óvart því það er ákveðinn fram-
andleiki sem sautjánda öldin skap-
ar. Ég býð því lesandanum upp á
stutta kafla sem tengjast við stöku
sálma um mál og stíl, bragarhætti
og persónur. Þarna er til að mynda
að finna kafla um Pílatus sem má
segja að sé stærsta aukapersónan
og kafla um gyðinga og hvort að
beri á hugsanlegri andúð í þeirra
garð í sálmunum. Þannig að þarna
er að finna sitt af hverju tagi fyrir
fróðleiksfúsa og ég vona að bókin
hjálpi sem flestum til þess að njóta
sálmanna betur.“ magnus@frettabladid.is
Leiðsögumaður
um Passíusálmana
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru komnir út í sinni 92. útgáfu en í fyrsta
sinn fylgir leiðsögumaður með í förinni um þetta mikla 17. aldar meistaraverk.
LEIÐSÖGUMAÐUR Mörður Árnason íslenskufræðingur er útgefandi og leiðsögumaður í 92. útgáfu Passíusálmanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fyrir utan Kross
Hér er lítið dæmi um það efni sem Mörður setur fram til skýringa og
skemmtunar. En hér fjallar Mörður um þrítugasta og annan sálm: Um það
visnaða og græna tréð.
Ein af mörgum gamansögum um Passíusálmana og viðtökur þeirra
meðal alþýðu er af kerlingunni sem átti að setja niður á bæ og þverneitaði
þeirri vist sem ákveðin var. Menn urðu undrandi því kerlingin var allajafna
góðlynd og meðfærileg. Þegar hún var spurð hverju sætti kom upp úr
kafinu að bærinn þar sem hún átti að vistast lá tveimur bæjarleiðum utan
við bæinn á Krossi. Og út fyrir Kross vildi hún ekki fara. Í Hallgrímssálmum
stæði að
holdið má ei fyrir utan Kross
eignast á himnum dýrðarhnoss.
Ef til vill liggur hér að baki að forsetningin fyrir utan er í versinu höfð í
danskri merkingu: án– sem ekki er víst að hafi átt greiða leið til almúga-
fólks.
MENNING
4. apríl 2015 LAUGARDAGUR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
8
-B
8
C
C
1
7
6
8
-B
7
9
0
1
7
6
8
-B
6
5
4
1
7
6
8
-B
5
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
8
8
s
_
3
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K