Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 74

Fréttablaðið - 04.04.2015, Page 74
LÍFIÐ 4. apríl 2015 LAUGARDAGUR TRÓPÍ fæst núna líka í 1. lítra fernum Náttúru- lega góði safinn © 20 15 T he C o ca C o la C o m p an y - al l r ig ht s re se rv ed Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2015-2016 Innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2015-2016 stendur yfir hjá Tónlistarskóla FÍH til 10. apríl n.k. • Sótt er um skólavist á heimasíðu skólans www.tonlistarskolifih.is og á rvk.is (Rafræn Reykjavík). • Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann. • Umsækjendur fá bréf um miðjan apríl um tíma fyrir inntökupróf en þau fara fram dagana 24.-25. apríl n.k. • Umsækjendur fá svar um skólavist í byrjun maí. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi. Skólinn hefur mikla sérstöðu meðal tónlistarskóla landsins þar sem kennd er hefðbundin tónlist (sígild tónlist) og rythmisk tónlist (djass, popp og rokk). Tónlistarskóli FÍH býður nemendum sínum gott náms- umhverfi og fjölbreytt námsframboð og um leið gerir skólinn kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Páskahelgin er í algleymingi með tilheyrandi kjötáti og veisluföng- um. Vigdís Linda Jack hefur til- einkað sér svokallaðan vegan- lífsstíl í fjögur ár og saknar einskis við þungar kjötmáltíðir og sykraðar kræsingar. Vigdís stóð fyrir sérstöku páska- veislunámskeiði ásamt eiginmanni sínum, Adrian López. Stóð öllum til boða að koma og læra að töfra fram dýrlegar veislumáltíðir án dýra- afurða og fengu þau góð viðbrögð. „Ég hef verið á þessari línu síðan maðurinn minn greindist með sykur sýki, of háan blóðþrýsting og hátt kólesteról. Við tókum höndum saman og níu mánuðum síðar var hann laus við öll lyf,“ segir Vigdís sannfærandi. Vigdís vísar á bug að fjölbreytn- inni sé ekki fyrir að fara hjá þeim sem aðhyllast veganfæði. Hún segir kræsingarnar fjölmargar og að af nægu sé að taka og einskis þurfi að sakna. Hún og fjölskylda hennar eru til að mynda ekki minna spennt fyrir páskahátíðinni en þeir sem temja sér hefðbundnara páska- fæði. „Við erum alveg jafn spennt fyrir þessu og því sem við borðuð- um áður en við breyttum um lífs- stíl. Okkur þykir þetta ofboðslega gott og uppáhaldslúxusmaturinn okkar er sennilega heslihnetubuff með rauðri tómatsósu sem slær alltaf í gegn.“ Fyrir þá kjötsjúku má alveg henda í eins og eina glútensteik, en sú á að vera ansi lík kjötmeti undir tönn auk þess að vera sáraeinföld í framkvæmd. „Í grófum dráttum er hveiti og vatni blandað saman svo úr verði seigt efni. Það er svo skolað upp úr vatni og kryddað til. Þessu má hæglega skella í rasp eða hvað svo sem manni dettur í hug,“ útskýrir Vigdís. Fyrir þá sem treysta sér til og vilja stíga út fyrir páskalærishefð- ina ætlar Vigdís að bjóða upp á upp- skrift að innbökuðu tófúspínati og guðdómlegri hráfæðisköku til að hafa í eftirrétt. gudrun@frettabladid.is Ekkert minna spennt fyrir að halda upp á páskahátíðina Grænmetisætur halda upp á páskana af sama þunga og þeir sem raða í sig stórsteikum. „Möguleikarnir endalausir,“ segir Vigdís Linda Jack en hún og eiginmaður hennar, Adrian López, halda upp á veganpáska. Innbakað tófúspínat 1 laukur 1 askja sveppir Smátt saxað og hitað í 1-2 msk. af olíu 1 tsk. timjan (má sleppa) 1 tófú, mulið 1 b ferskt spínat, smátt saxað 5 msk. mjólkur- og eggjalaust majónes 1 hvítlauksrif 1 msk. laukduft 1 msk. næringarger 1 msk. kjúklingalaust kjúklingakrydd (sjá uppskrift að neðan) 1 msk. maizenamjöl 2 tsk. hvítlaukssalt ¼ tsk. basilíka Smá fínmalaður þari Öllu blandað saman og síðan er lauknum og sveppunum bætt út í. Síðan er þessi fylling sett inn í smjördeig (smjördeig sem er með olíu í stað smjörs) og bakað við 180°C í 20 mín. Botn: 1 bolli möndlur 1 ½ bolli haframjöl ½ tsk. salt 2/3 b kókosolía 2-3 msk. vatn 12 döðlur (gott að leggja í bleyti í 10 mín. í sjóðandi vatni til að mýkja) Blandað í blandara þar til mjúkt og þjappið niður í kökuform. Krem: 16 döðlur eða meira e. smekk 1 dós kókosmjólk Thai Choice 4 msk. karóbduft 2 tsk. maizenamjöl 1 tsk. salt 1 tsk. vanilludropar Blandað í blandara þar til mjúkt. Frystið í nokkrar klukkustundir, takið út og látið þiðna í smá tíma áður en borið er á borð og skreytt með jarðar berjum. Páskahrákaka F RÉ TT AB LL AÐ IÐ /E RN IR HLAKKA TIL PÁSKANNA Adrian og Vigdís eru ekkert minna spennt fyrir páskahátíðinni en þeir sem temja sér hefðbundið páskafæði. Ég hef verið á þessari línu síðan maðurinn minn greindist með sykursýki, of háan blóðþrýsting og hátt kólesteról. Við tókum höndum saman og níu mánuðum síðar var hann laus við öll lyf. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 8 -0 B F C 1 7 6 8 -0 A C 0 1 7 6 8 -0 9 8 4 1 7 6 8 -0 8 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 8 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.