Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 13
fólks á viðfangsefninu. Eitt skref er tekið í einu. „Ég hef fengið fólk upp að mér sem hefur sagt við mig að ég hafi hreyft við femínistanum í því og mér þykir alltaf vænt um það. Við reynum kannski líka að vera fyrirmyndir og tölum hvort við ann- að af virðingu um þessi málefni, þetta eru oft viðkvæm málefni sem margir eiga til að æsa sig yfir,“ seg- ir Anna Tara. „Fyrir mitt leyti finnst mér þetta bara gaman. Mér finnst gaman að uppgötva nýja hluti hvað varðar femínisma og allt sem honum tengist. Öll mín uppáhalds- áhugamál, sem eru myndasögur, bíómyndir og poppkúltúr, eru nátt- úrulega löðrandi í karlmennsku. Það er ekki mikið jafnvægi þar og karl- mennirnir eru ofan á. Í raun ógna femínískar hugmyndir öllu sem ég hef brennandi áhuga á. En það truflar mig ekki og eyðileggur ekki áhugamálin mín fyrir mér, heldur finnst mér bara gaman að sjá hina hliðina, vera meðvitaður og skilja kynjamisréttið. Þess vegna var ég mjög glaður að sjá nýju Mad Max- myndina, þar sem kona leikur aðal- hlutverkið, og varð mjög ánægður,“ segir Hugleikur og brosir. Má grínast með nauðganir? Spjallið leiðist út í umræðu um grín og vangaveltur um hvort megi gera grín að ákveðnum málum eða ekki. Er fólk í dag orðið viðkvæmt fyrir gríni? „Ég veit hreinlega ekki hvort fólk er viðkvæmara núna eða hvort Facebook sé bara til. Í mörgum til- fellum eru samskiptamiðlar búnir að breyta hvernig er talað og hugsað um svo marga hluti. Það heyrast miklu fleiri raddir og skoðanir í krafti Facebook,“ segir Hugleikur. „Það er meira og meira gagnrýnt hvað má djóka með og hvað ekki. Ég hef séð komment og greinar á netinu þar sem er lögð áhersla á að það megi ekki grínast með nauðg- anir. En grín er leið til að nálgast ákveðið umræðuefni eða málefni. Nauðgunarbrandari sem gerir grín að brotaþola er hins vegar ekki brandari heldur árás, en grínistar hafa lengi grínast með eitthvað al- vörutengt til þess að sýna fram á hversu fáránlegt viðkomandi málefni er og það virkar.“ Anna Tara tekur undir þetta. „Ég heyri þetta líka, að það sé bannað að segja nauðgunarbrandara og ég skil hvaðan þau rök koma. Fyrir mér er lykillinn að því að segja nauðgunarbrandara sá að gera grín að gerendanum eða samfélaginu en ekki þolandanum. Þegar brandarinn er settur upp þannig þá dýpkar það stundum skilning á hversu klikk- aður raunveruleikinn er og getur það oft verið þolendum í hag,“ segir Anna Tara. Brandarar Hugleiks eru þekktir fyrir að hafa fremur svartan brag á sér en á sama tíma vekja þeir mann oft til umhugsunar um blákaldan raunveruleikann. Hann segir það daglegt brauð að fólk móðgist yfir bröndunum hans en finnst það allt í lagi. „Ekki það að mér finnist gaman að ögra, mér finnst bara gaman að fólk hafi skoðanir á hlutunum. Ef einhver verður reiður yfir því sem ég segi eða teikna þá finn ég ekki þörfina til að leiðrétta eða útskýra. Margir verða pirraðir á Face- book-síðunni minni og eru fyrir vik- ið gjarnan kallaðir teprur eða húm- orslausir af öðrum en að mínu mati má viðkomandi bara vera tepra eða húmorslaus, það er ekkert að því og bara nauðsynlegur hluti af flórunni,“ segir Hugleikur. Orðin meðvitaðri „Jafnvel erum við kröfuharðari um að sýna hvert öðru virðingu og er- um orðin minna sjálfhverf, meðvituð um afkomu og staðsetningu annarra í samfélaginu. Kannski er það ekki neikvætt hvað við erum viðkvæm,“ svarar Anna Tara. „Já, mér finnst líka vera ákveðið tímabil í gangi núna þar sem gagn- rýni á húmor og sérstaklega húmor sem snýr að kynjamisrétti eða kven- fyrirlitningu á einhvern hátt er í ein- hverskonar hámarki og mér finnst það frábært!“ bætir Hugleikur við. Að því sögðu er það áhugavert hvað unga kynslóðin hefur látið í sér heyra að undanförnu, sbr. byltingar á samfélagsmiðlum, Free the nipple, Þöggun, Konur tala og 6dagsleikinn. „Fyrir mína parta myndi ég segja að þetta væru okkar bestu tímar, þó ég hafi nú ekki lifað langa ævi en það eru góðir hlutir að gerast núna í þessum málum,“ segir Anna Tara. „Það sem er að gerast í dag, þessar byltingar og svona, er allavega að hjálpa þessum þáttum mikið. Það er ekki skortur á umræðuefnum,“ segir Hugleikur að lokum. Þetta skemmtilega dúó heldur áfram að tala um mál sem snerta okkur flest en fáir þora að ræða op- inberlega. Hægt er að hlusta á eldri þætti í gegnum Sarpinn á ruv.is en næsti þáttur verður á dagskrá 1. júlí. Morgunblaðið/Eggert 28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.