Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 14
Heilsa og hreyfing Morgunblaðið/Ásdís *Hvað gerist í líkamanum þegar við hlæjum?Blóðþrýstingur lækkar, stresshormónminnka og heilinn sleppir út endorfíni ogþví fylgir vellíðan. Einnig styrkjast maga-vöðvar og hjartað pumpar hraðar, sem hef-ur góð áhrif á líkamann. Kostir hláturs erufjölmargir, bæði fyrir líkama og sál, enda fátt skemmtilegra en gott hláturskast. Eini ókost- urinn er að maður gæti pissað á sig af hlátri. Gott hláturskast gulli betra Hvítlaukurinn hefur verið notaður í mat í sjö þúsund ár og má lesa um hann í matargerð hjá Egyptum, Rómverjum, Grikkjum og Kín- verjum. En hann er ekki aðeins góður til að bragðbæta mat, heldur er hann líka allra meina bót ef marka má allar þær greinar á netinu sem dásama hann. Í hvítlauk má finna efnið allicin, sem hefur bætandi áhrif á heils- una, en einnig er hann ríkur að C- og B6- ítamíni, kalki og trefjum. Hann á að geta lækkað bæði blóðþrýsting og kólesteról, fyr- irbyggt kvef og pestir og jafnvel lengt lífið. Margir nota hvítlaukinn í annað en mat en sagt er að gott sé að nudda honum á bólur, frunsur og jafnvel baða sveppasýktar tær upp úr hvítlauksblönduðu vatni. Þá má nudda honum á húðina til að bægja burt moskító- flugum. Og ef þið mætið einhvern tímann varúlfi, djöfli eða vampíru er gott að vera með hvítlauk á sér til öryggis. NYTSAMLEGUR OG BRAGÐGÓÐUR Í 7.000 ÁR Hvítlaukur er allra meina bót Hvítlaukurinn er til margs nýtur og góður í mat en einnig hefur hann góð áhrif á heilsuna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson O ft er talað um að einhver sé með gullfiskaminni og þykir sá hinn sami ekki sérlega minn- ugur. En hvernig skyldi okkur fólkinu ganga að temja hugann og halda einbeitingu? Nú sýnir ný rannsókn á veg- um Microsoft að mannfólkið getur aðeins haldið athyglinni óskertri í átta sekúndur; einni sekúndu skemur en gullfiskur og fjór- um sekúndum skemur en kom fram í síð- ustu rannsókn frá árinu 2000. Stanslaust áreiti frá allri þeirri nútímatækni sem herj- ar á manninn er það sem veldur þessum einbeitingarskorti. Snjallsímar, tölvur og skjáir af ýmsu tagi eru fyrir augunum all- an daginn og valda því að við stöldrum alls staðar stutt við því alltaf er eitthvað annað sem glepur. Hvernig Microsoft mældi ein- beitingu gullfiskanna fylgir ekki sögunni og er hér látið liggja á milli hluta. Er leiðin raunverulega greið? Flestir telja að þeir séu afar færir í að gera marga hluti í einu og tala um að „múltítaska“ á enskuskotinni íslensku, en sannleikurinn er sá að manneskjan með- tekur aðeins takmarkaðar upplýsingar þeg- ar margt er í gangi í einu. Gott dæmi er þegar talað er í símann á keyrslu. Þú með- tekur eina stundina að gatan sé auð og augnabliki síðar heldur þú að hún sé það enn af því að heilinn virðist taka eins kon- ar skjáskot af veginum. Þannig segir heil- inn þér að leiðin sé greið þegar hún er það ekkert endilega lengur. Unglingar háðir samfélagsmiðlum Önnur rannsókn sýnir að það tekur tölu- verðan tíma að ná einbeitingu aftur ef þú ert sífellt að flakka á milli miðla eða tækja. Þannig gæti það tekið 15 til 25 mínútur að komast aftur í gírinn í vinnunni eftir að hafa lent í símtali eða skoðað tölvupóstinn. Sumir sem reyna að minnka notkun sam- félagsmiðla hafa upplifað eins konar „drauga-textaheilkenni“, þ.e. þeim finnst þeir heyra hljóð úr síma eða tölvu þegar ekkert slíkt er. Unglingar eru sá hópur sem verður helst fyrir þessu, en þeir nota samfélagsmiðlana mjög mikið og sumir tala við vini sína í gegnum tæki meira en í eig- in persónu. Ef tækin í kringum þig eru farin að hafa slæm áhrif á líf þitt er best að slökkva á þeim. Ef það gengur ekki, til dæmis í vinnunni, er margt til ráða til að skerpa á einbeitingunni. Heilinn ferskur á morgnana Nokkur ráð hafa reynst fólki vel. Gott er að nýta morguninn á meðan heilinn er ferskur og fullur af orku. Kláraðu fyrst verkefni sem eru erfið eða krefjast sköp- unarhæfileika. Næst skaltu ráðast á þau mikilvægu verkefni sem þola enga bið og síðast á tölvupóst og önnur minni verkefni. Gott er að taka sér pásu í 3-5 mínútur á hverri klukkustund. Ekki vanmeta lækn- ingamátt náttúrunnar, farðu út í göngu í hádeginu og heilinn mun endurnærast. Einnig er talið sniðugt að gera eitthvað öðruvísi og óvænt eins og að laga til á tölvuskjánum eða á skrifborðinu. Heilinn mun örvast og mynda dópamín sem hjálpar við einbeitingu. Ef þú vinnur í opnu rými getur það hjálpað mikið að vinna með heyrnartól og útiloka þannig utanaðkomandi áreiti. Ef við förum eftir þessum ráðum er möguleiki að við náum að komast aftur upp fyrir gullfiskana í næstu rannsókn. Tölvuskjáir og símar valda því að einbeitingin helst aðeins í átta sekúndur, samkvæmt könnum Microsoft. Morgunblaðið/Ásdís EINBEITINGARSKORTUR MANNSINS Af fólki og fiskum GULLFISKAR GETA EINBEITT SÉR LENGUR EN MAÐURINN SAM- KVÆMT NÝRRI RANNSÓKN HJÁ MICROSOFT. TÖLVUSKJÁIR OG SÍM- AR STUÐLA AÐ SKORTI Á EINBEITINGU. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir þá sem ekki nenna að stunda líkamsrækt gætu auknar bólfimisæfingar verið lausnin. Kynlíf hefur ótal kosti fyrir líkamann en talið er að þeir sem stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í viku séu með sterkara ónæmiskerfi en aðrir sem stunda kynlíf sjaldnar. Að auki er hreyfingin góð fyrir hjartað, lækkar blóðþrýst- ing, styrkir vöðva og brennir kaloríum. Ein könnun sýndi að þeir karlmenn sem stunduðu kynlíf tvisvar í viku væru í mun minni hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem stunduðu kynlíf aðeins einu sinni í mánuði. Einnig eykur kynlíf kynlöngunina, þú sefur betur og ert minna stressaður. Kynlíf er ákaflega gott fyrir grind- arbotn kvenna og hjálpar við að laga þvagvandamál sem margar konur þjást af eftir barnsburð. Við kynlíf leysist úr læðingi hormón sem getur linað þjáningar ýmiss konar, til dæmis verki í baki og fótleggjum en einnig höfuðverki. Nú þýðir lítið að nota gömlu afsök- unina með hausverkinn lengur. Svo getur kynlíf verið mun skemmtilegra en ræktin og eykur nánd og ást milli tveggja manneskja. Kynlíf styrkir ónæmiskerfið, hjartað, vöðva og linar ýmsar þjáningar. Getty Images FYRIR LÍKAMA OG SÁL Kynlíf fyrir heilsuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.