Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 34
Hvað er það sem heillar þig við tísku? Það er í sjálfu sér ekkert sem heillar mig beint við tísku. Ég hef gaman af því að þetta er tjáningarmáti fólks og maður getur lesið ágætlega í persónuleika eftir fatavali. Ég er hrifinn af fólki sem nær að mynda sér ákveðinn einkennisstíl þó svo að ég sé frekar nálægt norminu, ef það er til. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég reyni að vera nokkuð basic og snyrtilega til fara. Annars er erfitt að lýsa eigin fatastíl. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Þar sem ég bý erlendis hef ég mjög gaman af því að klæð- ast íslenskri hönnun. Þar er ekki mikið í boði fyrir okkur herr- ana, en ég hef gaman af að klæðast flíkum frá Gumma Jör. Ég á nokkrar skyrtur og jakkaföt frá hon- um sem ég kann að meta. Annars eru skandinavísku merkin í uppáhaldi hjá mér – klassísk, látlaus og nokkuð tímalaus hönnun. Hvað er þitt uppáhaldstískutrend þetta sumarið? Það eru að sjálfsögðu Bob-bolirnir sem eru fullkomnir í bolaveðr- ið sem er komið í Reykjavik. Ég kann líka að meta tennisskótísk- una; ég hef verið fastur í mínum Stan Smith-skóm lengi – en kannski slæmt að þeir voru ónýtir loksins þegar þeir náðu til Ís- lands. Einnig eru extra mjúku Birkenstock-inniskórnir mínir lík- lega mest notaða item-ið í þýska sumrinu. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég er farinn að þroskast í fatakaupum og leyfi mér aðeins dýrari og vandaðri flíkur í minna magni. Reyni að kaupa basic flíkur sem duga lengi og síðan er hægt að kaupa trend hvers tímabils í ódýrari keðjunum. Hvaða ráð getur þú gefið strákum í sínum fatakaupum? Það er nokkuð einfalt að vera strákur. Maður þarf að eiga góða skó – sneakers og aðeins dýrari leðurskó. Góðar gallabuxur, svartar og bláar. Bob-boli. Nokkrar skyrtur. Jakka, sem mega einnig vera vandaðri og aðeins dýrari. Þá er fataskápurinn góður fyrir hversdaginn! Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Maður á aldrei nóg af bolum og skyrtum. Ég skipti á milli fárra uppáhaldsgallabuxna en á mjög gott úrval af bolum og skyrt- um til skiptanna. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Johnny Depp er mjög svalur, hann á sér sinn stíl og púllar það. Það ætti samt enginn að reyna að leika það eftir. Svo eru svona gæjar eins og Balt- asar Kormákur sem virðist líka alltaf vera með þetta. Þessir tveir held ég að fari langt á persónuleika og þá verða þeir kúl, sama hverju þeir klæðast. Síðan finnst mér Beckham alltaf flottur gæi, þótt hann sé ekkert endilega með svakalegan fatastíl. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Adidas Originals-galli frá toppi til táar er lúkk sem ég myndi ekki vinna með. Áttu þér uppáhaldsflík? Barbour-jakkinn sem ég fékk í afmælisgjöf frá unnustunni er mitt uppáhald og verður það þangað til ég verð sjötugur, held ég, ég verð bara að passa upp á línurnar svo jakkinn geti fylgt mér. GAMAN AÐ KLÆÐAST ÍSLENSKRI HÖNNUN Gunnar Steinn segir fatastíl sinn einfald- an og heldur mikið upp á Barbour- jakkann sem hann fékk frá unnustu sinni í afmælisgjöf. Morgunblaðið/Styrmir Kári Farinn að þrosk- ast í fatakaupum LANDSLIÐS- OG HANDBOLTAKAPPINN GUNNAR STEINN JÓNSSON ER MEÐ SKEMMTILEGAN OG PERSÓNULEGAN STÍL. GUNNAR HÓF NÝVERIÐ FRAMLEIÐSU Á PEYSU- OG BOLALÍNU ÁSAMT RÓBERTI GUNNARSSYNI. LÍNAN TILHEYRIR MERKINU BOB REYKJAVIK OG ER UNNIN Í SAMSTARFI VIÐ UNICEF Á ÍSLANDI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ný lína Gunnars, Bob, fæst í versluninni Húrra Reykjavík. Leik- arinn Johnny Depp er með flottan, persónu- legan fatastíl. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Gunnar kann vel að meta tennisskótískuna og seg- ist hafa verið fastur í Stan Smith- skónum sín- um lengi. Gunnar heldur upp á ís- lenska fatamerk- ið JÖR. Baltasar Kormákur er ávallt svalur. *Einn virtasti förðunarlistamaður heims og nokkurs konar goðsögn íförðunarheiminum, Pat McGrath, var spurð spjörunum úr í samtalivið tískutímaritið Vogue. Þegar McGrath var spurð hvaða snyrtivöru hún teldi van-metnasta sagði hún að kinnalitur væri frábær vara sem gæfisamstundi ljóma og ýkti kinnbeinin og frískaði upp á andlitið.McGrath vat einnig spurð hver væri mest notaða snyrti- varan í töskunni. Hún sagði að það væri maskari, sem væri fljótlegasta leiðin til þess að draga athygli að augunum. Tíska AFP Pat McGrath Förðunarráð frá einum virtasta förðunarlistamanni heims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.