Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 49
við. Það vita það allir sem þekkja til að þýð- ingarstarf er alveg gríðarlega veigamikið fyr- ir tungumálið og menningarástandið í land- inu. Það er mjög mikilvægt að geta nálgast það best skrifaða í öðrum löndum í gegnum sitt eigið móðurmál,“ segir hann. Fá sænsku forlögin í samvinnu Bókamessan í Gautaborg er stærsta bóka- messa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir, þar af tæplega 1.400 fjöl- miðlamenn. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3.300 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur eru á messunni frá um 30 þjóðlöndum. „Sænsku forlögin eru með langstærsta plássið þarna. Það eru þó sýningarpláss frá um tuttugu eða þrjátíu öðrum löndum. Það sem gerir þessa messu líka svo einstaka er að hún er sambland af vörusýningu sem höfðar til almennings og einhvers konar bókahátíð. Það eru mjög margir salir af mis- munandi stærðum á svæðinu og prógrömm í gangi allan daginn. Þetta skiptist annars vegar í hluta sem við getum kallað lokaðan, þar sem þú þarft að kaupa þig inn á hvern einstakan viðburð, og svo sýningarsvæðið sjálft þar sem eru svið sem eru opin öllum,“ segir Sigurður. Hann bætir auk þess við að þeir höfundar sem ljá hátíðinni nærveru sína búa allir yfir fersku efni sem er væntanlegt, eða þegar komið út, á sænskum markaði á þessu ári. „Þannig færðu sænsku forlögin til að vinna með þér, þau taka mjög mikinn þátt í kynn- ingarstarfinu og koma höfundum sem fara utan á framfæri í fjölmiðlum ytra. Við höfum þó reynt að hafa fjölbreytnina sem mesta og þarna eru til að mynda þrír barnabókahöf- undar, þar af tveir sem tilnefndir eru til verðlauna Norðurlandaráðs í ár,“ segir hann en þess má einnig geta að með í för verða tvö ung skáld sem vinna undir formerkjum Meðgönguljóða, Kári Tulinius og Valgerður Þóroddsdóttir. Aðrir íslenskir höfundar og skáld sem taka þátt í dagskrá bókamess- unnar í Gautaborg eru Andri Snær Magna- son, Arnaldur Indriðason, Auður Ava Ólafs- dóttir, Árni Þórarinsson, Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Jónína Leósdóttir ásamt Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Jón Kalman Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Þórarinn B. Leifsson. Gerður Kristný Einar Már Guðmundsson Valgerður Þóroddsdóttir Andri Snær Magnason Auður Ava Ólafsdóttir Arnaldur Indriðason 28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Evrópukórinn Runby sin- gers heldur stutta tónleika strax í kjölfar messu sem hefst í Hallgrímskirkju klukkan 11 á sunnudag. Kórfélagar koma víða að úr Evrópu og var stjórnandinn, Jeremy Jackson, áður meðlimur Kings’ singers og kórstjóri hjá Kór Lundúna-Fílharmoníunnar. 2 Sýning á höggmyndum úr bronsi og gleri eftir pólsku listakonuna Ewu Rossano, 365 dagar af hrifningu, verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17 í dag, laugardag. Á sunnudag kl 19 flytur síðan pólska leikkonan Beata Malczewska einleik í Gafl- araleikhúsinu. Hvort tveggja er liður í verkefninu „Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu“. 4 Ingvar Högni Ragnarsson og Stuart Richardson munu á sunnudag kl. 15 ræða við gesti um verk sín á sýning- unni „Enginn staður“ sem nú stendur yfir í Hafnarborg, með verkum átta samtímaljósmyndara. 5 Rakel Pétursdóttir deild- arstjóri í Listasafni Íslands leiðir gesti á sunnudag klukk- an 14 um sýninguna Í birtu daganna í hinu forvitnilega Safni Ás- gríms Jónssonar listmálara (1876- 1958) að Bergstaðastræti 74. 3 Myndlistarmaðurinn Alex- ander Zaklynsky hefur opn- að sýningu á stórum mál- verkum sínum í Hörpu. Alexander, sem hefur komið víða við í reykvísku myndlistarlífi á undan- förnum árum, kallar sýninguna Constructed horizons. MÆLT MEÐ 1 helmingur dúósins er Ægir Þór Þórðarson, kærastinn minn. Við erum búin að búa sam- an hérna úti og spila undir þessum formerkj- um síðustu ár. Við höfum kallað þetta „bedroom production“ í gamni þar sem þetta er allt unnið heima fyrir. Við vorum komin með mjög mikið efni og vildum drífa í að koma þessu frá okkur, það er þó kannski spurning hvort við hefðum átt að bíða með útgáfuna í apríl þar til eftir útskriftina hjá mér. Maður er svo upptekinn,“ segir María en þess má geta að efni dúósins er eingöngu gefið út á netinu og á USB-lyklum. Heyrnartólatónleikar í Haag „MIMRA er engu að síður mitt hugarfóstur og það var stórt skref að halda þessa út- skriftartónleika. Það er ekkert á hverjum degi sem maður getur verið með risastórt band að spila fyrir fjölda manns. Þá er ég búin að halda nokkra tónleika með þessu efni. Á einum tónleikum, sem voru hluti af tónlistarhátíð hér í Haag, vorum við með heyrnartólatónleika með heilli hljómsveit. Það voru þá tóneikar þar sem áhorfendur sátu í kringum og á milli tónlistarmannanna með heyrnartól og lifandi flutningurinn á tónlistinni fór beint inn á mixer og út í heyrnartólin, í rauninni svona upptöku- tónleikar eins og Snarky Puppy og fleiri hljómsveitir hafa einhvern tímann staðið fyr- ir,“ segir María. „Annars er ég bara rosalega þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að búa erlendis og vinna að mínu og þróast sem listamaður. Maður er þó vissulega alltaf með hugann heima, spurning hvort maður komi aftur heim. Þetta er bara allt opið,“ segir hún að lokum. María segir að mastersnámið verði sett á hakann um sinn. Hún kveðst ætla að einbeita sér að upptökum og útgáfum á eigin tónlist á næstunni. Ljósmynd/Tinna Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.