Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 39
28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 ur hálshöggvinn og höfðinu stillt upp úti við með skrif- uðum skilaboðum hjá. Allt var þetta mikill óhugnaður. Nató voru óneitanlega mjög mislagðar hendur þegar bandalagið lagðist í svokallaðar vorhreingerningar í ríkjum araba í Norður-Afríku. Um svipað leyti ýttu Bandaríkin undir valdatöku Bræðralags múslima í Egyptalandi og skildu bandamann sinn þar til áratuga eftir á köldum klaka. Á öllu þessu svæði hefur óöld ríkt síðan. Ástandið í Írak, Jemen, Sýrlandi og á Sínaískaga bætist við. Talíbanar eru að leggja undir sig svæði í Norður-- Afganistan og gerðu í vikunni sprengjuárás á þing- húsið í Kabúl. Það er óneitanlega dálítið sérstakt að horfa til þeirra sem hæst létu yfir meintri þátttöku Íslands í Íraks- stríðinu. Ísland tók ekki þátt í því, eins og t.d. frændur okkar Danir, sem voru beinir þátttakendur í þeim hernaðarátökum. Eftir að ákvarðanir um árás á Írak lágu fyrir veitti Ísland, eins og tugir annarra ríkja, hefðbundnum bandamönnum sínum pólitíska stuðningsyfirlýsingu. Hún hafði engin áhrif á það hvort til hernaðaraðgerða kom eða ekki. Allt annað gilti um árásir á Túnis og Líbíu. Nató átti ekki aðild að árásunum á Írak. Fyrrnefndu árásirnar voru hins vegar gerðar undir fána og í nafni Nató og þurftu því að hafa fyrir fram samþykki íslenskra stjórnvalda, ella hefði ekkert orðið úr þeim. Gömlu „félagarnir“ úr Alþýðubandalaginu, hinar tístandi friðardúfur Steingrímur og Össur, náðu því þeim árangri í lífinu að stofna persónulega til stríðs á vegum Nató. Sömu menn sem á árum fyrr slitu sólum, hvenær sem færi gafst, til að komast á fund til að hrópa bandalagið niður. En einmitt þá sat Nató þó á friðarstóli, en kom í veg fyrir að Sovétvaldið næði að ógna Evrópu vestan járn- tjalds. Bandalagið hélt útþenslu kommúnista í skefjum með sáttmála sínum og því vopnavaldi sem hann studdist við. Afleiðingarnar Þeim „félögum“ verður ekki kennt um það, umfram aðra þá sem lögðust í vorvíkinginn, að aðgerðirnar þær reyndust eiginlega einu misheppnuðu aðgerðirnar í allri sögu Nató. Ríkisvaldið splundraðist í þessum löndum og snar- veiktist í Egyptalandi. Ríki íslams fékk fótfestu í Sýr- landi og svo í Írak og til hryðjuverkasamtakanna streymdu vopn frá Líbíu. Jemen riðaði til falls. Í kjölfarið hefur orðið óviðráðanlegur flóttamanna- straumur norður yfir Miðjarðarhafið og ekki þarf að vera eldri en tvævetur til að átta sig á að í þeim óstjórnlega straumi leynist mjög líklega hryðjuverka- fúsir menn frá Ríki íslams. Ótti við hryðjuverk fer vaxandi í þessum heimshluta. Heima í hollustunni Hér í hinu sólríka norðri var á hinn bóginn allt fremur kyrrlátt, og það jafnvel þótt stríðið um fundarstjórn forseta sé talið með. Í lok vikunnar kynnti að vísu nefnd um flugvallarmál á höfuðborgarsvæðinu tillögur sínar. Formaður nefndarinnar mætti í Kastljós, þar sem Helgi Seljan ræddi við hann. Sá umsjónarmaður vill gjarnan þjarma að viðmælendum sínum, a.m.k. þeim sem eiga slíkt meira en skilið af pólitískum ástæðum, eftir frjálsu mati hans. Þó virtist í byrjun að Helgi vildi í einlægni fá það út úr viðmælanda sínum út á hvað þessar óvæntu tillögur gengju eiginlega. En það varð fljótlega ljóst að honum yrði ekki kápan úr því klæðinu. Samtalið var næsta einstætt og er þeim sem af því misstu eindregið ráðlagt að láta eftir sér að hlusta á það í endurspilun. Það minnti helst á gamla grínþætti þar sem flutt voru tilbúin viðtöl við sérfræðinga eða sýslunarmenn. Niðurstaðan í slíkum þáttum varð jafnan sú að hvorki spyrjandinn, viðmælandinn eða áheyrendur vissu hvort þeir væru að koma eða fara. Formaður staðsetningarnefndarinnar minnti helst á flugmann sem fljúgandi í svarta þoku hafði ákveðið að slökkva á blindflugskerfinu til öryggis. Í Útvarpi Matthildi var einu sinni flutt svona viðtal við sérfræðing í málefnum eyrnasnepla. Vafalítið hafa stjórnendur Matthildar, í stjórnlausri sjálfumgleði sinni, talið að það viðtal yrði ekki slegið út, en þeir hljóta nú að vera nærri því að játa sig sigraða. Ljósasta atriðið Núverandi stjórnarflokkar kusu að hafa stjórnarsátt- mála sinn bæði langan og óljósan. Hann birtist sem blanda af vægt orðuðum viljayfirlýsingum, vangavelt- um og eins konar tilmælum til þeirra sem væru að taka við landstjórninni. Þannig er auðvitað hægt að hafa stjórnarsáttmála. Muna má eftir löngum og efnismiklum stjórnarsátt- málum þar sem reynt var að bútasauma stefnu um allt, stórt og smátt. Það undirstrikaði hins vegar að rík tor- tryggni væri til staðar hjá þeim sem voru að skipta með sér verkum. Slíkt samstarf stóð sjaldan lengi og endaði oftast illa. En í núgildandi stjórnarsáttmála var þó eitt ákvæði sem virtist sæmilega afgerandi, a.m.k. ef miðað er við önnur ákvæði hans: „Reykjavíkurflugvöllur er grund- vallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki sem hann hefur gert gagnvart landinu öllu þarf að tryggja framtíðarstaðsetningu hans í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu.“ Þetta virðist allt þokkaleg ljóst. Reykjavíkurflugvöllur er sagður grundvallarþáttur í samgöngum landsins. Þeir sem hefðu kosið knappan og hnitmiðaðan stjórnarsáttmála hefðu látið þessi orð duga. En framhaldið virtist ekki skaðlegt. Ekki leið þó á löngu áður en farið var að gefa í skyn að einhverjir hefðu samþykkt þessa yfirlýsingu með lygamerki fyrir aftan bak. Þeir gætu leyft sér að túlka niðurlag yfirlýsingarinnar þannig að tryggja mætti til- veru og „mikilvægt þjónustuhlutverk“ Reykjavíkur- flugvallar með því að flytja hann eitthvert! Það minnir óneitanlega á gamalkunna klisju krata um að eina leið- in til að tryggja fullveldið sé að deila því með öðrum. Engum datt í hug að klisja af því tagi yrði yfirfærð yfir á flugvelli af núverandi ríkisstjórn. Furðufréttir bárust Ekki leið þó á löngu þar til fréttist að innanríkis- ráðherrann og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefði ákveðið að gera samning við Jón Gnarr og Dag B. Eggertsson sem tryggði þeim að flugvallarmálið yrði þeim ekki erfitt kosningamál vorið 2014 og hafa þar með yfirlýsinguna í stjórnarsáttmálanum að engu. Allt var þetta kynnt á blaðamannafundi og í lokin kjassaði innanríkisráðherrann þá tvo svo myndarlega í útsend- ingunni að ósanngjarnt var að gera kröfur um að það yrði betur gert. Nú hefur nefnd ríkisins og Reykjavíkurborgar skyndilega gert tillögu um að flytja Reykjavíkur- flugvöll suður fyrir Straumsvík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík virtist koma af fjöllum þegar þetta var tilkynnt en gaf þó strax til kynna að hann myndi algjörlega skoðanalaus taka á móti þessum hugmyndum. Virtist hann dulítið stoltur yfir þeim viðbrögðum. Og auðvitað má segja að þau séu ekki stílbrot á fram- göngu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í öðrum málum síðustu árin. Flokkurinn hefur reynt að slá um sig skjaldborg gegn hættu á vaxandi fylgi og hefur árangurinn orðið betri en nokkur þar á bæ hefði getað þorað að vona. Frægasta vera sem tengist nágrenni umrædds flug- vallarstæðis er sennilega Marbendill sá sem hló svo frægt varð. Ekki skal spáð til um það nú hvort Marbendli sé hlát- ur í huga eða hvort fjársjóður finnist í þúfum Hvassa- hrauns, en land þar mun þó nú fáanlegt til kaups. Það er skemmtileg tilviljun og ástæðulaust að bendla Marbendil við hana. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Ekki leið þó á löngu áður en farið var að gefa í skyn að ein-hverjir hefðu samþykkt þessa yfirlýs- ingu með lygamerki fyrir aftan bak. Þeir gætu leyft sér að túlka niðurlag yfirlýsingarinnar þannig að tryggja mætti tilveru og „mikilvægt þjón- ustuhlutverk“ Reykjavíkurflugvallar með því að flytja hann eitthvert!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.