Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015 Heimili og hönnun M aría Björg Sigurð- ardóttir segir mikil- vægt að heimilið fún- keri vel og að það þjóni þörfum og lífsstíl fjölskyld- unnar. „Heimilið á að vera griða- staður þeirra sem þar eru og af- skaplega mikilvægt að öllum líði vel þar og geti athafnað sig og hvílt sig vel.“ Þegar kemur að innanhússstíl hefur María gaman af hlutum sem koma úr ólíkum áttum og segir flestar af eigum fjölskyld- unnar koma frá heimilum for- eldra, ömmum og öfum og eitt og annað sem fjölskyldan hefur gripið með sér af ferðalögum. „Hlutir með sál eru okkur hug- leiknir, mér þykir svakalega vænt um að hafa hluti uppivið sem vekja minningar um æskuheimili eða aðra staði sem mér þykir vænt um. Ég er samt alltaf að reyna að ofhlaða ekki heimilið, gott að hafa smá „breathing space“. María segir þau hjónin nýta ýmislegt gamalt sem þeim hefur áskotnast í gegnum tíðina. „Mér hefur alltaf þótt hátískuhúsgögn frekar óspennandi, betra að byggja upp heimilið sitt á löngum tíma og kunna að meta hvern einasta hlut. Þegar verið er að kaupa húsgögn í massavís og skipta öllu út eftir tískubylgj- um finnst mér heimilið missa svolítið sálina,“ útskýrir hún og bætir við að það þurfi ekki allt að vera fullkomið, það séu þessir litlu, skrítnu hlutir sem gera heimilið persónulegt. Aðspurð hvaðan hún sæki inn- blástur hvað varðar heimilið svar- ar María: „Líklega í líf mitt, ég hef eytt hálfri ævinni í Englandi og hef ferðast mikið um Frakkland og Ítalíu. Við eyðum eins miklum tíma og hægt er í sveitum okkar hér á Suðurlandi. Þetta hefur allt áhrif á estetíkina.“ María segir eldhúsið án efa eftirlætisstað sinn á heimilinu. „Ein uppáhaldsstund okkar hjónanna er að setjast í eldhúsið klukkan sex á föstudögum í happy hour og aperatívo meðan við dundum okkur við að elda matinn. Allur matur er eldaður frá grunni á hverjum degi og matmálstíminn með börnunum er heilagur, það að vanda sig við þessar athafnir og njóta þess með fjölskyldunni fyllir húsið af góðri orku, ég er viss um það. Það er í tísku að stytta sér leið- ir þegar kemur að matarund- irbúningi og gefa sér ekki tíma til að njóta þess, það er ekki góð þróun fyrir fjölskyldulífið.“ Morgunblaðið/Þórður Hjónin njóta sín saman í smekk- lega innréttuðu eldhúsi og segja jafnframt matmálstíma með börnunum heilagan. Fallegt, gamalt snyrtiborð í hjónaherberginu. María Björg segir afskaplega mikilvægt að öllum líði vel á heimilinu og geti athafnað sig. Í borðstofunni segir María lífið rætt fram og til baka og ekk- ert truflar. Fjölskyldan fær vini og fjölskyldu í mat að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í viku og það fyllir húsið af gleði. HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 SYLVESTER borðstofustóll með krómfótum VERÐ KR. 9.990 FULLT VERÐ 13.990 ALLIR LITIR KOMNIR AFTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.