Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015
S
itthvað var í fréttum í heiminum í liðinni
viku í aðdraganda þeirrar gúrkutíðar
sem er annað nafn sem fréttasnápar
hafa yfir hlýjustu átta vikur sumars.
Réttur er settur
Obama forseti Bandaríkjanna hefur átt í vök að verjast
á síðara kjörtímabili sínu. En hann átti þó góða viku í
pólitískum skilningi í innanlandsmálum.
Þingið varð óvænt við óskum hans um að veita heim-
ildir til þess að forsetinn gæti stigið lokaskrefið í mikil-
vægum samningum um fríverslun við aðrar þjóðir. Það
voru andstæðingarnir, repúblikanar, sem tryggðu for-
setanum árangur á þessu sviði, en mikil andstaða er
áfram við málið meðal samflokksmanna hans á þingi.
Og í lok vikunnar hafnaði Hæstiréttur Bandaríkj-
anna kröfum um að löggjöf um heilbrigðismál (Obama-
care í daglegu máli) yrði greitt þungt högg. John
Roberts, forseti hæstaréttar, sem kom í réttinn fyrir
tilstuðlan George W. Bush, fór fyrir fimm öðrum dóm-
urum sem sögðu rétt að láta meintan vilja Bandaríkja-
þings ráða niðurstöðunni fremur en orð laganna
sjálfra.
Roberts viðurkenndi þó hreinskilnislega að engin leið
væri að misskilja þau orð ein og sér. En þegar þau
væru sett í samhengi við þekktan vilja meirihluta
þingsins sem samþykkti lögin mætti fá fram aðra
niðurstöðu. Scalia hæstaréttardómari, talsmaður
minnihlutaálitsins, taldi niðurstöðu meirihlutans ein-
stæða. Það hefði raunar aldrei vitað á gott að dóm-
ararnir sex hefðu þurft að skrifa nærri 30 blaðsíður til
að útskýra hvað þessi fjögur orð skyldu þýða, hvað sem
merkingu þeirra sjálfra liði!
Þetta er í annað sinn sem Roberts, forseti réttarins,
leggur mjög langa lykkju á leið sína til að bjarga þessu
óskamáli forsetans. Af þeim ástæðum gekk Scalia
dómari svo langt að segja í áliti sínu að framvegis væri
nær að kalla lögin Scotus-lögin en Obama-lögin (the
Supreme Court of the United States).
Hvað sem þessu líður voru bæði þessi mál þýðingar-
mikil fyrir stöðu forsetans í innanríkismálum og til
þess fallin að styrkja stöðu hans.
Átökin austanmegin
Evrópumegin hafsins hélt gríska tragedían áfram,
lengsti leikþáttur sem færður hefur verið upp í ESB.
Gefið var út að samningaferlið hefði verið sett í upp-
nám enn á ný, vegna þess að gríska ríkisstjórnin hefði
óviljandi skilað viðsemjendum sínum öðrum tillögum
en hún hefði ætlað að afhenda. Málum var því frestað
til laugardags. Merkel kanslari lýsti því yfir af þessu
tilefni að deilunum yrði að ljúka áður en bankar opn-
uðu nk. mánudag.
Fréttaskýrendur sögðu að í þessum yfirlýsingum
hinnar orðvöru og prúðu Merkel væri undirliggjandi
aðvörun um að gengju Grikkir ekki til samninga
myndu bankar í Evrópu opna nk. mánudag en þó ekki
endilega grískir bankar. Það gæti þá orðið verulegur
dráttur á að þeir opnuðu á ný. Aðspurður sagði næst-
voldugasti maður ríkisstjórnarinnar í Berlín, Schäuble
fjármálaráðherra, að hann teldi helmingslíkur á því að
samningar næðust innan þessara tímamarka. Merkel
sagði að nýjasta útspil kröfuhafa Grikkja væri mikill
örlætisgjörningur og hvatti ríkisstjórn Grikklands til
að samþykkja það. Merkel hafði rétt sleppt orðinu þeg-
ar Tsipras fordæmdi tilboð kröfuhafanna sem ósvífna
aðför að þjóð sinni. Kannski er þetta aðeins pilsaþytur
og leiktjaldaskreytingar til að láta líta út eins og barist
hafi verið til síðasta blóðdropa áður en samið var.
Náist samningar um líf og dauða Grikklands þrátt
fyrir allt um helgarlok, óháð þessum skeytasend-
ingum, þarf að afgreiða niðurstöðuna í gríska þinginu
fyrir mánudagsmorgun. Er þá eins gott að ekki verði
þar umræður í hálfan mánuð um fundarstjórn forseta.
En til að gæta allrar sanngirni verður að benda á að
álitamál um tilveru Grikkja eru fjarri því að vera jafn-
mikilvæg fyrir þá í Aþenu og tillögur um makríl og
„verkefnisstjórn rammaáætlunar“ á Íslandi.
Breytir engu í því sambandi þótt mikill meirihluti ís-
lensku þjóðarinnar viti ekki annað en að verkefnis-
stjórn rammaáætlunar sé hópur sem listmálarar snúi
sér til þegar þeir undirbúa málverkasýningu.
Í áratugi var Guðmundur Rammaskalli aðal-
umsjónarmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar og
sinnti því óaðfinnanlega.
Óhugnaður
Í lok vikunnar voru framin ógurleg hryðjuverk svo að
segja samtímis. Í Kúvæt voru 25 manneskjur myrtar
og 200 særðar. Í Kobane í Sýrlandi myrtu stríðsmenn
Ríkis íslams 120 manns. Í Túnis voru um 40 evrópskir
ferðamenn myrtir. Flestir frá Natóríkjum. (Bretar,
Frakkar, Belgar og Þjóðverjar). Í Frakklandi var mað-
Vikan
sem var
Reykjavíkurbréf 26.06.15