Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 51
28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Zen og listin að viðhalda vélhjólum: rannsókn á lífs- gildum, eftir Robert M. Pirsig, kom út á íslensku hjá Eddu árið 2010. Bókin er einhvers konar sambland af heimspekilegum vangaveltum og skáldskap og segir af sautján daga mót- orhjólaferðalagi feðga um Bandaríkin. Handritinu var hafnað 121 sinni áður en Willi- am Morrow & Company tók við henni. Bókin nýtur því þess vafasama heiðurs hjá heims- metabók Guinness að vera sú bók sem oftast hefur verið hafnað í heiminum. Pirsig mun hafa skrifað bókina að mestu á milli tvö og sex að nóttu til, áð- ur en hann fór til vinnu sinnar að skrifa leiðarvísa fyrir tölvur. Heimspekileg hjólamennska Á dögunum kom út bók á vegum nýs forlags sem kallast Turninn. Hún nefnist Eitthvað illt á leiðinni er og er hrollvekjusafn þar sem nítján rithöfundar á aldrinum átta til tíu ára rekja einhverjar ógurlegustu og óvana- legustu sögur sem undirritaður hefur lesið í langa tíð. Það er mikið gleðiefni hversu vel er vandað til útgáfunnar en þetta er einhver fal- legasta bók sem komið hefur út á þessu ári. Mikið er lagt í allar hliðar afurðarinnar; rit- stjórn, pappír, letur og myndskreytingar, allt er þetta hið smekklegasta. Bókin er ekki ein- göngu stórskemmtilega hrikaleg lesning held- ur er þetta prýðileg hvatning fyrir allra yngstu rithöfunda þjóðarinnar. Það hlýtur að vera siðferðileg skylda allra sannra bókaunn- enda að styrkja þetta bráðskemmtilega fram- tak. Þetta er eintak sem á skilinn heiðursstað í hillunni. Maður vonar hreinlega að þetta sé aðeins fyrsta eintakið af mörgum því afurðin hefur alla burði til þess að verða hin þokka- legasta ritröð. Hrollvekjusafn eftir yngstu höfunda landsins. HRÆÐILEGA GOTT Bækurnar um Viggó viðutan, einhverja viðkunn- anlegustu andhetju bókmenntasögunnar, komu út á íslensku á árunum 1978-1988 á vegum Iðunnar. Sögurnar um hinn síþreytta, kúrulega og mis- músíkalska Belga áttu uppruna sinn í penna og hugviti teiknimyndarans Andrés Franquins, sem vann á hinu goðsagnakennda tímariti Spirou. Bækurnar eru fyrir löngu orðnar að sígildum dæg- urmenningargersemum, ásamt öðrum á borð við Tinnabækurnar og Sval & Val, sem eru landar hans Viggós. Undirritaður sleit barnsskónum á níunda áratugnum og var innblásinn af uppátækjasamri hugmyndaauðgi þessa tvívíða uppeldisbróður síns. Ég tók því kollhnís af gleði þegar ég frétti af því að Froskur útgáfa væri að gefa út nýja röð þar sem brandararnir sem Franquin teiknaði verða all- ir gefnir út í tímaröð, en hingað til hefur aðeins rjóminn verið fleyttur ofan af verkum hans. Til stendur að nýju bækurnar um Viggó verði nítján talsins (áður voru þær tólf) og geta því framsýnir ættingjar yngstu kynslóðarinnar, sem láta bókmenntalegt uppeldi þeirra sig varða, tryggt sér afmælis- og jólagjafir næsta áratuginn. VERTU VELKOMINN, VIGGÓ Húshjálpin á sér stað í upp- hafi sjöunda áratugarins í suð- urríkjunum og segir af hlut- skipti svartra kvenna sem önnuðust heimili hvítra kyn- systra sinna. Ung stúlka snýr aftur heim eftir háskólanám og tekur að skrifa sögu þessara kvenna með ófyrirséðum af- leiðingum. Það voru margir sem heilluðust af fyrstu bók Kathryn Stockett þegar hún kom út í Bandaríkjunum árið 2009, en kannski færri sem vissu að bókinni hafði verið hafnað sextíu sinnum áður en hún fékk úgáfusamning hjá Amy Einhorn Books. Í dag hleypur sala bókarinnar á mörgum milljónum og hún hefur verið þýdd yfir á mýmörg tungumál. Bókin kom út í íslenskri þýð- ingu Ólafar Eldjárn hjá JPV árið 2011. Hafnað sextíu sinnum Knýið á og fyr- ir yður mun upplokið verða SNIÐGENGIN SNILLD ÞAÐ VILL OFT VERÐA AÐ DIMMA HLIÐIN Á TUNGLINU GLEYMIST ÞVÍ ÞAÐ SKÍN SVO SKÆRT Á HINA. ÞANNIG GETA FYRSTU ATRENNUR ÞEIRRA SEM VORU AÐ HASLA SÉR VÖLL HORFIÐ Í DUMBUNGI GLEYMSKUNNAR. MÖGULEGA ERU ÞESSAR BÆKUR HVATNING FYRIR ALLA ÞÁ SEM ERU VEL KUNNUGIR LUKTUM DYRUM. Ótrúlegt en satt, þá var Dagbók Önnu Frank hafnað að minnsta kosti fimmtán sinnum áður en hún hlaut útgáfu og lét einn rýnirinn þau orð falla að sér virtist stúlkan „hvorki búa yfir nauðsynlegu næmi né tilfinningu, sem dugi til að gera bókina athyglisverða“. Í dag hefur bókin verið þýdd á tæplega 70 tungumál, þ.á m. íslensku, og selst í yfir 30 milljónum eintaka. Versti ritdómur sögunnar? Sögunni af Pí var hafnað af fimm útgefendum áður en Knopf í Kanada tók hana að sér. Sagan segir af ungum dreng sem endar á björgunarbát ásamt tígrisdýri í 27 daga og þarf að yfirstíga margs konar erfiðleika, jafnt ver- aldlega sem andlega. Bókin vann síðar Man Booker- verðlaunin árið 2002 og fjölda annarra í kjölfarið. Hún hefur selst í meira en tíu milljónum eintaka og er sífellt þýdd á fleiri tungumál. Árið 2012 var gerð kvikmynd eftir bókinni, sem vann til fernra Óskarsverðlauna. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar hjá Bjarti ár- ið 2012. Örkin hans Pí BÓKSALA 17.-23. JÚNÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LeynigarðurJohanna Basford 2 Konan í lestinniPaula Hawkins 3 HamingjuvegurLiza Marklund 4 Blóð í snjónumJo Nesbø 5 Vegvísir um jarðfræði ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson 6 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 7 Perlur úr ljóðum ísl. kvennaSilja Aðalsteinsdóttir valdi 8 RótlausDorothy Koomson 9 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 10 Mindfulness Colour BookEmma Farrarons Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 HamingjuvegurLiza Marklund 3 Blóð í snjónumJo Nesbø 4 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 5 RótlausDorothy Koomson 6 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 7 HilmaÓskar Guðmundsson 8 Ljós af hafiM.L.Stedman 9 Stjörnur yfir TókýóHiromi Kawakami 10 DNA kiljaYrsa Sigurdardottir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.