Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 7

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 7
7 bókasafnið 36. árg. 2012 og auk þess sé stór hluti þess pappírs sem fer til bókagerðar endurnýttur pappír. Bókaútgefendur halda því einnig á lofti að þeir séu yfi rleitt mjög meðvitaðir umhverfi sverndarsinnar. Við framleiðslu spjaldtölva og snjallsíma (smartphones) sé hins vegar vafasamur efnaiðnaður oft stundaður, þar sem níðst sé á fátækustu þjóðum heims með skelfi legum afl eiðingum (sbr. nýlegan sjónvarpsþátt: Blood in the mobile). Í framhaldi af því má minna á að stór hluti þjóða heims, sem eru jú hluti af IFLA með sín fögru markmið um jafnrétti allra til menntunar og þroska, eiga sér ekki einu sinni eiginleg bókasöfn. Þar eru dýrir hlutir eins og spjaldtölvur fj arlægur draumur, enda yrðu þær reyndar víðast hvar gagnslausar þótt svo ólíklega vildi til að einhver hefði efni á slíku, þar sem rafmagn og rafskiptasambönd eru víða hverful ef nokkur hjá talsvert stórum hluta mannkyns. Nýlega hefur UNESCO samþykkt stefnuyfi rlýsingu IFLA um rafræn bókasöfn þar sem lögð eru fram fögur markmið: „... to assist libraries in undertaking sustainable and interoperable digitisation activities to bridge the digital divide – a key factor in achieving the Millennium Development Goals of the United Nations. Digital libraries are essential for access to information, and for preserving national heritage.“ Guð láti á gott vita en því miður er oft himinn og haf milli fagurra yfi rlýsinga og raunverulegra athafna en orð eru þó til alls fyrst. Trúlega kæmu rafrænar bækur og rafræn bókasöfn hvergi betur að notum en hjá þeim þjóðum sem lítils mega sín bæði fj árhagslega og menningarlega séð. Ég velti þess vegna fyrir mér svona í lokin hvort við, þessi (tækja)gráðuga þjóð þægindanna, ættum ekki að láta vit okkar og raddir heyrast á réttum vettvangi, til dæmis með eftirfylgni IFLA-yfi rlýsingarinnar, sem styrkt gæti þá sem minnst hafa á þessu sviði. Það er eftirsóknarvert að sem fl estar þjóðir verði samferða okkur svo við gætum notið þess að ganga saman í takt öllum til góðs í stað þess að olnboga okkur áfram. Um leið gætum við minnt okkur á að við erum manneskjur með að minnsta kosti fi mm skilningarvit sem okkur ber að nýta til fulls. Til stuðnings: Schaverien, Adele. (2006). Horn. Its history and its uses. [Wahroonga, N.S.W. : s.n.]. Jönsson, Jan. (2008). Läsmaskinen. Aspekter på bild och bok med utgångspunkt i Anders Billows verksamhet 1923-1953. Smygehamn :  Jan Jönsson. Margrét Hallgrímsdóttir. (1990). Rannsóknir í Viðey. Vaxspjöld frá 15. öld fi nnast við uppgröft rústa Viðeyjarklausturs. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1990, bls. 91-132. „Book buzz - Economics of e-readers“, Eco-Libris. Sótt 28. des. 2011 af: http://www.ecolibris.net/bookbuzz.asp „Books are eternal“, Sarcasm is an art. Sótt 28. des. 2011 af: http:// iperfectedcramming.wordpress.com/tag/books-vs-ebooks/ Blood in the mobile. Sótt 29. des. 2011 af: http://bloodinthemobile.org „UNESCO endorses the IFLA Manifesto for Digital Libraries”, IFLA : Digital libraries. Sótt 3. jan 2012 af: http://www.ifl a.org/en/news/unesco- endorses-the-ifl a-manifesto-for-digital-libraries Árbók Hagstofu Íslands, Landshagir, hefur komið út í 20 ár. Hún er ómissandi rit um flesta þætti íslensks samfélags. Traustar hagskýrslur eru í raun forsenda þess að reka flókin velferðarsamfélög og markaðshagkerfi nútímans. Tuttugasti árgangur Landshaga var gefinn út aukinn og endurbættur á fyrsta alþjóðadegi hagtalna 20. október síðastliðinn. Bókin kostar aðeins 4.900 krónur og hana má panta á netinu. Áskrift Hagstofan býður bókasöfnum landsins að kaupa áskrift að Landshögum með 10% afslætti, en það má gera á auðveldan hátt á vefnum. Bækurnar hafa mikið upplýsingagildi og ættu að vera öllum aðgengilegar. Vantar þig eldri árganga í safnið? Þau bókasöfn sem kaupa áskrift að Landshögum gefst kostur á að kaupa eldri árganga á aðeins 1.000 krónur stykkið. Hringið eða sendið tölvupóst og við sendum ykkur það sem vantar um hæl. www.hagstofa.is/landshagir Hversu vel þekkir þú íslenskt samfélag? 20 ÁRA 9 Yfir 300 töflur 9 Yfir 50 gröf og skýringarmyndir 9 468 blaðsíður, allar í lit 9 Skýringartexti bæði á íslensku og ensku  528-1100 | h upplysingar@hagstofa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.