Bókasafnið - 01.05.2012, Side 13
13
bókasafnið 36. árg. 2012
upplýsing væri leiðin út úr fátækt. Hann rak áróður fyrir þeim
nýjungum sem hann hafði trú á.
Hann er þekktur fyrir rit sitt Atli eðr ráðagjørðir yngismanns
um búnað sinn, helzt um Jarðar- og Kvikfjárrækt, Atferð og
Ágóða, með Andsvari gamals Bónda, Samanskrifað fyri Fátækis
Frumbýlinga, einkanlega þá, sem reisa Bú á Eyðijörðum Anno
1777 og var fyrsta útgáfa prentuð 1780. Þetta er bók um
búnaðarmál og þrykkt af Guðmundi Ólafssyni. Hún var
gefin út á kostnað konungs í Hrappsey og skyldi upplagið
vera 800 eintök á prentpappír og 30 á skrifpappír. Skyldi
síðan binda það inn að íslenskum hætti, og stiftamtmaður
úthluta því ókeypis. Höfundi voru greiddir 2 ríkisdalir fyrir
hverja prentaða örk. Sparlega var farið með skreytingar. Þrjár
skreytimyndir og fáeinir litlir rósabekkir eru þó í bókinni.
Annað upplag var prentað 1783 og hið þriðja árið 1834, þá að
vísu í Kaupmannahöfn.16 Bókin þótti hið mesta þarfaþing og
var eftirsótt.
Sagan af Egle Skallagríms Syne var merkileg frumraun, gefin
út 1782. Þetta er elsta útgáfa Egils sögu og var texti Möðru-
vallabókar til grundvallar prentuninni. Magnús Moberg sá
um prentunina. Við upphaf fyrsta kafla er myndarlegur skraut-
bekkur og upphafsstafir. Bókahnútur er prentaður aftast. Afar
fá titilblöð hafa varðveist og þykir bókin hið mesta fágæti.
Jafnvel var hugað að þörfum barna. Gunnar Pálsson prestur
í Hjarðarholti sá nauðsyn þess að fræða ungmenni. Hann tók
því saman Lijtid wngt Støfunar Barn.17 Þessa bók prentaði
Guðmundur Schagfjörð árið 1782. Myndir til skreytingar eru
til dæmis við upphaf fyrsta kafla þar sem talað er til lesandans.
Grannir skreytingabekkir eru víða til aðgreiningar á efninu.
Þetta er falleg bók og vönduð kennslubók í lestri.Við kaflaskipti
eru rósabekkir. Í bókinni er meðal annars dálítið málsháttasafn,
gátur og fáeinar vísur, þar á meðal stafrófsvísurnar tvær, sem
nú eru alkunnar og hefjast á, A,b,c,d,e,f,g ... og mun séra
Gunnar vera höfundur þeirra. Athyglisvert er að nú var farið
að huga að lestrarefni við hæfi barna.
Búnaðarbálkur Eggerts Ólafssonar eða Nockrar Hugleid-
ingar, frammsetter i Liódum sem nefnast Bwnadar-Baalkur,
rit sem gefið var út 1783. Þetta er mesta og merkasta kvæði
Eggerts Ólafssonar, 160 erindi í þremur köflum, er nefnast
Eymdaróður, Náttúrulyst og Munaðar-dæla. Er fyrsti hlutinn
lýsing og ádeila á framtaks- og fyrirhyggjuleysi svo og
hindurvitni og hleypidóma landsmanna. Hinir tveir fræðandi
og leiðbeinandi um það er vísar til betri vegar.18 Neðanmáls
eru skýringar Eggerts prentaðar með latínuletri, og mun það
hvergi annars staðar notað í íslensku í Hrappseyjarbókum,
enda ekki til þess ætlast, því að ekki er til í því bókstafurinn þ.
Heldur th sett í þess stað.
Dreifing afurðanna
Bóksala gekk heldur skrykkjótt á Íslandi og markaðurinn
var tregur. Hvernig bóksala gekk hér fyrr á öldum sést vel af
einu dæmi. Árið 1779 lá fjöldi óseldra bóka á Hólum. Næsta
áratuginn grynnkaði þar að vísu nokkuð á, en lager var enn
stór. Mönnum kom þá helst það ráð í hug, að senda nokkuð
Titilblað Egilssögu í fyrstu útgáfu bókarinnar.
Sama tréskurðarmynd er notuð á lokasíðu
bókarinnar.
Íburðamiklir bókahnútar í enda hefta Lögþingisbókanna, hver með sínu
móti.
16. Bibliographical Notices, I. Nr. 85.
17. Bibliographical Notices, IV. Nr. 83.
18. Böðvar Kvaran: Auðlegð Íslendinga : brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag; 1995, bls. 102.