Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 15

Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 15
15 bókasafnið 36. árg. 2012 bókasöfnunar – og lestursfélag, var stofnað í Reykjavík 1. febrúar 1790. Vorið 1792 var stofnað norðlenskt lestrarfélag, er náði til Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslna. Lestrarfélögin urðu aldrei fjölmenn. Í félaginu syðra voru milli fimmtíu og sextíu, þegar flest var. Félögin keyptu einungis erlendar bækur, einkum danskar, svo að þátttaka var bundin því að geta lesið erlend mál. Ekki var því mikillar sölu bóka frá Hrappseyjarprentsmiðju að vænta af slíku lestrarfélagi enda fjárhagur hennar jafn bágur sem áður. Hrappseyjarprenti endanlega lokið Hólaprentsmiðja var í dróma en áhugi á að reisa upp prentsmiðjuna syðra. Sumarið 1794 hafði Björn Gottskálksson sótt til kansellíis um aukin réttindi Hrappseyjarprentsmiðju og hafði til þess meðmæli Ólafs stiftamtmanns og Stefáns amtmanns. Með bréfi 13. september 1794 veitti kansellíið prentsmiðjunni rétt til að prenta allar þær bækur, gamlar og nýjar, sem nýtilegar væru og Hólaprentsmiðja gæti ekki gefið út. Í öðru lagi var Hrappseyjarprentsmiðju veittur jafn réttur við Hólaprentsmiðju til að prenta bækur á öllum tungumálum og hvers efnis, sem væri, þó þannig, að hvor prentsmiðjan prentaði þýðingu nýs barnalærdómskvers, sem Hannes biskup hafði til endurskoðunar. Leyfið var prentsmiðjunni hinn mesti happafengur því að barnalærdómskverið var örugg söluvara. Alls komu út 83 sjálfstæðar útgáfur á 22 ára starfstíma prentsmiðjunnar. Þess ber hins vegar að gæta að hér eru meðtaldar 22 Lögþingsbækur og einnig komu Islandske Maaneds-Tidender út í þrennu lagi hjá prentsmiðjunni og teljast því sem þrjár bækur. Það er því ekki hægt að segja að um umfangsmikla starfsemi hafi verið að ræða, og lágu til þess ýmsar ástæður. Þó er augljóst að mikil breyting varð á efnisvali miðað við útgáfur Hólaprentsmiðju, sem áður var ein um hituna og hefði því getað boðið landsmönnum hið fjölbreytilegasta lestrarefni, þótt hún léti guðsorðið að mestu nægja. Ekki mátti við svo búið standa að eina prentsmiðja landsins legði upp laupana og eina prentverk íslenskra rita færi fram í Kaupmannahöfn. Landsuppfræðingarfélagsmenn ákváðu að efna til hlutafélags til að festa kaup á Hrappseyjarprentsmiðju. Stefán Stephensen var þegar sendur vestur í Hrappsey til að semja um kaupin, en prentsmiðjan var þá föl fyrir 400 ríkisdali, sem var helmingi lægra verði en Bogi hafði greitt fyrir hana.25 Margvíslegur sómi var að Hrappseyjarprentsmiðju þrátt fyrir erfiðleikana og væri íslensk menningarsaga snökktum snauðari án hennar. Veturinn 1794-95 var prentsmiðjunni valinn staður í Eystri- Leirárgörðum og hófst ný og aftur merkileg saga prentunar á Íslandi þótt með allt öðru sniði væri. 25. Ólafur Pálmason: Magnús Stephensen og bókmenntastarfsemi hans. Óútgefin kandidatsritgerð frá Háskóla Íslands 1963, bls. 67. Komm-on-ismi (eða Litla Moskva eða Roðinn í austri eða Ramb) Karl einn frá Kirkjubæjarklaustri kom á Norðfjörð í allmiklu flaustri. Það gerðist á jólunum að hann gafst upp á rólunum og rambaði á roðann í austri.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.