Bókasafnið - 01.05.2012, Page 16
16
„Hvaðan kemur ykkur kraftur til að draga þetta þunga hlass?“
Sú sem spyr er ein af lykilpersónum í bókasafnsfræðslu
í Svíþjóð. Já, hvað höfum við eiginlega fram að færa? Að
halda alþjóðlega ráðstefnu undir þeim talsvert háfleyga titli
„Creating Knowledge“ hefur það markmið að beina sjónum
að einum hinna nýrri háskóla, kemur okkur svolítið áleiðis
en nær alls ekki að gera tæmandi grein fyrir því gæðastarfi
sem á sér stað innan fræðsludeildar háskólabókasafnsins í
Linköping.
Hvernig byrjaði NordINFOLIT og verður framhald á því?
„Fyrir alla muni finnið nú upp á einhverju sem kemur
háskólanum í Malmö á kortið og snýst um brennandi spurningar
í einmitt þessu samhengi!“ Það er forstöðumaður markaðs-
og kynningarsviðs hins splunkunýja háskóla sem varpar
þessari áskorun til okkar, samankominna fulltrúa svokallaðra
sviða – ekki deilda, hins nýja lærdómsseturs, þar með talið
háskólabókasafnsins. Við fjögur nýráðnu förum strax að
hugsa um hugtakið sem farið er að bera á hér og þar í
bókasafnsheiminum: information literacy eða upplýsingalæsi.
Hugsað, sagt og gert. Tvö okkar eru send til Banda-
ríkjanna, þar sem málið er virkilega efst á baugi, til þess að
sækja sumarskólann „Immersion“, sem haldinn er ár hvert
í ýmsum ríkjum sem eru þátttakendur í Amerísku bóka-
varðasamtökunum (ALA – American Library Association).
Þar halda allir kennararnir því ákaft fram að „to be a librarian
today is to be a teacher.“
Þegar við erum komin heim til Malmö byrjum við svo að
halda alþjóðlegar ráðstefnur með áherslu á upplýsingalæsi
frá ýmsum sjónarhornum og nefnum þær „Creating
Knowledge“. Við leggjum áherslu á að bjóða alltaf þekktum
og viðurkenndum fyrirlesurum frá ýmsum löndum. Má þar
nefna Patricia Senn Breivik frá Bandaríkjunum, Christine Bruce
frá Ástralíu og Sheila Webber frá Bretlandi. Í einni af fyrstu
ráðstefnunum vorið 2001 tekur Sigrún Klara Hannesdóttir
forstjóri NORDINFO (Norræna ráðið um vísindalegar upp-
lýsingar) þátt. Með sinni einstöku atorkusemi horfir hún
einbeitt á okkur og segir hvetjandi: „Nú verðum við að
koma þessu á í norrænu löndunum. Komið til okkar á 25
ára afmælisráðstefnuna „Content is King – Nordic Forum on
Information Policy“ í Helsingfors í haust og við bjóðum upp
á styrk fyrir tvo frá öllum Norðurlöndunum og svo finnið þið
upp á einhverju góðu sem við getum stutt í framhaldinu“.
Þetta var tilboð sem ekki var hægt að hafna. Í framhaldinu
varð samstarfsverkefnið NordINFOLIT (Nordiskt forum för
samarbete inom området informationskompetens - Nordic
Forum for Information Literacy) til með einum fulltrúa frá
hverju norrænu landi.
Sporin fjögur sem við ákváðum í Helsingfors að við vildum
vinna eftir hafa í stórum dráttum enst í tíu ár þrátt fyrir að
NORDINFO hafi verið lagt niður 2004 og styrkurinn legðist af.
1. skref: Miklar gæðakröfur gerðu að Sumarskóli í upp-
lýsingalæsi hefur verið haldinn í eina viku árlega til skiptis í
hverju Norðurlandanna fyrir sig. Fyrsta námskeiðið sem haldið
var í Kaupmannahöfn stóð reyndar í tvær vikur en svo kom í
ljós að erfitt var að fá þátttakendur sem gátu verið svona lengi
fjarverandi. Samtals hafa verið haldnir tíu sumarskólar fyrir
norræna bókasafnsfræðinga, alltaf á sérstökum stöðum eins
og í Færeyjum, í skerjagarðinum í Stokkhólmi og Finnlandi, á
Jótlandi í Danmörku, í fjörðunum í Noregi og á heimili Snorra
Sturlusonar í Reykholti á Íslandi.
2. skref: Ráðstefnan „Creating Knowledge“ hefur verið
haldin annað hvert ár með um það bil 120 þátttakendum
í hvert sinn. Viðfangsefni hafa meðal annars verið náms-
umhverfið (the learning environment), kennsluhlutverk
bókasafnsfræðingsins (the educational role of the librarian),
upplýsingahegðun (information behavior), samvinna
stofnana (cross-institutional collaboration) og upplýsingalæsi
og margbreytileiki (information literacy and diversity).
3. skref: Vefsetrið hefur verið erfiðasta viðfangsefnið gegn-
um árin. Eins og allir vita sem reynt hafa, er erfitt að halda úti
lifandi og virkum vef, en metnaðurinn hefur líka verið mikill
NordINFOLIT – tíu ára afmæli og breytingar
Christina Tovoté, formaður stýrihóps NordINFOLIT, 2001-2010
Þýtt og staðfært af Stefaníu Arnórsdóttur og Astrid Margréti Magnúsdóttur