Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 22

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 22
22 Anna Torfadóttir hefur starfað við Borgarbókasafn Reykjavíkur frá árinu 1978, sem borgarbókavörður frá 1998 og lætur nú af störfum. Hún rifjar upp nokkur minningabrot með Einari Ólafssyni. Ég hef ósjaldan spurt mig að því hvers vegna ég, og raunar margir samstarfsmenn mínir á Borgarbókasafni, hef starfað svo lengi á sama stað. Skýringin er einföld. Stofnunin og störfin eru stöðugt að breytast og því erum við alltaf í ,,nýju“ starfi á spennandi stofnun. Tæknilegar breytingar vega þungt ásamt gjörbreytingu á rými en ekki síst opnari hugur okkar sem vinnum í almenningsbókasöfnum varðandi viðfangsefni og hlutverk almenningsbókasafna á hverjum tíma. Að sækja Bæjó Fyrstu kynni mín af Borgarbókasafninu, sem engan skyldi undra að mér þykir afar vænt um, eru þau að ég fer að sækja Bæjó, eins og safnið kallaðist hjá okkur krökkunum, sjö, átta ára. Með vinkonum mínum hjóla ég vestan úr Skjólunum, stundum daglega á sumrin. Á veturna höfðum við aðgang að útibúi eða lesstofu Bæjarbókasafnsins í Melaskólanum. Þetta glæsilega hvíta hús í Þingholtsstræti var sannkölluð ævintýrahöll, enda gjarnan talið með fallegustu steinhúsum í Reykjavík. Margir hafa fjallað um þessa hvítu ævintýrahöll sem hafði svo mikil áhrif á þá. Grófarhús, sem hýsir aðalsafn nú, er ekki alveg eins áhrifamikið fyrir barnssálina. Það var ótrúleg upplifun að ganga inn í garðinn, upp breiðar tröppur, fara inn og finna lyktina af gólfbóninu og af bókunum sem voru allar í þessu sérstaka rauðbrúna bókasafnsbandi. Bækurnar voru enn dularfyllri en ella því ógjörningur var að geta sér til um innihaldið þar sem þær litu allar nánast eins út, aðeins misstórar. Barnadeildin á þessum tíma var fjórar bókahillur í háum fallegum bogaglugga og sætin voru í gluggakistunni. Útlánsdeildin öll var aðeins helmingur miðhæðar þessa glæsilega húss, ekki var rými fyrir sæti til að tylla sér. Starfsmenn voru mestmegnis konur, ekkert sérstaklega mikið fyrir börn, en mér er minnisstæðastur Páll Sigurðsson sem sat í stóra afgreiðsluborðinu í miðjunni. Hann svaraði öllum spurningum af mikilli hlýju og leiðbeindi. Aðeins mátti taka þrjár bækur að láni í einu og við gættum þess alltaf vinkonurnar að taka ekki sömu titlana til að ná sem mestu í hverri heimsókn. Það jók svo ljómann af ævintýrahöllinni að ég vissi að frændi minn réði þar ríkjum, en Snorri Hjartarson skáld og pabbi voru systkinasynir. Áhrifin af bókasafnsheimsóknunum voru þau að við vinkonurnar bjuggum til bókasafnsleik í stað þess að vera í búðarleik. Við vélrituðum og settum ,,vasa“ og spjöld í bækurnar heima, útbjuggum lánþegavasa og lánuðum út með ,,Brown“- kerfinu. Við notuðum Íbúaskrá Reykjavíkur, sem til var heima, til að skrá lánþega á réttan hátt inn, það er setja inn fæðingardag og heimilisfang, alveg eins og á Bæjó. Nánast fyrir tilviljun – nám í bókasafnsfræði Þrátt fyrir heimsóknirnar á bókasafnið og bókasafnsleikinn er það nánast fyrir tilviljun að ég hef nám í bókasafnsfræði. Ásamt því að starfa sem flugfreyja hafði ég flakkað á milli Við erum hætt að vera svona hæversk Einar Ólafsson ræðir við Önnu Torfadóttur Fjórir borgarbókaverðir: Eiríkur Hreinn Finnbogason (1966-75), Þórdís Þorvaldsdóttir (1985-97), Elfa-Björk Gunnarsdóttir (1975-85) og Anna Torfadóttir (1998-2012).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.