Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 27

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 27
27 bókasafnið 36. árg. 2012 2. Upphafið Síðla árs 2007 fékk stjórn Landskerfis bókasafna erlendan ráðgjafa, Dr. Karl Wilhelm Neubauer, til liðs við sig til að taka þátt í hugmyndavinnu um hvernig efla mætti þjónustu félagsins. Niðurstaða vinnunnar var að áhugavert væri að kanna möguleika á að koma á laggirnar samþættri leitarvél (integrated search engine) fyrir Ísland, en í heitinu fólst að komið yrði á samleit í Gegni og tengdu stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum í Landsaðgangi. Lagt var til að gengið yrði til samstarfs við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn og Danska tækniháskólann (DTU) um að útbúa frumgerð að slíku kerfi og yrði það byggt á líkani dönsku samstarfsaðilanna. Horft var til þess að leit að greinum í Landsaðgangi yrði í gegnum svokallaða DADS (Digital Article Database Service)1 þjónustu Danska tækniháskólans en aðrir sambærilegir möguleikar voru ekki í boði á þessum tíma. Vinna við frumgerðina var að mestu greidd af Landskerfi bókasafna en einnig fengust styrkir frá Borgarbókasafni Reykjavíkur, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og frá menntamálaráðuneyti í tengslum við verkefni á stefnuskrá ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið, Netríkið Ísland 2008-2012. Vinna við frumgerðina hófst síðla árs 2008 og stóð hún fram á mitt næsta ár. Þá var orðið ljóst að um afar vænlegan kost væri að ræða og í kjölfarið hófst athugun á mögulegum fjármögnunarleiðum. Huga þurfti að stofnkostnaði sem fólst í kaupum á kerfinu og uppsetningu þess, en ekki síður aukningu á árlegum rekstarkostnaði í tengslum við hýsingu og daglega umsjón kerfisins þar sem nýir tekjumöguleikar voru ekki í sjónmáli. Þegar hér var komið sögu var allt annað en augljóst að hægt yrði að ráðast í verkefni af þessari stærðargráðu þrátt fyrir að ávinningurinn væri augljós öllum þeim sem að vinnu við frumgerðina höfðu komið en miklar breytingar höfðu orðið í íslensku samfélagi frá því að vinnan hófst á árinu 2007. Eftir skoðun á mögulegum leiðum var lagt til að verkefninu yrði skipt í nokkra áfanga. Í fyrsta áfanga skyldi horft til Gegnis og stafræns íslensks efnis bókasafna. Tenging Landsaðgangs var fyrirhuguð í áfanga tvö að því gefnu að fjármögnun þess áfanga væri tryggð. Í næstu áföngum yrði svo horft til annarra safna menningarsögulegs efnis. Eigendur Landskerfis bókasafna veittu samþykki sitt fyrir því að því að fyrsti áfangi yrði fjármagnaður í gegnum afskriftasjóð félagsins enda mætti líta svo á að um kerfislega endurnýjun Gegnis (gegnir.is) væri að ræða. Þegar á reyndi kom í ljós að framleiðandi kerfisins, Ex Libris, var tilbúinn til þess að koma verulega til móts við félagið varðandi leyfis- og viðhaldsgjöld vegna kerfisins. Samningur um kaup á kerfinu, sem undirritaður var síðla desember 2009, innihélt einnig ókeypis eins árs tilraunaáskrift að glænýrri þjónustu. Þjónustan kallast Primo Central Index (PCI)2 og var hér kominn nýr og áður óþekktur möguleiki til að tengja Landsaðgang inn í samleitina. Nánar verður sagt frá þessari þjónustu síðar. Hér opnaðist ný leið til að taka Landsaðgang með í tilraunaskyni í fyrsta áfanga. Gífurlegar framfarir höfðu orðið á tímabilinu í aðgengi að rafrænum tímaritsgreinum en við upphaf þess var það aðeins Danski tækniháskólinn sem gat státað af gagnagrunni með lýsigögnum frá fjölmörgum útgefendum og birgjum auk þjónustu fyrir utanaðkomandi til að tengjast honum. Vinnan við uppsetningu og innleiðingu hins nýja sam- leitarkerfis hófst á árinu 2010 en hún var unnin í góðu samstarfi við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn og Ex Libris. Kerfið var formlega opnað í nóvember 2011 á léninu leitir.is, en hafði verið opið á netinu í prófunarútgáfu frá lokum mars á sama ári. 3. Grunnlýsing á kerfi Vefurinn leitir.is byggir á Primo3 hugbúnaðinum frá Ex Libris sem er jafnframt framleiðandi Aleph bókasafnskerfisins (Gegnir) og SFX krækjukerfisins og vinna kerfin öll mjög vel saman. Leitarvélin að baki Primo er Lucene leitarvélin sem er sama leitarvél og notuð er hjá Google. Því má segja að verið sé að færa google-leitina yfir á efni safnanna. Þegar leitað er í leitir.is er leitað samtímis í öllum gögnum leitarvélarinnar og kerfislega er mögulegt að leita í heildartexta þó að sá möguleiki hafi ekki verið virkjaður enn. Þar sem leitarniðurstöðurnar eru meðhöndlaðar og birtar sem ein heild burtséð frá því hvaðan þær koma, verður notandinn ekki var við að hann sé í raun að leita í mörgum gagnasöfnum samtímis. Í leitir.is er til staðar öll sú grunnvirkni sem notendur bókasafna þekkja. Notendur geta meðal annars endurnýjað 21. september 1927, fjárrekstur við Þjórsá í Þjórsárdal. Ljósmyndari Ólafur Magnússon. Höfundarréttur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 1. http://www.dtic.dtu.dk/infosog/dads.aspx 2. http://www.exlibrisgroup.com/category/PrimoCentral 3. http://www.exlibrisgroup.com/category/PrimoOverview
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.