Bókasafnið - 01.05.2012, Page 28

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 28
28 bókasafnið 36. árg. 2012 útlán sín og beðið um frátektir, pantað millisafnalán og flutt færslur í heimildaskráningarforrit. Mikið af þeirri þjónustu, sem er í boði, krefst innskráningar, en til að skrá sig inn í kerfið er notað sama notandanafn og lykilorð og notað er á gegnir.is. Undanfarin ár hefur þróun almennt verið í átt til einfaldra leitarkerfa og eru flestir orðnir vanir því að nota einfalda leit sem auðvelt er að þrengja og aðlaga. Notendur gera kröfur um leitarvef sem er í takt við þá þá leitarvefi sem þeir þekkja annars staðar frá og segja má að með Primo hugbúnaðinum hafi verið kynnt til sögunnar ný kynslóð leitarvéla fyrir bókasöfn. Notandinn getur auðveldlega valið hvort hann notar einfaldan leitarglugga sem birtist strax á forsíðu eða notar ítarlega leit þar sem hægt er að tengja saman leitarorð úr ólíkum leitarsviðum. Hvor möguleikinn sem valinn er, þá er sama afmörkun eftir flokkum (facets) alltaf til staðar. Framsetning á leitarniðurstöðum í leitir.is er bæði skýr og myndræn. Myndir af bókarkápum, bæði íslenskum og erlendum, hafa verið tengdar við leitarniðurstöðurnar og vonir standa til að einnig verði hægt bæta við forsíðumyndum DVD mynda og hljóðrita ásamt smámyndum af ýmsu efni svo sem ljósmyndum. Rafrænu efni er gert hátt undir höfði og auðvelt er að sjá strax og leit hefur verið framkvæmd hvaða efni er aðgengilegt rafrænt. Að auki er FRBR (Functional Requirements for Bibliographic Records) hluti af grunnvirkni leitir.is, en með þeirri virkni eru ólíkar útgáfur sama rits paraðar saman til að auðvelda notandanum að finna aðgengileg eintök. 4. Möguleikar Með leitir.is opnast ýmsir nýir möguleikar sem gera leit að upplýsingum bæði einfaldari og skemmtilegri en áður var. Hér á eftir er tæpt á nokkrum þeirra, en listinn er langt í frá tæmandi og víst er að í framtíðinni verður þjónustan enn fjölbreyttari og möguleikum á virkni, sem auðvelda heimildaleitir, mun fjölga. Árvekniþjónusta Í leitir.is er hægt vera áskrifandi að RSS-veitum auk þess sem boðið er upp á þann möguleika að vista leitir sem framkvæmdar eru. Hér er talað um árvekniþjónustu en þrenns konar árvekniþjónusta er í boði í leitir.is: • RSS straumar (rss) gerir notanda kleift að fylgjast með nýjum leitarniðurstöðum í leitir.is. Með hjálp sérstakra forrita, RSS lesara svo sem Google Reader, er hægt að vakta RSS strauminn. Flestir vafrar birta líka RSS strauma. Þegar notandi hefur skráð sig í áskrift að RSS straumi á leitir.is er nýjustu niðurstöðum safnað saman og þær birtar í RSS lesaranum. Þetta sparar notandanum endurtekna leit að tilteknu efni sem hann vill vera í áskrift að. • Geymsluleitir (vista leit) en þá er leit vistuð á rafrænni hillu í leitir.is og þaðan má framkvæma hana aftur eftir þörfum. • Árvekniþjónusta (vista & tilkynna leit) þar sem leit er vistuð og notandinn fær sendar upplýsingar í tölvupósti þegar nýtt efni á hans áhugasviði bætist við. Tveir síðasttöldu þjónustuþættirnir krefjast innskráningar í leitir.is. Tungumálavirkni Í dag er boðið upp á viðmót á tveimur tungumálum í leitir.is – íslensku og ensku – en mögulegt er að bæta fleiri tungumálum við. Primo kerfið býður einnig upp á mismunandi virkni eftir tungumáli viðmóts, en í dag er uppsetningin þannig að virknin er óháð tungumáli og tungumálavirkni að mestu samkvæmt grunnuppsetningu kerfisins. Til að ná fram virkni tengdri tungumálum þarf að leggja í mikla vinnu við uppsetningu á íslenskum orðalistum og því er nauðsynlegt að sú vinna fari fram í samstarfi bæði við aðila á orðabókamarkaði og ekki síður aðila frá söfnunum sjálfum. Sem dæmi um virkni tengda tungumáli má nefna eftirfarandi: Stopporð eru orð sem kerfið lítur framhjá við leit og breytir í stafabil. Dæmi um stopporð geta til dæmis verið smáorð eins og „a“ „but“ „or“ og eins hafa boolean leitarskipanirnar „and“ „or“ „not“ með lágstöfum verið meðhöndlaðar sem stopporð. Stopporð þarf að meðhöndla með varkárni þar sem orð geta haft gjörólíka merkingu eftir tungumáli. Sem dæmi má nefna að orðið „and“ hefur gjörólíka merkingu í ensku og dönsku og erfitt gæti reynst að finna heimildir um Andrés önd á dönsku ef „and“ er meðhöndlað sem stopporð. Orðstofnastytting (stemming) felst í því að ef leit skilar færri en skilgreindu lágmarki leitarniðurstaðna (í dag er miðað við 25 niðurstöður) er leitarorðið stytt niður í næsta orðstofn. Dæmi um þetta er til dæmis leit að orðinu Langanes, en sú leit skilar einnig leitarniðurstöðum fyrir orðið langan. Orðstofnastyttingin í leitir.is byggir á Kstem algoritmanum. Samheitaleit virkar á þann hátt að þegar leit er framkvæmd er samtímis leitað að þekktum og skilgreindum samheitum. Þannig leitar kerfið bæði að „11“ og „ellefu“ ef leitarorðið „11“ er slegið inn að því gefnu að búið sé að skilgreina þessi orð sem samheiti. Áttirðu við? (Did you mean?) er virkni sem notendur þekkja orðið frá flestum leiðandi leitarvélum. Þessi virkni byggir á upplýsingum úr tungumálaskrám ásamt upplýsingum úr gögnunum sem eru í leitir.is og kemur með uppástungur um ný leitarorð, til dæmis ef leit skilar engum niðurstöðum. Röðun Röðun niðurstaðna (ranking) eftir fyrirframskilgreindum atriðum er ekki ný af nálinni og á leitir.is er hægt að raða leitarniðurstöðum efir höfundi, titli, útgáfuári og vægi. Vægisröðunin er nýmæli, en hún er sjálfgefin í leitir.is. Sú röðun gæti virst algjörlega tilviljunarkennd en svo er ekki. Við vægisröðun er einkum horft á staðsetningu leitarorðs og hversu oft það kemur fyrir í færslunni. Þannig raðast leitarniðurstöður ofar í niðurstöðulista ef leitarorðið kemur

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.