Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 29

Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 29
29 bókasafnið 36. árg. 2012 fyrir í höfundar- eða titilsviði heldur en ef það kemur fyrir í öðrum sviðum eins og til dæmis athugasemdarsviði. Að auki spila vinsældir ritsins inn í röðunina, en þær bækur sem eftirsóttastar eru og fara oftast í útlán raðast þá ofar í niðurstöðulista. 5. Gögnin Með leitir.is hefur opnast sá möguleiki að leita frá einum stað í fjölbreyttu efni safna, hvort sem um ræðir hefðbundið efni eins og bækur og tímarit eða óhefðbundið efni eins og ljósmyndir og rafbækur. Efnið er ýmist rafrænt eða prentað, íslenskt eða erlent og má nefna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, námsritgerðir, tónlist, kvikmyndir, kort og ljósmyndir. Eigendur og/eða ábyrgðaraðilar gagnanna eru bókasöfn landsins auk Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Gögnin eru uppfærð reglulega, allt niður í uppfærslu á klukkustundar fresti. Leitarvélinni leitir.is er þó ekki aðeins ætlað að leita í gögnum bókasafna, heldur er ætlunin að gera þar einnig leitarbær önnur söfn svo sem minjasöfn og listasöfn svo fátt eitt sé nefnt. Hér er verið að horfa til þess að gera aðgengilegar ljósmyndir, myndir og lýsingu á munum af ýmsu tagi, hljóð- og myndupptökur auk ýmis konar rafræns efnis. Leitir.is ræður enda ekki aðeins við lýsigögn á Marc-sniði heldur flest gögn á stöðluðu formi, til dæmis MarcXML og Dublin Core. Leiðarstefið er að notandinn finni ætíð í upplýsingaleit sinni fjölbreytt gögn sem eru í umsjá eða eigu íslenskra safna. Í dag eru gögnin aðgengileg á tveimur flipum í leitir. is. Á fyrri flipanum, Bækur, tímarit og fleira, er hægt að leita í Gegni og öðru íslensku efni. Á flipa tvö, Greinar í landsaðgangi, er leitað í Landsaðgangi. Vegna gífurlegs magns gagna í Landsaðgangi hefur ekki verið talið fýsilegt að gera hann leitarbæran á sama flipa og Gegni og annað íslenskt efni. Leggja þyrfti í mjög mikla vinnu við röðun til að tryggt væri að íslenska efnið týndist ekki í leitarniðurstöðunum. Bækur, tímarit og fleira Í dag eru eftirfarandi gagnasöfn aðgengileg þegar leitað er á fyrri flipa á leitir.is: • Bækur.is - stafræn endurgerð gamalla íslenskra bóka. • Elib - áskrift bókasafns Norræna hússins að hljóð- og rafrænum bókum. • Gegnir - samskrá íslenskra bókasafna. • Hirsla - geymir vísinda- og fræðigreinar starfsmanna Landspítala- háskólasjúkrahúss. • Myndavefur Ljósmyndasafns Reykjavíkur - inniheldur fjölmörg ljósmyndasöfn í eigu safnsins. • Skemman - safn námsritgerða og rannsóknarita íslenskra háskóla. • Timarit.is - veitir aðgang að fjölmörgum dagblöðum og tímaritum sem hafa verið gefin út á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Greinar í landsaðgangi Rafrænar áskriftir Landsaðgangs – hvar.is hafa verið gerðar aðgengilegar á sérstökum flipa í leitir.is. Nýmæli er að hægt er að leita í rafrænum tímaritsgreinum í áskrift Landsaðgangs en ekki einungis tímaritstitlum eins og áður var. Þegar leitað er í greinum í Landsaðgangi skilar leitin mjög yfirgripsmiklum niðurstöðum. Þetta er gert kleift á grunni þjónustu sem keypt er í áskrift af Ex Libris, en hún heitir Primo Central Index (PCI). Í PCI er búið að safna saman og lykla lýsigögn rafrænna tímaritsgreina frá fjölmörgum útgefendum og endursöluaðilum tímarita. Þegar leitað er frá flipanum Greinar í landsaðgangi í leitir.is er í reynd verið að leita í lýsigögnum PCI, sé áskrift til staðar sér SFX krækjukerfið um að veita aðgang að heildartexta greinar. Segja má að nánast allt efni Landsaðgangs sé aðgengilegt í gegnum leitir.is og hefur Ex Libris náð samningum við flesta útgefendur. Enn eru þó nokkrir útgefendur sem ekki hafa náðst samningar við og á Ex Libris nú í viðræðum við þá. Af þessum útgefendum má helst nefna EBSCO, Proquest og OVID en þó að ekki hafi náðst samningar er yfir 70% af efni þeirra nú þegar aðgengilegt í leitir.is gegnum aðra útgefendur og heildartexti aðgengilegur með SFX krækjukerfinu. Rafrænu áskriftirnar eru á mikilli hreyfingu og stöðugt er verið að bæta við nýjum gagnasöfnum. Þar af leiðir að efni sem vantar í leitarniðurstöður í dag gæti verið komið í grunninn næst þegar hann er notaður. Þá er efni í Oxford Art og Music Online (Grove söfnin) og Encyclopedia Britannica ekki leitarbært en tenglar á leitarvélar þeirra birtast neðst í leitarniðurstöðum í leitir.is. Úr leitarglugga á heimasíðu Landsaðgangs, hvar.is, er leit vísað í leitir.is. Niðurstaðan er sú sama og þegar leitað er beint frá flipanum Greinar í landsaðgangi. Þetta eru þannig tvær leiðir að sama marki. Rétt er að benda á að umhverfi leitir.is er að mörgu leyti ólíkt umhverfi einstakra gagnasafna Landsaðgangs og því gefur beinn samanburður á niðurstöðum úr leitir.is og niðurstöðum úr einstökum gagnasöfnum ekki alltaf rétta mynd af undirliggjandi gögnum. Þessa dagana er unnið að því að gera rafrænar séráskriftir safna sem skráðar eru í SFX krækjukerfið aðgengilegar í leitir.is. Þegar þeirri vinnu lýkur munu lánþegar fá aðgang að rafrænum áskriftum síns safns til viðbótar við áskriftir Landsaðgangs. Tilraunaáskrift að PCI lýkur í lok apríl 2012. Rætt er um að Landsaðgangur og söfn með rafrænar séráskriftir skipti á milli sín árlegum kostnaði vegna áskriftar að PCI frá og með maí 2012. Leitargluggi með tveimur flipum á leitir.is

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.