Bókasafnið - 01.05.2012, Side 34

Bókasafnið - 01.05.2012, Side 34
34 Útdráttur Hér verður fjallað um skólasöfn grunnskólanna, þróun þeirra og starfsemi. Lög og námskrár mynda ytri ramma safnanna en hinn mannlegi þáttur er einnig áhrifavaldur í starfseminni. Skólasöfn hafa þróast í takt við breytta tíma og þarfir en hindranir eru í veginum. Mikilvægt er að marka skýra stefnu bæði varðandi fagmenntun starfmanna sem og hvaða gæðakröfur má gera til skólasafns í metnaðarfullu skólasamfélagi sem vinnur að upplýsingalæsi. Sagt er frá stofnun nýs fagfélags, Félags fagfólks á skólasöfnum, sem er ætlað að tengja betur allt fagfólk á skólasöfnum og efla samvinnu þeirra á milli. Félaginu er einnig ætlað að vera vettvangur þeirra sem vilja stuðla að bættri umgjörð um starfsemi skólasafna. Inngangur Hér verður farið lauslega yfir sögu skólasafna grunnskólanna og hvernig þau hafa breyst á síðustu árum. Sagt er frá þróun skólasafnanna hér á landi en einnig er aðeins litið út fyrir landssteinana. Samfara þeim breytingum sem hafa orðið hefur margt áunnist á undanförnum árum. En stefna stjórnvalda virðist enn nokkuð óljós sem og stefna Kennarasambands Íslands, sem heldur utan um stóran hóp starfsmanna skólasafnanna. Nýtt fagfélag, Félag fagfólks á skólasöfnum, var stofnað á rótum Félags skólasafnskennara. Sagt er frá stofnun félagsins í tengslum við breytt starfssvið Hugleiðingar um skólasöfn grunnskólanna og Félag fagfólks á skólasöfnum Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Anna Björg Sveinsdóttir og hlutverk skólasafnanna. Farið verður yfir stefnumótun félagsins til framtíðar og helstu baráttumál. Í áranna rás hafa orðið breytingar á skólasöfnunum bæði hvað varðar mönnun þeirra og starfsemi (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Í upphafi voru söfnin lesstofur og svo virðist sem enn í dag hafi söfnin sterk tengsl við lestur í hugum margra. Í rannsókn Siggerðar Ólafar Sigurðardóttur (2011) er að finna vísbendingar um að margir skólastjórar tengi starfsemi skólasafnanna mun meira við lestur og bókaútlán en að þeir líti á þau sem upplýsingaver eða upplýsingamiðstöðvar. Á undanförnum árum hafa skólasöfnin mátt þola tímana tvenna, bæði hvað varðar minnkandi fjárveitingar en einnig breytingar á lögum og reglugerðum. Því er mikilvægt, sérstaklega nú á tímum erfiðra efnahagsaðstæðna og aukins samdráttar, að standa vörð um fagleg störf og vert er að minna á að það sem getur verið sparnaður í dag getur valdið miklum skaða þegar til lengri tíma er litið. Í rannsókn Siggerðar (2011) má sjá vísbendingar um þetta en þar má greina merki um varanlegan skaða ef ekki verður brugðist hratt og örugglega við. Stofnun félagsins og uppruni Þegar skólasöfnin voru stofnuð í grunnskólunum má gera ráð fyrir að í flestum tilfellum hafi þar starfað almennir kennarar. Þeir voru félagsmenn Kennarasambands Ísland og gjarnan kallaðir skólasafnskennarar. Félag þeirra, Félag skólasafnskennara, var rekið innan vébanda Kennarasambandsins og starfsheitið, sem hefur þó aldrei verið formlega viðurkennt eða löggilt á Íslandi, var mjög kennaramiðað. Þegar fór að færast í vöxt að ráða starfsfólk með mismunandi bakgrunn á skólasöfnin höfðu aðeins kennarar aðgang að Félagi skólasafnskennara, sem gerði allt samstarf erfiðara í framkvæmd. Þrátt fyrir að ekki hafði farið fram nákvæm rannsókn á menntun starfsmanna skólasafnanna síðan Sigrún Klara Hannesdóttir gerði sína rannsókn 1997 er ljóst að þar starfaði fólk með mismunandi faglegan bakgrunn (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Einhver söfn höfðu kennaramenntaðan starfsmann, á öðrum söfnum voru

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.