Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 35

Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 35
35 bókasafnið 36. árg. 2012 kennarar sem tekið höfðu viðbótarnám í bókasafnsfræðum, nokkur skólasöfn voru mönnuð bókasafns- og upplýsinga- fræðingum og á enn öðrum var mönnun leyst með öðrum hætti. En þrátt fyrir ólíkan faglegan bakgrunn þótti ljóst að það var fleira sem sameinaði starfsmenn safnanna en aðskildi og því var ákveðið að stuðla að stofnun sameiginlegs fagfélags. Vorið 2007 var boðað til fundar þar sem tekin var sú ákvörðun að stofna nýtt félag með það að markmiði að stefna að uppbyggingu skólasafnanna á landsvísu og að skólasöfnin yrðu vettvangur fræðslu (Félag fagfólks á skólasöfnum, [án árs]). Félaginu var ætlað að styðja við fagmenntun og fagvitund félagsmanna auk þess að stuðla að samvinnu milli skólasafna og standa vörð um hag þeirra á einn eða annan hátt. Á aðalfundi Félags skólasafnakennara 15. mars 2007 var stofnað Félag fagfólks á skólasöfnum, skammstafað FFÁS. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Formaður :  Pia Viinikka, Húsaskóla, Reykjavík. Varaformaður: Guðný Ísleifsdóttir, Ingunnarskóla, Reykjavík. Ritari: Hallbera Jóhannesdóttir, Brekkubæjarskóla, Akranesi. Gjaldkeri: Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Langholtsskóla, Reykjavík. Meðstjórnandi: Árný Jóhannesdóttir, Foldaskóla, Reykjavík. Varamenn: Guðbjörg Garðarsdóttir, Breiðagerðisskóla, Reykjavík. Guðríður Kristjánsdóttir, Réttarholtsskóla, Reykjavík. Í lögum Félags fagfólks á skólasöfnum er kveðið á um að félagið sé félag fagmenntaðs starfsfólks á skólasöfnum. Þeir sem eru kennaramenntaðir og hafa viðbótarmenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum geta orðið félagar sem og þeir sem hafa lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræði. Um hlutverk félagsins segir: • að efla starf á skólasöfnum og stuðla að viðurkenningu starfsins sem sérhæfðrar starfsgreinar. • að gæta hagsmuna félagsmanna við gerð kjarasamninga í þeim stéttarfélögum sem þar á við. • að efla samheldni, tengsl og stéttarvitund félagsmanna. • að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna gagnvart innlendum og erlendum aðilum. • að efla faglegt starf meðal félagsmanna og vinna að því að allir sem starfa á skólasöfnum hafi menntun við hæfi. • að stuðla að endurmenntun félagsmanna. • að efla rannsókna- og fræðistörf sem varða skólasöfn. • að efla samstarf við sambærileg erlend félög (Félag fagfólks á skólasöfnum, 2007). Félagsmenn hafa lagt áherslu á að tekið verði upp starfsheitið forstöðumaður skólasafns en það er í samræmi við starfsheiti bókasafns- og upplýsingafræðinga í framhalds- skólunum sem kallast forstöðumenn bókasafna. Þróun og starfsemi skólasafna í grunnskólum Saga skólasafna á Íslandi spannar orðið allmörg ár. Óljóst er hvenær fyrsta safnið var stofnað en flestir tengja uppruna þeirra lesstofum sem nokkrir skólar opnuðu í Reykjavík. Tilgangurinn var einkum að skapa nemendum hæfileg viðfangsefni og kenna þeim að nota safn (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Saga lesstofanna, sem og skólasafnanna, er líka nátengd því framsýna fólki sem barðist fyrir bættu aðgengi barna að bókum. Í byrjun virðast helstu baráttumálin hafa verið bætt aðgengi, en staðsetning safnanna var oft á tíðum mjög óheppileg, sem og almennt bættur hagur safnanna. Á fundi fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1970 voru lagðar fram reglur um bókasöfn í skólum. Þessar umræður leiddu til þess að ráðinn var skólabókafulltrúi sem hafði eftirlit og umsjón með skólabókasöfnum í Reykjavík og var jafnframt starfsmaður Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Þessi vinna leiddi svo af sér Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur sem þjónar nú öllum grunnskólum borgarinnar (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Það var stórt skref að starfsemi skólasafna var tilgreind í lögum um grunnskóla árið 1974. Þar var talað um að skólasafnið væri hjarta skólans og eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu (nr. 63/1974). Stuðningur við starfsemi skólasafnanna og breytt viðhorf um hlutverk þeirra gáfu nýja möguleika á fjölbreyttu og þverfaglegu starfi með tilliti til samþættingar og sjálfstæðrar vinnu nemenda. Skólasafnið átti að koma inn í það samstarf sem eins konar þungamiðja. Til að styðja við lögin stóð til að setja reglugerð um starfsemi skólasafna. Hún kom þó aldrei út þrátt fyrir að kveðið væri á um setningu slíkrar reglugerðar í eldri grunnskólalögum bæði frá 1974 og 1991 (nr. 49/1991). Því hefur verið erfitt að vísa í ákvæði um hvernig mennta- og menningarmálamálaráðuneyti og síðar sveitarfélög hygðust þróa söfnin. Við yfirtöku skólanna hafa sveitarfélögin því aldrei fengið eða sett ákveðnar reglur um starfsemi skólasafna í grunnskólum (Friðrik G. Olgeirsson, 2004). Á síðustu árum hefur krafan um aukna samvinnu milli landa og einnig milli hinna ýmsu sviða samfélagsins orðið nokkuð áberandi í Evrópu. Innan menntakerfisins hefur krafan um að hver nemandi hafi meira um nám sitt að segja orðið æ háværari, ekki bara til að auka áhuga hans á náminu heldur einnig til að búa hann betur undir að fást við hin ýmsu verkefni sem bíða hans í lífinu. Þessar kröfur þekkingarsamfélagsins kalla á breytingar innan menntasamfélagsins (Kerr, 2004). Krafan um bætta menntun og símenntun færist í vöxt hjá nágrannaþjóðum okkar og einnig krafan um meiri samvinnu milli skóla og skólasafns sem og almenningssafna. Þar er samfélagið að bregðast við stefnuyfirlýsingum IFLA/UNESCO (Marquardt, 2008).

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.