Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 36
36
bókasafnið 36. árg. 2012
Í stefnuyfirlýsingu UNESCO og IFLA um skólasöfn er
lýst stefnu starfsemi skólasafnanna og tekið er fram að
starfsfólk bókasafnanna eigi að styðja við notkun bóka og
annars upplýsingaefnis. Lögð er áhersla á að safnkosturinn
sé mikilvæg viðbót við námsbækur og kennslu nemenda
og tryggja þurfi nemendum gott aðgengi að safninu.
Í stefnuyfirlýsingunni eru ennfremur sett fram rök sem
sýna fram á að þegar bókasafns- og upplýsingafræðingar
og kennarar vinna saman, nái nemendur betri tökum á
læsi, upplýsinga- og samskiptatækni og námi almennt
(Stefnuyfirlýsing UNESCO/IFLA um skólasöfn, 2003).
Kjarni samvinnunnar er námskráin segir Bruce (2003) en að
henni koma kennarinn, forstöðumaður skólasafns og fagaðili
á sviði upplýsingatækni. Samvinnan verður að vera innan þess
ytri ramma sem lagaákvæði tilgreina og einnig verklagsreglur
um upplýsingalæsi og rannsóknir.
Mikilvægi samvinnunnar kemur líka fram í viðmiðunar-
reglum bandarísku skólasafnssamtakanna um upplýsingalæsi.
Með því að auka getu hvers og eins til að vinna sjálfstætt hefur
nemandinn kunnáttu og færni til að afla upplýsinga, meta
þær og miðla þeim í takt við kröfur um siðferði og þær reglur
sem við eiga. Þannig má með velvilja og skilningi þeirra sem
stýra skólamálum vinna að bættu námi þegar til framtíðar
er litið bæði fyrir nemandann, skólann og samfélagið í heild
(American Library Association of School Librarians, 2007).
Mikilvægt er að hver nemandi fái kennslu við hæfi hverju
sinni en ekki sé einungis miðað við nemanda sem hluta af
ákveðnum hópi. Þetta hefur verið kallað einstaklingsmiðað
nám. Með því að kennarar og skólasafn vinni náið saman á
þverfaglegan hátt og í samræmi við námskrár, má gera ráð
fyrir að enn betur megi sinna hverjum og einum nemanda.
Eða eins og segir í grunnskólalögum, hlutverk grunnskóla
í samvinnu við heimilin er að stuðla að alhliða þroska allra
nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í
sífelldri þróun (Lög um grunnskóla nr. 91/2008).
Þegar hlutverk skóla er skoðað og hvar áherslur liggja
í kennslumálum er undarleg sú ákvörðun yfirvalda að
fella úr lögum ákvæði um skólasöfn bæði í framhalds- og
grunnskólum eins og gerðist árið 2008 (Lög um grunnskóla
nr. 91/2008; Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008). Ákvörðunin
virðist hafa verið tekin án allrar faglegrar umræðu eða
sýnilegra ástæðna og hafði í för með sér miklar breytingar
á vinnuumhverfi safnanna. Þessi lagabreyting átti sér stað
þrátt fyrir aðild Íslendinga að alþjóðlegum yfirlýsingum um
upplýsingalæsi eins og Pragyfirlýsingunni, en þar segir:
„Upplýsingalæsi ætti að vera órofa hluti af menntun fyrir alla“
(Pragyfirlýsingin um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu,
2003).
Þremur árum síðar eða vorið 2011 birtust aftur ákvæði um
skólasöfnin í grunnskólalögum. Þar stendur:
Í öllum grunnskólum skal gera ráð fyrir skólasafni eða tryggja
með öðrum hætti aðgang nemenda að þjónustu slíks
safns sem skal vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og
kennara. Það skal búið bókum og nýsigögnum auk annars
safnkosts sem tengist námsgreinum og námssviðum
aðalnámskrár grunnskóla (Lög um grunnskóla nr. 91/2011).
Í orðalagi lagaákvæðisins má finna þverfaglega áherslu sem
kallar á að skólasöfnin sinni enn frekar eflingu upplýsingalæsis.
Mætti því ætla að sá starfsmaður, sem ber ábyrgð á starfsemi
safnsins, þyrfti að hafa til að bera þekkingu og hæfni á sviði
bókasafns- og upplýsingafræða sem og menntun í uppeldis-
og kennslufræði. Því hefði verið fengur að því að fá ákvæði
um fagmenntun starfsmanns inn í lagaákvæðið.
Þegar ekki er gerð krafa um fagmenntun starfmanns,
sem þó er ætlað það hlutverk að sinna daglegum rekstri
safnsins, styðja við kennslu og leiða kennslu í upplýsinga-
og tæknimennt, er margt að óttast. Því er mikilvægt að til
komi skilningur skólastjórnenda á starfsviði skólasafnsins.
Með fagmenntun starfsmanna eru mun meiri líkur á að
þekking sé til staðar þannig að starfið er unnið í takt við
skólasamfélagið, fyrir nemendur, kennara og foreldra.
Fagmenntaður starfsmaður ætti að hafa á valdi sínu þekkingu
á stjórnun, hæfni í samskiptum og samvinnu, þekkingu
á sviði upplýsingalæsis og tækniþekkingu á sviði ýmissa
miðla. Fagmenntunin stendur einnig fyrir hæfni til að sinna
samskiptum við aðrar safnaeiningar og að unnið sé samkvæmt
viðmiðum um upplýsingalæsi og innan þess ramma sem lög
og aðalnámskrá marka (Lög um almenningsbókasöfn nr.
36/1997).
Skortur á ytri ramma skólasafnanna hefur valdið óöryggi
við skipulag safnanna. Lagabreytingarnar hafa þar vissulega
haft áhrif en ekki síður sú staðreynd að sveitarfélög og
skólar virðast geta að stórum hluta ráðið hvernig unnið er að
skipulagi kennslu í upplýsinga- og tæknimennt og hvernig
skipulag safnsins kemur inn í þá vinnu. Og ljóst er að miklu
getur munað. Þegar reglur um starfsemi safnanna skortir
er hætta á að þjónusta við nemendur og starfsfólk séu háð
geðþótta þeirra sem stjórna skólunum. Þessir þættir hafa þó
ekki verið nægjanlega kannaðir hér á landi síðustu ár en hætt
er við að efnahagsaðstæður geti valdið ýmsum breytingum.
En í óformlegri könnun FFÁS (vor 2011) má einkum sjá þess
merki eftir árið 2008 bæði á þjónustu, bókakosti, aðgengi og
Mynd 1. Samþætt vinna um námskrá og viðmiðunarreglur um
upplýsingalæsi (Bruce, 2003).