Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 37

Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 37
37 bókasafnið 36. árg. 2012 starfsmannahaldi safnanna (Félag fagfólks á skólasöfnum, 2011). Styðja má við starfsemi skólasafnanna og það nám sem þar fer fram með skýrri námskrá. Um þessar mundir er unnið að útgáfu nýrrar námskrár og hefur almennur hluti hennar þegar verið gefinn út en það er hinn sameiginlegi kjarni sem öll námssviðin og greinarnar byggjast á. Þar er talað um grunnþætti í allri menntun sem eru: Læsi í víðum skilningi Menntun til sjálfbærni Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Jafnrétti Sköpun (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011) Þessir grunnþættir eiga að vera leiðarljós í allri almennri menntun og starfsháttum grunnskólans. Þeir eiga að birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Mikilvægt er að vel takist til og aðkoma upplýsinga- og tæknimenntar sé skýr sem þverfaglegur námsþáttur sem tengist öllum greinum skólans. Í ritstjórn kaflans um upplýsinga- og tæknimennt sitja fulltrúar frá Félagi fagfólks á skólasöfnum og 3f Félagi um upplýsingatækni og menntun og eru þeir fulltrúar faglegra þátta námssviðsins. Með þeim breytingum, sem eru að verða á skólasöfnunum í átt til upplýsingamiðstöðva, má ætla að skoða þurfi lagasetningu um menntunarkröfur starfsmanna skóla safna í grunnskólum en í dag er ekki gerð nægjanleg krafa um fagmenntun þeirra er þar starfa. Í lögum um almennings- bókasöfn, sem eru skilgreind sem bókasöfn fyrir almenning rekin af sveitarfélögum, er kveðið á um að forstöðumenn þeirra hafi menntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræða (Lög um almenningsbókasöfn, nr. 36/1997). Því er spurning hvort sömu lög nái ekki yfir skólasöfnin sem eru einnig rekin af sveitarfélögunum. Lögin eru nú í endurskoðun en með auknum kröfum um samvinnu bókasafna og mikilvægi þeirrar starfsemi sem þar á að fara fram er brýnt að skólasöfnin geri sömu kröfur til menntunar og starfsemi og önnur bókasöfn. Ef kennsla á að fara fram á skólasöfnum eða stuðningur við kennslu sem eflir upplýsingalæsi er nauðsynlegt að menntun starfsfólks sé í samræmi við það. Árið 1984 úrskurðaði þáverandi menntamálaráðherra í deilumáli skólasafnskennara og bókasafns- og upplýsingafræðinga um hvor starfsstéttin væri rétthærri til starfs á skólasöfnum. Lagt var að jöfnu hvort viðkomandi starfsmaður hefði lokið grunnnámi í menntunarfræðum og viðbótarnámi í bókasafns- og upplýsingafræðum eða grunnnámi í bókasafns- og upplýsingafræði og viðbótarnámi í menntunarfræðum (Friðrik G. Olgeirsson, 2004). Í rannsókn Sigrúnar Klöru Hannesdóttur frá 1997 kemur fram að meirihluti starfsmanna skólasafna í grunnskólum voru þá kennarar. Margir höfðu þó viðbótarmenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum en einungis lítill hluti starfsmanna var bókasafns- og upplýsingafræðingar (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Veturinn 2010-2011 gerði Félag fagfólks á skólasöfnum könnun á högum félagsmanna. Könnunin var rafræn og lögð fyrir öll grunnskólasöfn sem gáfu upp virk netföng. Á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis kemur fram að grunnskólar landsins eru 174. Ekki eru til tölur um hvort allir skólarnir hafi skólasafn eða aðgang að skólasafni en eitthvað er um samsteypusöfn, einkum í skólum á landsbyggðinni. Þess vegna kom ekki nægilega skýrt fram hvert var hið raunverulega svarhlutfall. Engu að síður gefur könnunin vísbendingar um stöðu mála. Svörun var misjöfn eftir landshlutum. Fá svör bárust frá Austurlandi og Suðausturlandi sem og af Vestfjörðum. Til að ná til sem flestra var könnunin send á póstlista forstöðumanna skólasafnanna. Svarendur höfðu vikuna 11.- 15. apríl til að svara. Svör bárust frá 84 skólum sem er um 48% svarhlutfall. Svo lítil svörun vekur upp ýmsar spurningar og rýrir jafnframt upplýsingagildið. Svarkvarðinn var í kennslustundum en ekki klukkustundum. Þegar spurt var um stéttarfélag forstöðumanns skólasafns var svörunin á þessa leið: Hér kemur ýmislegt á óvart. Í rannsókn Sigrúnar Klöru Hannesdóttur frá 1997 kom fram að á skólasöfnum grunnskólanna voru oftast starfandi kennaramenntaðir einstaklingar þar sem sumir hverjir höfðu viðbótarmenntun á sviði bókasafnsfræða. Nú eru hins vegar 27% svarenda bókasafns- og upplýsingafræðingar. Jafnframt kemur fram að 29% svarenda eru í öðrum stéttarfélögum. Þessar niðurstöður eru ekki alveg ljósar og þarfnast frekari rannsókna. Ætla má að um nokkuð hátt hlutfall ófaglærðra einstaklinga sé að ræða. Eins má velta því fyrir sér hvaða hópi þeir tilheyra sem ekki svara, eða hvort það voru söfn án fastra starfsmanna (Félag fagfólks á skólasöfnum, 2011). Varðandi menntun starfmanna á skólasafni má benda á að Háskóli Íslands býður upp á framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræði, MLIS (e. Master of Library and Information Science) ætlað fólki sem hefur lokið grunnnámi í annarri grein. Stór hluti nemenda í þessu framhaldsnámi hefur lokið kennaranámi (Ágústa Pálsdóttir, 2009). Jafnframt má benda á að Menntavísindasvið Háskóla Íslands (fyrrum Kennaraháskóli Íslands) hefur boðið upp á námskeið á sviði tæknimenntar sem nefnist upplýsingatækni og miðlun. Það nám er byggt upp á ólíkan hátt og MLIS námið við Stéttarfélag Fjöldi svara Svarhlutfall Kennarasamband Íslands (KÍ) 37 44% Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) 23 27% Önnur félög 24 29%

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.