Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 38

Bókasafnið - 01.05.2012, Qupperneq 38
38 bókasafnið 36. árg. 2012 Háskóla Íslands í bókasafns- og upplýsingafræðum. Í því námi er mun meiri áhersla lögð á tæknifærni og samskiptatækni kennaraefnanna en bókasafns- og upplýsingafræði. Staðan í dag og stefnumótun til framtíðar Skólasöfnum á Íslandi er almennt skipt upp í tvo flokka, skólasöfn í grunnskólum annars vegar og skólasöfn í framhaldsskólum hins vegar. Starfsemi þessara safna hefur löngum verið nokkuð ólík af ýmsum ástæðum. Skólasöfn framhaldsskólanna hafa haft ólík verksvið en það kemur fram bæði í lögum um framhaldsskóla sem og í kröfum til starfsfólks (Lög um framhaldsskóla, nr. 80/1996). Söfnin starfa þó öll á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er upplýsingalæsi kjarni upplýsingamenntar. En þótt nemendur grunnskólans séu í skyldunámi og eigi rétt á að fá þjálfun í helstu grunn- þáttum upplýsinga- og tæknimenntar er ekki þar með sagt að allir fái sambærilega kennslu og nái tilsettum markmiðum. Einnig þarf að skilgreina betur hver markmiðin eru og hvaða hæfni hver nemandi skuli hafa að loknu námi í grunnskóla. Þegar nemendur koma í framhaldsskóla er gert ráð fyrir að þeir hafi tileinkað sér ákveðna kunnáttu og færni í upplýsinga- og tæknimennt til samræmis við þau markmið sem sett eru fram í aðalnámskrá grunnskóla. Hins vegar virðist allur gangur vera á þekkingu nemenda og færni á þessu sviði. Hvort skýringin felist í óskýrri, opinberri markmiðssetningu eða mismunandi áherslum skólanna skal ósagt látið. En ljóst er að slíkt kann að valda nemendum óþægindum nú þegar upplýsingalæsi og tækniþekking gegna svo mikilvægu hlutverki í námi og starfi. Þótt lög og reglugerðir skipti máli fyrir starfsemi safnsins þá eru vissulega fleiri áhrifavaldar, svo sem húsnæðið eða rýmið sem skólasafnið hefur til afnota. Í rannsókn Siggerðar (2011) töldu flestir skólastjórnenda gott aðgengi að skólasafni mikilvægt og að staðsetningin væri með þeim hætti að sem flestir ættu leið um safnið eða hjá því. Staðsetning hefði áhrif á notkun og starfsemi þess. Í rannsókninni kom einnig fram að stærð skólasafnsins væri ekki endilega mæld í fermetrum heldur í opnunartíma og máli skipti að það væri opið nem- endum sem lengst á skólatíma. Þessi svör eru í ákveðnu ósamræmi við könnun FFÁS (2011) frá sama tíma en þar kemur fram að víða í skólum hefur stöðuhlutfall starfsmanna safnanna verið skert til muna, mismunandi mikið og sjá má tölur niður í allt að 70% skerðingu. Við þessar aðstæður er erfitt að halda uppi metnaðarfullu starfi, hvað þá að sinna stefnumótun til framtíðar. Því má velta fyrir sér hvort sveitarfélög og skólastjórnendur ætli nú að reka skólasöfn sín sem lesstofur með sem lengstan opnunartíma með aðaláherslu á að sinna þörfum nemenda í frjálsum lestri og hlutverk starfsmanns safnsins sé fyrst og fremst að sjá um bókaútlán. Þá vaknar einnig sú spurning hverjar séu áherslur skólans á fagmenntun starfmanns á skólasafni en í rannsókn Siggerðar (2011) kom fram að í einhverjum skólum væru kennarar komnir á kennsluafslátt sem sinntu vinnuskyldu sinni á skólasafninu við útlán bóka og annarra gagna. Þó litið sé fram hjá faglegum sjónarmiðum hlýtur sú ákvörðun að vera á verulega gráu svæði eða jafnvel ólögmæt vegna kjarasamninga kennara við sveitarfélög landsins. Þar er talað um að kennarar sem komnir eru á kennsluafslátt sökum aldurs geti fyllt sína stöðu með vinnu við önnur fagleg störf svo lengi sem það er ekki vinna með nemendum (Kennarasamband Íslands, 2005- 2007). Metnaðarfullt starf hefur oft aukinn kostnað í för með sér og þverfaglegt nám og samþætt kennsla er dýrari leið ef skólastarf er einungis metið í peningum. Hins vegar er ávinningurinn mun meiri þegar til lengri er tíma litið. Því er mikilvægt fyrir allt skólastarf að skólastjórnendur og skólayfirvöld taki höndum saman og að ekki sé litið eingöngu til kostnaðar heldur til ávinnings annarra þátta. Niðurskurður virðist hins vegar nú þegar vera farinn að hafa veruleg áhrif á skólasöfn landsmanna, of lítið eftirlit virðist vera með fjármagni sem renna á til skólasafnanna og uppbyggingar þeirra. Starfsemi skólasafnanna virðist einnig vera mjög háð áhuga skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna (Brynhildur Þórarinsdóttir, 2011). Fleira þarf að koma til svo safnið virki eins og því ber í skólasamfélaginu og voru safnkostur og starfsmaður nefnd í því sambandi (Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, 2011). Huga þarf að endurnýjun safnkosts, því ekki má bregðast væntanlegum lesendum, og ljóst er að slakt ástand er ekki hægt að umbera nema í mjög takmarkaðan tíma. Skólastjórnendur nefndu líka að starfsmaðurinn skipti máli fyrir starfsemina (Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, 2011). Flestir þeirra töldu að þverfaglegt eða samþætt nám væri undir því komið hvort skólasafn hefði til að skipa hæfum starfsmanni með viðeigandi menntun, sem væri hæfur í samskiptum, í senn hvetjandi og styðjandi. Þannig sjái kennarar kostina við samvinnu og samþættingu námsgreina og séu viljugir að starfa þvert á greinar í takt við virkan starfsmann á skólasafni. Þess skal getið að rannsókn Siggerðar var unnin í skólum þar sem um var að ræða fagmenntaðan starfsmann sem var hvetjandi og styðjandi og vann yfirleitt í miklu samstarfi við skólasamfélagið. Ætla má að þar hafi skólastjórnendur stutt öðru vísi við starfsemi skólasafns en þar sem um litla eða mjög takmarkaða samvinnu var að ræða. Ljóst er að ef vel á að takast þarf skólasafnið að veita nem- endum og kennurum gott aðgengi og rými til að takast á við síbreytileg verkefni samtímans. Skólinn vinni sem sam- félag að verkefnum undir ákveðinni stjórn, hafi skýra stefnu- mörkun gagnvart samvinnu og verkefni séu unnin í takti við þarfir nemenda hverju sinni. Skólasafnið þarf að vera liður í því samfélagi. Í þessu umhverfi starfar Félag fagfólks á skólasöfnum. Brýnt er að vinna að stefnumörkun félagsins og styðja og hvetja félagsmenn til að vinna að bættu skólasamfélagi og aukinni þátt töku í eflingu upplýsingalæsis. Til að stefnumörkun verði hvað markvissust hefur verið lögð áhersla á koma að sem flestum verkefnum sem koma að ytri og innri ramma skólasafnanna. Sem dæmi má nefna aukið innlent samstarf, ekki einungis á milli bókasafnanna heldur einnig á milli hópa, sem vinna að barnabókum og barnamenningu. Árið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.