Bókasafnið - 01.05.2012, Page 43

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 43
43 bókasafnið 36. árg. 2012 mikilvægi yfirmanns vegna upplýsingaflæðis, hvatningu og trausts og starfsmannaviðtala. Viðmælendur telja að oftast sé upplýsingaflæði á söfn- unum gott, sumt gleymist þó og getur þá valdið starfsmanni óþarfa pirringi og óþægindum. Samkvæmt þeim virðast flest söfnin vera með ákveðið ferli til að koma upplýsingum áleiðis. Verkefni eru kynnt og ákvarðanir teknar á fundum, fundargerð er birt á innra neti, tilkynningar eru hengdar upp á upplýsingatöflu, styttri en áríðandi skilaboð eru send með tölvubréfi eða upplýsingar berast á milli, svona „maður á mann“ til dæmis í spjalli á kaffistofu. Fyrir flestar þeirra veitir það öryggi í starfi að vita nokkurn veginn hvað er í gangi og hvað aðrir starfsmenn eru að gera. En það er ekki bara í höndum yfirmanns að upplýsa starfsfólk, segja þær, heldur verður það líka að fylgjast með. Þær vilja gjarnan fá að sýna sjálfstæði og frumkvæði, segja að það fylgi lifandi starfi. Það er hvetjandi ef hrós vinnufélaga fylgir í kjölfarið. Ef yfirmaður felur starfsmanni ábyrgð meta þær það sem jákvæða traustsyfirlýsingu. Og þær eru sammála um að það sé mikilsverð tilfinning að finna að vinnan sem þær inna af hendi sé yfirmanni einhvers virði. Viðmælendur eru á því að starfsmannaviðtal með yfir- manni sé gott fyrir báða aðila. Flestir yfirmenn tryggja starfs- mönnum sínum viðtal einu sinni á ári en þó er það ekki öruggt á öllum söfnunum. Þær sem til þekkja eru mjög ánægðar með að geta rætt stöðu sína og líðan í formlegu viðtali. 4. Aðrir þættir sem hafa áhrif á sálartetrið Í þessum kafla er hugað að öðrum þáttum sem hafa áhrif á líðan og starfsánægju. Til dæmis hvað starfsfólki finnist skemmtilegast í starfinu og hvar launin séu á ánægjuvoginni. Spurt var hvað starfsfólk geri til að halda léttum starfsanda í dagsins önn og hvort samskipti og samstarf starfsmanna safnsins við starfsmenn annarra safna hefðu áhrif á starfs- ánægju? Ef starfsmanni finnst starfið skemmtilegt er sennilegt að honum líði vel í vinnunni. Þær voru sammála um að skemmtilegasti staðurinn væri afgreiðslan. Þó að þjónusta við viðskiptavini væri oft krefjandi væri hún jafnframt lifandi og skemmtileg. Þessi spurning var ekki lögð formlega fyrir alla þátttakendur en það skín í gegn að þjónustustarfið og samskipti við viðskiptavini ásamt léttum samskiptum við vinnufélaga geri vinnuna skemmtilega. Þær kunna vel að meta huggulega morgunfundi og góð- gæti með kaffinu. Það vekur notalega stemningu. Svo er ýmislegt sem vinnufélagar gera til þess að hrista hópinn saman og brjóta upp hversdaginn. Það er farið út að borða, í leikhús, haldin jólagleði og farið í menningar- og vísindaferðir en léttleiki skapast einnig vegna einhverra lítilla atburða á safninu sem ekki er síður skemmtilegt að halda upp á. Fjölbreytt starf þeirra virðist hafa mikil áhrif á líðan og viðhorf þeirra til vinnunar. Þær leggja mikla áherslu á hversu gott það sé að brjóta upp vinnudaginn með því að flytjast á milli verkefna. Hámark virðist vera tveir til þrír tímar við hvert verkefni. Með þessu fyrirkomulagi verða þær virkari, ferskari, fjölhæfari og óþreyttari. Þar að auki gerir þetta þeim auðveldara að ganga í störf vinnufélaga þegar leysa þarf forföll. Og með þessu fyrirkomulagi eru allir að vinna með öllum. Þær segja endurmenntun vera hluta af starfinu og hún fari fram á ýmsan máta. Endurmenntun segja þær styrkja sig í starfi og hún sé í formi einstaklingsmenntunar eða sameiginlegrar símenntunar. Þær eru greinilega mjög ánægðar með það form símenntunar að hitta starfsfólk annarra safna. Fyrir utan að það geti verið „hugguleg“ stund þá hittast kollegar, spjalla saman, hlusta á erindi, liðsinna, ýta undir samstarf, mynda tengsl, rölta um og skoða hvað gestgjafar hafa verið að gera, fá hugmyndir og sá fræjum. Svona heimboð á milli samstarfssafna er besta endurmenntunin, segja þær sem til þekkja. Þær vilja hæfilega krefjandi verkefni og gegna ábyrgðar- hlutverki í starfi. Eins segja þær mikilvægt að dreifa ábyrgð á milli starfsmanna. Þær segja að ef þeim sé falin ábyrgð fylgi henni traustsyfirlýsing yfirmanns og í kjölfarið ánægja þeirra. Jafnframt því sem þetta sé mikil hvatning gera þær sér líka grein fyrir því að aukin ábyrgð geti valdið álagi og stressi. Það er ekki mikið að segja um launin nema þær segja að þau séu lág en þær eru ekki í vinnu á almenningsbókasafni vegna launanna heldur starfsins. Bestu launin er ánægjulegt starf, vellíðan í góðu starfsumhverfi og öryggi. Lokaorð Niðurstöður verkefnisins afmarkast af aðferð rannsóknarinnar. Engu að síður gefa þær ákveðna innsýn í líðan og starfsánægju starfsfólks bókasafna. Það er vonandi að starfsfólk bókasafna, bókasafns- og upplýsingafræðingar og annað fagfólk er kemur að starfsmannamálum, starfsemi og rekstri bókasafna geti nýtt sér rannsóknina og niðurstöðurnar á leiðbeinandi hátt við að gera gott safn betra með tilliti til líðanar starfs- manna og þar með þjónustu safnsins. Í samanburði við þær kenningar og erlendu rannsóknir um starfsánægju sem fjallað er um í fræðilega hluta verkefnisins eru niðurstöður sambærilegar og engin ástæða til annars en að huga af fullri alvöru að öllum þeim þáttum sem varða ánægju og vellíðan starfsmanns bókasafns. Abstract Job Satisfaction in Public Libraries: A qualitative research on job satisfaction among public library employees in the Greater Reykjavík Area The aim of this study was to find answers to the following questions: How do public library employees feel at work? What are the main factors affecting their job satisfaction? To what extent is their sense of well-being affected by their relationship with their colleagues and supervisors? Job satisfaction and dissatisfaction are observed in accordance with Maslow´s Hierarchy of Needs and Herzberg‘s Two Factor

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.