Bókasafnið - 01.05.2012, Page 47

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 47
47 bókasafnið 36. árg. 2012 safna, auk þess Guðrúnu Kristjánsdóttur, deildarstjóra í tölvum, og loks Kristínu Eddu Júlíusdóttur, kennara. Í Tungu- skóla ræddi ég við Erlu Ósk Helgadóttur, bókasafns- og upplýsingafræðing, Vigdísi Jónsdóttur, kennsluráðgjafa í tölvum, og Þórhildi Atladóttur, kennara. Konurnar höfðu allar starfs reynslu í viðkomandi starfi en mislanga þó. Þar sem rannsóknin var eigindleg er ekki hægt að alhæfa um niðurstöður hennar. Enginn skólanna þriggja sem rann- sóknin nær til er heildstæður. Bugðuskóli er tæplega 300 nemenda skóli fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Flugumýrarskóli er einnig tæplega 300 nemenda skóli fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Tunguskóli er rúmlega 400 nemenda skóli fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Það er nauðsynlegt að hafa þennan mun á skólum í huga þegar niðurstöður rannsóknar eru lesnar því starfsemi skólanna er ekki alveg sambærileg. Öflun rannsóknargagna hófst í lok ágúst 2010 og lauk 31. janúar 2011. Því næst tók við greining gagnanna og þá komu í ljós þrjú meginþemu sem skiptust síðan í nokkur undirþemu. Hér verður einungis fjallað um meginþemun. Fyrsta meginþemað nefnist skólasafnið. Annað meginþemað er aðkoma yfirvalda og skólastjórnenda. Þriðja og síðasta meginþemað heitir samstarf og samstarfsverkefni innan skólans. 3. Skólasafnið Ef starfsemi allra þriggja safnanna er borin saman þá sést að í Bugðu- og Flugumýrarskóla er starfað á líkan hátt og þar er mikið samstarf á milli bókasafns- og upplýsingafræðings, fagaðila í tölvum og kennara. Þeir líta á sig sem samstarfsteymi og skipuleggja starfsemina saman. Þeir sinna hver sínu fagsviði en saman leiðbeina þeir nemendum í upplýsinga- og tæknimennt, standa fyrir og taka þátt í stórum og smáum verkefnum sem oft eru þvert á námsgreinar. Þá veita þeir samstarfsmönnum sínum faglega ráðgjöf hver á sínu sviði. Í Flugumýrarskóla hafa safnið og annað tölvuver skólans verið sameinuð og gerð að upplýsingamiðstöð skólans. Þar er upplýsinga- og tæknimenntin undir sama hatti. Í Bugðuskóla hefur slík sameining ekki átt sér stað en þrátt fyrir það stendur safnið engu að síður undir nafni og er upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Gott aðgengi er að tölvum og þar á sér stað náið samstarf milli fagaðila í tölvum og kennara án þess að það tengist þeirri kennslu sem fram fer í tölvuverum. Fyrir utan þessi samstarfsverkefni fara kennarar með bekkina sína í tölvuver og sinna þar tölvukennslu sem sérfagi í samstarfi við fagaðila í tölvum sem tengist yfirleitt ekki verkefnum skólasafnsins. Samskonar kennsla í tölvuverum á sér stað í Tunguskóla. Hins vegar sker starfsemi skólasafns Tunguskóla sig frá hinum söfnunum tveimur að því leyti að þar er ekki komin mikil hefð fyrir samstarfi þessara þriggja aðila. Þar er Erla Ósk bókasafns- og upplýsingafræðingur tiltölulega ný í starfi og hefur verið að koma á breytingum og móta starfsemi safnsins. Líkt og í Bugðuskóla hafa safn og tölvuver ekki verið sameinuð en húsnæðið býður upp á möguleika á samgangi sem ekki hefur verið nýttur. Almenn ánægja var með störf fagaðila í tölvum, þjónustu þeirra og stuðning. Mikilvægi þeirra og bókasafns- og upplýsingafræðinganna er ótvírætt og kennarar treysta á ráðgjöf þeirra og þjónustu. Þeir gera kennurum kleift að ráðast í viðamikil verkefni og ættu að veita allan þann stuðning sem hægt er til að bæta námsárangur nemenda. Það kemur einnig fram að bókasafns- og upplýsingafræðingar hafa áhyggjur af stöðu og framtíð skólasafna þar sem hún er ekki lengur tryggð í lögum um grunnskóla (nr. 91/2008). Einnig var komið inn á aðstæður sem skapast á samdráttartímum. Söfn skólanna þriggja hafa orðið fyrir niðurskurði með ýmsum hætti, til dæmis með skerðingu starfshlutfalla sem skapar hættu á að sérþekking hverfi. Þá hafa fjárframlög til eflingar safnkosts og tækjakaupa dregist saman. 4. Aðkoma yfirvalda og skólastjórnenda Aðkoma yfirvalda og skólastjórnenda er lykilatriði fyrir tilveru skólasafna og hlutverk þeirra. Viðmælendurnir nefndu bæði jákvæð og neikvæð atriði er snerta skólasöfn og upplýsinga- og tæknimennt í grunnskólum. Stefnumörkun hvað varðar framkvæmd kennslu og samstarfs innan skólans er mikilvæg og einnig endurmenntunarmöguleikar starfsfólks er málin varða. Viðmælendur mínir nefndu flestir lögin um grunnskóla (nr. 91/2008) og námskrár menntamálaráðuneytisins (2006 og 2007) sem sneru beint að þeirra sérsviði. Bókasafns- og upplýsingafræðingarnir nefndu allir lögin um grunnskólann og stöðu skólasafna í þeim. Þrátt fyrir að ákvæðið um skólasöfn væri ekki lengur í lögunum væri upplýsinga- og tæknimennt þar enn til staðar sem sérstakt námssvið sem Aðalnámskrá grunnskóla legði línur fyrir. Fagaðilar í tölvum ræddu stöðu upplýsinga- og tæknimenntar út frá aðalnámskránni og kennslutilhögun hennar. Hjá þeim kom einnig fram að við skipulagningu verkefna væri aðalnámskráin höfð til grundvallar. Í Bugðu- og Flugumýrarskóla er upplýsinga- og tæknimenntin skipulögð þvert á námsgreinar. Í Tunguskóla kom það álit fram að betur megi gera í upplýsingamennt, henni þurfi að sinna markvissar eins og tölvukennslunni. Þar er upplýsinga- og tæknimenntin samtvinnuð námsefninu þótt markmið fyrir þau séu í sitt hvoru lagi í námskránni. Skólarnir þrír hafa það markmið að allir nemendur fái ákveðna þjálfun í tölvufærni en í Flugumýrarskóla á það líka við um upplýsingamenntina. Það var álit eins viðmælanda að skólasamfélagið verði að ákveða tilhögun kennslu í upplýsinga- og tæknimennt svo það samræmist námskrá. Í Tungu- og Bugðuskóla er komin ákveðin stefna fyrir tæknimenntina. Stjórnendur skólanna þriggja styðja vel við sín skólasöfn þótt greina megi þar áherslumun því í Tunguskóla er bókasafns- og upplýsingafræðingur aðeins í hlutastarfi. Allir viðmælendur voru sammála um jákvætt viðhorf skólastjórnenda til skólasafna og vilja þeirra til að viðhalda og verja starfsemi þeirra í erfiðum efnahagsaðstæðum. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra í kennslunni og þeim tækifærum sem þar felast. Í Bugðu- og Flugumýrarskóla sýna þeir samstarfsverkefnum áhuga og hvetja til þeirra en í Tunguskóla hefur áhugi stjórnenda enn sem komið er meira beinst að útlánum en breytingar eru í vændum.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.