Bókasafnið - 01.05.2012, Page 49

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 49
49 bókasafnið 36. árg. 2012 verður að vera ljós. Starfsmenn safnanna verða að geta sýnt frumkvæði, vera tilbúnir til að leiða samstarfið og vera virkir í því. Montiel-Overall (2010) segir algengt að kennarar hafi ekki skilning á nýju hlutverki bókasafns- og upplýsingafræðings í kennslunni. Í mínum niðurstöðum kemur fram að til þess að svona samstarf geti orðið þurfi kennarar að sjá möguleikana sem samstarf við sérmenntaðan bókasafns- og upplýsingafræðing og fagaðila með menntun á sviði tölvu- og upplýsingatækni býður upp á. Hvatinn að slíku samstarfi kemur af áhuga starfsmanna með svipuð viðhorf, menntun og framtíðarsýn auk vilja til breytinga. Þá spilar einnig inn í vilji til að nýta betur þann mannafla sem fyrir er í skólanum og þekkingu hans. Sú breyting sem tölvubyltingin hafði í för með sér og þeir möguleikar sem þá opnuðust hafa orðið sumum hvatning til að nýta tæknina í verkefnavinnu nemenda og til samstarfs. Loertscher (1988) heldur fram að það sé sama hve góður kennari telur sig vera þá geti hann ávallt bætt sig. Með samstarfi við bókasafns- og upplýsingafræðing verði árangur kennslunnar meiri því tveir saman séu þeir sterkari. Þetta sama sjónarmið kom fram í rannsókn minni. Það er því mikilvægt að í skólanum sé til staðar bókasafns- og upplýsingafræðingur og fagmaður á tölvusviði auk kennara því saman geta þeir allir lagt til sérfræðiþekkingu til samstarfs- og verkefnavinnu og veitt nemendum ítarlegri leiðsögn og stuðning. Þannig verða til teymi fólks með víðtækari reynslu og sérfræðiþekkingu innan veggja skólans. Kuhlthau (2010) nefnir að bókasafns- og upplýsingafræðingar séu frumkvöðlar og geri nemendum kleift að læra í gegnum fjölbreytt úrræði hluti sem kennarar ráða ekki við einir. Stefnuyfirlýsing UNESCO/IFLA um skólasöfn (2003) heldur fram að nemendur nái betri tökum á námi þar sem samvinna þessara aðila á sér stað. Góður árangur af samstarfi af þeim toga sem hér er til umræðu er ótvíræð niðurstaða rannsóknarinnar, bæði fyrir starfsmenn og nemendur. Einnig kemur fram að árangurinn ýtir undir frekari löngun til áframhaldandi samstarfs. Starfsmenn njóta góðs af því að fleiri koma að skipulagningu og úrvinnslu verkefna sem geta orðið viðameiri þar sem vinnan dreifist á fleiri. Að sama skapi njóta nemendur þess að verkefnin verða fjölbreyttari og þeir fá meiri þjónustu og leiðsögn frá fleirum. Þetta eykur öryggi þeirra til sjálfstæðari vinnubragða. Ann M. Martin fyrrum forseti félags skólasafnsfræðinga í Bandaríkjunum hefur einmitt hvatt til þess að kennarar breyti starfsaðferðum sínum og nýti sér samstarfið við skólasafnið til þess að nemendur öðlist færni, getu og frumleika sem auðveldi þeim að finna sér starfsvettvang í okkar nútíma samfélagi (2008). Fjölbreytni í kennsluháttum og tilbreyting í skólastarfi veitir nemendum þjálfun í að vinna með tölvur og forrit í hagnýtum verkefnum sem nýtast þeim einnig í þeirra daglega lífi og til framtíðar. Til að tryggja innleiðingu samstarfs af þessum toga væri vafalaust best að tilskipun þess efnis kæmi frá yfirvöldum menntamála, bæjaryfirvöldum eða skólastjórnendum. Þá þarf einnig að taka af öll tvímæli um hlutverk og stöðu skólasafna innan skólasamfélagsins og tryggja þeim þar sess þannig að þau séu viðurkenndur aðili í skólastarfinu. Einnig þarf að mæla svo fyrir að menntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur sé þar í forsvari. Skólastjórnendur væru þá bundnir af þessum reglum og um leið væri mismunun milli skóla úr sögunni. 7. Lokaorð Rannsókn mín er lítil í sniðum og því er vafasamt að alhæfa um of út frá niðurstöðum hennar. Þær eru þó að mörgu leyti samhljóma niðurstöðum úr erlendum rannsóknum um þetta efni. Niðurstöður úr rannsókninni sýna að samstarfið byggir á frumkvæði og vilja starfsmanna og stuðningi skólastjórnenda. Þær kalla eftir skýrari stefnumörkun frá yfirvöldum menntamála, bæjarfélaga og skólanna sjálfra til að tryggja tilvist og framgang skólasafna. Yfirvöld og skólastjórnendur þurfa að gera sér grein fyrir mikilvægi safnanna og tækifærum sem þar felast og að menntaðir fagaðilar hafi umsjón með þeim. Samstarf bókasafns- og upplýsingafræðinga, fagaðila í tölvum og kennara er nauðsynlegt til að tryggja aðkomu upplýsinga- og tæknimenntar að öllum námsgreinum. Það býður upp á betri þjónustu við nemendur, fjölbreyttari kennsluhætti og ítarlegri leiðsögn sérfræðinga á öllum sviðum. Þetta leiðir til betri námsárangurs, ánægðari nemenda og starfsmanna og kemur heim og saman við niðurstöður fyrrnefndra rannsókna. Allar vegferðir byrja á einu skrefi og síðan feta menn sig áfram að markmiðinu. Það er hins vegar framtíðarverkefni að breiða þennan boðskap út til fleiri skóla og verði niðurstaðan sú sama má ef til vill gera ráð fyrir að hægt verði að tryggja víðtækt samstarf fagaðila í sessi í gegnum aðalnámskrá og lög um grunnskóla. Abstract Is will all that is needed? The school library and cooperation between librarians, computer specialists and teachers This study addresses school libraries in elementary schools in the Greater Reykjavík area and cooperation between librarians, computer specialists and teachers who all teach information communications technology. The purpose was to find out why the result of such cooperation differed, what it contributed to the schools and how such cooperation can best be applied into the schoolwork. The survey took place in late 2010 and early 2011. The research method was qualitative and data was acquired by open interviews with nine individuals. The results indicate that this kind of cooperation depends on the will and initiative of school personnel and administrators. The authorities need to support the existence of school libraries. Schools need to lay down certain rules on how the policy can be implemented and how the librarian can be intergrated into all subjects. Foreign research supports that the achievements of such cooperation is substantial for the students, personnel and the school as a whole. It ensures

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.