Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 54
54
Í starfsáætlun fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur 2010 segir:
„Borgarbókasafn hefur ásamt almenningsbókasöfnum á
öllum Norðurlöndunum fengið styrk frá Nordisk Kulturfond
að upphæð 150.000 evrur til að vinna að þriggja ára
þróunarverkefni Next Library. Þetta þróunarverkefni mun
setja mark sitt á starfsemi safnsins næstu árin. Fyrsta þriggja
daga vinnusmiðja verður í Reykjavík í lok júní.“1
Upphafið
Heiti verkefnisins er reyndar Nordic Camps – Network of Nordic
Libraries. Heitið Next Library, sem notað er í ofangreindri
starfsáætlun, vísar til forsögu og upphafs verkefnisins – og
raunar áframhaldandi víðtækara verkefnis á vegum
bókasafnsins í Árósum. Forsagan er sú að í nóvember árið
2008 héldu borgarbókasöfnin í Árósum, Stokkhólmi og
Helsinki sameiginlega ráðstefnu eða camp, eins og það var
kallað á ensku, í Helsinki. Í framhaldi af því stóð svo
Borgarbókasafnið í Árósum (Århus Kommunes Biblioteker)
fyrir ráðstefnu þar í júní 2009 undir heitinu NextLibrary:
International un-conference og voru þátttakendur þar frá
ýmsum löndum. 2
Einar Ólafsson
Upp úr því var ákveðið að fá fleiri bókasöfn á Norðurlöndum
til samstarfs um verkefni þar sem unnið yrði að þróun
hugmynda um almenningsbókasöfn framtíðarinnar. Til sam-
starfs komu auk bókasafnsins í Árósum borgarbókasöfnin í
Stokkhólmi (Stockholm Stadsbibliotek), Helsinki (Helsingfors
Stadsbibliotek) og Osló (Deichmanske bibliotek) og þar sem
ekkert íslenskt almenningsbókasafn er af sömu stærð og
þessi söfn var ákveðið að bjóða þremur söfnum héðan,
Borgarbókasafni Reykjavíkur, Bókasafni Kópavogs og Amts-
bókasafninu á Akureyri. Þannig komst Nordic Camps-verkefnið
á flot en Árósarbókasafnið hefur haldið Next Library-ráð-
stefnum sínum áfram og er næsta ráðstefna fyrirhuguð í júní
2013.3
Hugmyndin
Í byrjun september 2009 var send inn umsókn til Norrænu
menningargáttarinnar4 um styrk til verkefnis sem kallað var á
dönsku Nordisk biblioteksnetværk en á ensku Network of
Nordic Libraries.5 Verkefninu var lýst þannig að sjö bókasöfn á
fimm Norðurlöndum ætluðu að vinna saman að hugmyndum
um nýbreytni varðandi hlutverk, starf og stefnu norrænna
bókasafna og þróun þeirra sem virkra menningarstofnana og
lýðræðislegs rýmis í samfélaginu. Þrjár vinnusmiðjur6 yrðu
haldnir þar sem starfsfólk þessara sjö bókasafna kæmu
saman.
Verkefnið skyldi snúa að nýbreytni og þróun á sviði
stefnumótunar og meðal starfsmanna og koma upp samstarfi
milli almenningsbókasafna á Norðurlöndunum. Síðan yrði
þeirri stefnu, aðferðum og hugmyndum, sem upp úr þessu
spryttu, miðlað áfram jafnt innan hvers lands, á norrænum
vettvangi og alþjóðlegum. Gert var ráð fyrir þremur vinnu-
Bókasafnið inn að kviku!
Nordic Camps: Þriggja ára þróunarverkefni
1. http://www.borgarbokasafn.is/Portaldata/16/Resources/um_safnid/Borgarbokasafn_starfs__tlun__2010.pdf, bls. 5 (sótt 26.4.2012).
2. http://www.nextlibrary.net/archive (sótt 25.4.2012).
3. http://www.nextlibrary.net (sótt 25.4.2012)
4. http://www.kulturkontaktnord.org/lang-sv/home (sótt 26.4.2012).
5. Umsókn um styrk, sjá http://nordiccamps.ning.com/page/nice-to-know undir Nordic Culture Point Application (http://api.ning.com/files/*4CwZJz0R
Csm8LP2dr1BVvUqGSHLbiw4JsPjptpz268Zc-o5Qb76lTfeg6XJY*2XNYx7tExFlmQHH9HZ1XAq8O6*NSy4MSg7/Application.pdf ) (sótt 26.4.2012).
6. Orðið camp er notað í umsókninni bæði í ensku og dönskum texta, en hér er notað orðið vinnusmiðja eins og í tilvitnaðri starfsáætlun
Borgarbókasafnsins.