Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 56
56 bókasafnið 36. árg. 2012 Viðfangsefnin Fyrir vinnusmiðjunni lágu ellefu viðfangsefni (challenges) til að fjalla um. Þau báru þessi nöfn á ensku, en enska er tungumál vinnusmiðjanna til þess að allar þjóðirnar sitji við sama borð:8 • Flexibility • The prosumer • Fabriries • Where is the library • Reclaiming the future • Bridging the physical and the virtual • Loved to death • Visualize and seduce • Business model • Clustering • Pride Þessi viðfangsefni voru skoðuð og síðan valin sex til frekari úrvinnslu. Úrvinnslan Þátttakendum var skipt í sex hópa sem tóku þessi viðfangsefni fyrir, fjölluðu um þau með opnum huga án þess að binda sig endilega við einhverjar ákveðnar niðurstöður. Vinnan fólst frekar í að þróa hugmyndirnar og spurningarnar áfram, opna leiðir frekar en loka þeim með ákveðnum niðurstöðum. Ekki var gert ráð fyrir að hóparnir skiluðu beinlínis skýrslum heldur bara stikkorðum og stuttum setningum sem sett voru fram á glærum með leikrænum eða myndrænum stuðningi.9 Það sem hér fer á eftir er stutt samantekt úr glærunum: 1. Flexibility eða sveigjanleiki: • Hvernig gerum við bókasöfnin sveigjanleg? • Efnislegt / rafrænt rými. • Hugarfar. • Starfsmenn / skipulag / borgararnir (almenningur). Bókasöfn eru nauðsynleg, þau er hluti samfélagsins og samfélagið þróast stöðugt og breytist. Bókasafnið þarf að laga sig að þörfum notendanna, jafnvel áður en þeir gera sér grein fyrir þeim sjálfir, vera sveigjanlegt og fært um að kasta sér út í stöðu nútímans, marg- og síbreytileg stofnun sem byggist ekki á einni óbreytanlegri hugmynd. Mikilvægustu þættirnir eru: a) Starfsfólkið, sem þarf að vera hæft og með fjölbreyttan bakgrunn, metnaðarfullt, með gott viðmót, vel skipulagt og sveigjanlegt. b) Samvinna, bæði út á við og inn á við. c) Innviðir, bæði hvað varðar húsnæði og tækjabúnað, svo sem tölvutækni. Starfsfólkið er mikilvægast. Sveigjanlegt starfsfólk getur unnið í ósveigjanlegu umhverfi, en sveigjanlegt umhverfi er einskis virði án sveigjanlegs starfsfólks. Það þarf sterka forystu og fjölbreytt starfsfólk. Það á alltaf að vera einu skrefi á undan. Starfsskipulagið á að vera flatt, til dæmis með teymisvinnu, starfsfólkið þarf að fá tækifæri til að koma við í ýmsum deildum/útibúum safnsins og taka þátt í ákvarðanaferlinu. Tryggja þarf þátttöku notendanna og hlusta á þá, en það er alltaf starfsfólkið sem ber ábyrgðina. 2. The prosumer, sett saman úr producent og consumer, sem sagt samruni framleiðanda/geranda og neytanda eða neytandinn sem gerandi: • Hvernig getum við mætt almenningi í senn sem neytendum og gerendum? • Bæði í rafræna og efnislega bókasafninu? • Miðlar almennings – Hefur bókasafnið hlutverki að gegna varðandi rafrænt efni sem notandinn skapar? • Að skapa, deila með sér, endurskapa? Bókasafn þar sem notandinn getur tjáð sig sjálfur, hitt annað fólk og verið sýnilegur, bókasafn sem er vettvangur til að deila hugmyndum, hugsunum og þekkingu, þar sem allir eiga þessa möguleika án tillits til efnahags eða tækniþekkingar. Mikilvægustu þættirnir eru: a) Vettvangurinn. b) Nýi notandinn. c) Bókasafnið sem aðstoðar og veitir aðstöðu (as facilitator). Mikilvægast er „vettvangseldhúsið“, staðurinn til að hittast í skapandi andrúmslofti þar sem er aðstaða og hæfni. Dæmi: kvikmyndastúdíó, opinn hljóðnemi, aðstaða til dæmis til fatagerðar, skartgripagerðar, skapandi skrifa og svo framvegis. Við þurfum samvinnu um þekkingu og tæki, nýja hæfni, gott aðgengi og rúma opnunartíma, við þurfum að mennta starfsfólkið og virkja það, aðstöðu, tæki og tól. Við þurfum að vinna með hverjum þeim sem hefur þá hæfni, þekkingu og tækni sem til þarf. Menningin styrkist. Fólkið eflist. Vett vangur. Lýðræði. 8. Kynningar á þessum viðfangsefnum er að finna á glærum á vefslóðinni http://www.slideshare.net/nextlibrary/ice-camp2010web (sótt 27.4.2012) (glæra 56 o.áfr.). Þar eru einnig upplýsingar um dagskrá, tilhögun, verklag og áherslur við úrvinnslu viðfangsefnanna (glæra 123 o.áfr.). 9. Aðgengilegt í pdf-skjölum og myndböndum á vefslóðinni http://nordiccamps.ning.com/page/camp-2010 (sótt 25.4.2012). Stokkhólmur 2011: „The Nordic Model of the Libray Oasis“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.