Bókasafnið - 01.05.2012, Page 57

Bókasafnið - 01.05.2012, Page 57
57 bókasafnið 36. árg. 2012 3. Fabriries, sett saman úr families og libraries eða fjölskyldan í bókasafninu. • Frá barnabókasafni til fjölskyldunnar í bókasafninu. • Hvernig má færa rými og þjónustu bókasafnsins nær þörfum fjölskyldunnar? Mikilvægustu þættirnir eru: a) Virkni, svo sem leikir, spurningakeppni, söguflutningur, bókaklúbbar. b) Rými, svo sem aðstaða til lestrar og tónlistar. c) Innihald, svo sem hljóðbækur, upplýsingar, persónuleg þjónusta. Fjölskyldan er á ferðalagi, til dæmis í bíl, rútu, lest, og notar þjónustu bókasafnsins sem á ensku kallast The library to go. Fjölskyldan vill gera eitthvað skemmtilegt saman meðan á ferðinni stendur. Megináherslan er á virkni. Hvernig getur bókasafnið hjálpað, komið til fjölskyldunnar á ferðalaginu? Hvernig má þróa þessa þjónustu, finna samstarfsaðila og gera hugmyndina að veruleika. Hvaða samstarfsaðila? Til dæmis sérfræðinga og fyrirtæki á sviði almenningssamgangna, tölvu leikja, farsíma, upplýsingaþjónustu ferðamála, sam- félagið og notendur. Hvaða hæfni? Kunnátta á sviði tækni, markaðssetningar, nýsköpunar og djörfung á sviði bókasafna. 4. Where is the library eða hvar er bókasafnið? • Bókasafnið sem mobile application (farsímaforrit). • Bókavörðurinn sem mobile application. • Bókasafnið í borginni – borgin í bókasafninu. • Hvaða gildi hefur bókasafnið fyrir almenning – í hvaða samhengi? • Hvernig er hægt að ná til þeirra sem ekki nota bókasafnið? Hvar er bókasafnið? Undir húð notandans! Mikilvægast: a) Frumkvæði – bókasafnið er ekki nógu virkt og bíður eftir notendunum. b) Auðveldur og aðlaðandi aðgangur. c) „Samsköpun“ (co-creation) með notendum og öðrum aðilum. Mikilvægast er frumkvæðið. Finna þarf leiðir til að styrkja frumkvæðið og breyta viðhorfum bæði stjórnenda og starfsmanna. Hvernig, hvað þarf að gera? Fagleg og persónu- leg markaðssetning, tengingar, skapa vettvang fyrir sam- sköpun, hrista upp í skipulaginu. Þetta kallar á fjölbreyttara fagfólk í bókasöfnunum, samskipti við mismunandi aðila og samstarf við notendurna, ýtir undir meiri fjölbreytni og skilvirkari notkun fjármagns og styrkir það rými samfélagsins sem ekki gengur út á viðskipti. 5. Reclaiming the future eða að endurheimta framtíðina. • Hvernig hætta bókasöfnin að bíða framtíðarinnar og byrja að skapa hana? • Geta bókasöfnin mótað lýðræðislega framtíð samfélagsins? • Endurmótun. Hvernig skilgreinum við bókasafn framtíðarinnar? Hvaða leið er betri en að láta almenning skilgreina það fyrir okkur? Rafræn þjónusta hlýtur að verða framtíðin en samt þurfum við að hitta annað fólk. Bókasafnið verði vettvangur fyrir félags- skap og ný og óvænt tengsl, það verði skilgreint út frá þörfum notendanna og verði opið almannarými til að hittast, hafa samskipti og skapa. a) Bókasafn sem er drifið áfram af notendunum, þar sem þú getur skilgreint þarfir þínar. Almenningur getur haft áhrif á og lagt línur fyrir form og inntak bóksafnsins. Starfsfólkið þarf að vera opið. b) Nýjar leiðir til samvinnu. Nota ný tengsl til að fá fleiri notendur að bókasafninu, nýta fjölbreyttari sérfræðinga og samstarfsaðila, víkka út þjónustuna. Gera bókasafnið að vettvangi fyrir aðra. c) Tengja fólk á forsendum þess sjálfs. Mikilvægast er að tengja fólk. Í þessari rafrænu eyðimörk höfum við öll þörf fyrir samskipti á ýmsum vettvangi. Við þurfum félagslegt rými, bræðslupott, vettvang til að undrast, vettvang til tjáningar. Við tengjum fólk við nýja miðla og nýja tækni og færum út þjónustuna bæði í raunverulegu og rafrænu rými, tengjum fólk hvert við annað og við umheiminn. Við virkjum allt samfélagið til þátttöku og samskipta, menn- ingarstofnanir, fyrirtæki, samtök, menntakerfi, klúbba, fræði- menn og námsmenn, notendurna. Og þetta eflir lýð ræðið, skapar virkari borgara og styrkir nærsamfélagið. 6. Bridging the physical and the virtual, eða að brúa hið áþreifanlega og hið óáþreifanlega. • Hvernig sameinum við hið rafræna og hið efnislega? • Hvernig verður hið áþreifanlega og hið óáþreifanlega skynjað í einu? • Hvernig þróum við nýja þjónustu sem tengir hið áþreifanlega og hið óáþreifanlega? Fjarlægjum brúna og sameinum áþreifanlega og óáþreifan- lega bókasafnið. a) „Stappa safninu saman“ (mashing up the collection). b) Gagnverkun milli hins áþreifanlega og óáþreifanlega. c) Rétti tíminn! Mikilvægust eru miðlunin og tengingin (matchmaking). Hópar, til dæmis söguhringir kvenna. Aukin virkni jafnt í hinu áþreifanlega sem hinu óáþreifanlega bókasafni. Frjálst rými. Bókahillur bæði áþreifanlegar og óáþreifan legar. Færni í að deila með sér, setja fram og opinbera. „Stappa saman“ efni safnsins. Vera hluti af efni safnsins. Virkja áhugahópa, efna til viðburða. Ekki stjórna heldur aðstoða. Bjóða hópum að koma á bókasafnið á eigin forsendum, aðstoða við að tengja hópa. Veita áþreifanlegt og óáþreifanlegt rými, fá fólk á bókasafnið með eigið efni, veita aðstoð og útvega tæki. Samstarfs aðilar verða áhugahópar, stutt verður við skapandi samfélög, samfélög mynduð, bókasafnið opnað.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.