Bókasafnið - 01.05.2012, Side 58

Bókasafnið - 01.05.2012, Side 58
58 bókasafnið 36. árg. 2012 Nordic Camp 2 í Stokkhólmi í september 2011 Önnur vinnusmiðjan var á Skytteholm skammt utan við Stokkhólm 19. til 22. september 2011. Vegna bágrar fj árhags- stöðu íslensku bókasafnanna voru einungis sex þátttakendur frá þeim nú, fi mm frá Borgarbókasafni Reykjavíkur og einn frá Amtsbókasafninu á Akureyri, en alls voru þátttakendur tæp- lega sjötíu. Þessi vinnusmiðja byggðist eins og sú fyrri mjög á hugar- fl æði en þó var tilhögunin nokkuð önnur. Kallað var eftir hug- myndapunktum fyrirfram og var þeim safnað saman á samskiptavefi nn. Þessir punktar voru misjafnlega orðmargir, sumir bara eitt orð, aðrir fl eiri, og þeir sköruðust mikið en hér er reynt að taka þá saman í meginatriðum:10 • Almannaþjónusta. Lýðræði. Símenntun. Opinn aðgangur að upplýsingum og þekkingu. • Nýbreytni í þjónustu. Erum við með úrelta starfsemi og þjónustu – hvernig skilgreinum við nútímalega þjónustu? Hvernig getum við greint þarfi r og venjur notendanna, borgaranna og samfélaganna? • Elskað eða afskipt til auðnar – bókasafn án áskorana. Hvernig má stuðla að því að starfsmenn, notendur og stjórnmálamenn krefj ist þess að þjónustan samræmist þróuninni? Hvernig getum við fengið gagnrýni eða hrós frá notendunum og yfi rstjórn? Hvernig getum við ögrað hefðbundum hugmyndum um bókasöfn, hvatt til umræðna og stuðlað að breytingum? • Efl a rafræna þjónustu, teygja sig lengra í hinu rafræna samfélagi. Hefðbundnir miðlar opna leiðir fyrir nýja. Hvernig getur starfsfólk bókasafnanna fylgst með tækniþróuninni, tileinkað sér hana og látið notendurna njóta hennar? Það er auðvelt að hafa rafræn samskipti með rafrænt efni. En hvernig getum við notað hið efnislega bókasafn til að gera rafræna efnið sýnilegt? Sameining hins efnislega og rafræna, hvað þýðir það? • Bókasafnið alls staðar. Bókasafnið sem þriðji staðurinn. Bókasafnsrýmið, mismunandi skipulag, mismunandi hönnun. • Þróa tækifæri til leikja í bókasafninu. Fjölskyldubókasafn framtíðarinnar. • Barna- og unglingamenning. Fjölmenning, hnattvæðing, fj ölbreytni. Hvernig skilgreinum við hópa, hvernig náum við til þeirra: börn, unglingar, gamalt fólk, nördar, draumóramenn, ofvirkir... • Hvað um þá sem eiga erfi tt með að nýta sér þjónustu okkar? Ef bókasafn byggist á læsi, hvað þá um þá sem eru ólæsir eða búa við lestrarörðugleika? Í æ fl óknara samfélagi verður staða hins illlæsa sífellt veikari. Er bóka- safnið ógnun við þetta fólk? Höfum við eitthvað að bjóða því og gerum við nóg til að ná til þess? • Ný tækni. Skilvirk þjónusta. Lágmarka þann tíma sem starfsmenn og notendur nota til verka og afgreiðslu, auka hlutfall „gæðatíma“. • Hæfni. Sveigjanlegir starfsmenn, áhugasamir, tilbúnir að taka áhættu. Starfsfólkið – teymi, virkni starfsmanna, tilraunaverkefni. Ávallt viðbúin, þar sem er vilji, þar er leið. • Virkni og þátttaka notendanna og almennings og samskipti milli þeirra. Gagnvirkni – hvernig? Bókasafnið sem aðstaða og til aðstoðar við virkni og samskipti notendanna. • „Crowdculture“, sveigjanlegar leiðir til samstarfs og fj ármögnunar á menningarlegum verkefnum.11 Samstarf við fyrirtæki, aðrar stofnanir og einstaklinga. Hins vegar: er samvinna alltaf æskileg? Getur hún ógnað sérstöðu okkar og sjálfsmynd? Margt af þessu kom upp í vinnusmiðjunni í Reykjavík árið áður. Þannig varð Stokkhólmssmiðjan beint framhald hennar. Þátttakendur skiptu sér í níu hópa sem tóku sér eitthvað úr þessum umræðupunktum til frekari umfj öllunar og unnu úr þeim á leikrænan og myndrænan hátt sem byggðist meira á sköpunar- og leikgleði en þurri greiningarvinnu. Úrvinnsluna má sjá á samskiptasíðu verkefnisins í formi stuttra kvikmynda.12 Eins og sjá má af umfj ölluninni um vinnusmiðjuna 2010 var þar talsvert litið til þeirra tæknilegu og efnislegu breytinga, ef svo má segja, sem eru að verða á upplýsingum og bókasöfnum. Hið efnislega/áþreifanlega bókasafn andspænis hinu rafræna/ óáþreifanlega. En jafnframt var sjónum beint að samfélagslegu, menningarlegu og lýðræðislegu hlutverki almennings bóka- safna bæði með tilliti til þessarar tækniþróunar og einnig samfélagslegrar þróunar almennt. Þótt þátttakendur í vinnusmiðjunni 2011 hafi nýtt sér nýjustu tækni, svo sem snjallsíma og spjaldtölvur, þá voru þeir ekki uppteknir af tækniþróuninni sem slíkri, hvorki mobile application né rafbókum, heldur var miklu meira fj allað um almenningsbóka- safnið sem vettvang og verkfæri til lýðræðislegra og menningarlegra samskipta, upplýsingar og sköpunar, sem sagt grundvöllinn á bak við hið tæknilega yfi rborð. Haustið 2012 verður þriðja vinnusmiðjan í Osló. Þá er ætlunin að virkja þetta hugarfl æði til einhvers konar stefnu- skrár um bókasafn framtíðarinnar, ekki endilega allrar fram- tíðar, en allavega nánustu framtíðar. Og svo heldur hugarfl æðið vonandi áfram um ýmsa farvegi. 10. http://nordiccamps.ning.com/group/nordiccamp2011 (sótt 25. apríl 2012). 11. Sjá t.d. http://www.crowdculture.se (sótt 25.4.2012). 12. http://nordiccamps.ning.com (sótt 25.4.2012).

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.