Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2015/101 509 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti í byrjun október um verðlaunahafa ársins 2015 í lífeðlis- eða læknisfræði. Kínverska vís- indakonan Youyou Tu hlaut helming verð- launanna og hinum helmingnum skiptu á milli sín Japaninn Satoshi Omura og Banda- ríkjamaðurinn William C. Campbell. Öll hafa þau verið brautryðjendur í rannsóknum á sníkjudýrasýkingum og uppgötvað ný lyf sem valdið hafa straumhvörfum í meðferð þeirra. Sérstök ástæða er til að fagna þess- ari ákvörðun nefndarinnar, þar sem rann- sóknir á sníkjudýrasýkingum hafa löngum verið vanræktar þrátt fyrir þær gríðarmiklu afleiðingar sem þær hafa, bæði dauðsföll og langvinnt heilsutjón um allan heim, oftast meðal þeirra sem minnst mega sín. Nóbelsverðlaunin hafa áður verið veitt fyrir uppgötvun og þróun sýklalyfja en þá gegn bakteríusýkingum; Gerhard Domagk fékk verðlaunin árið 1939 fyrir uppgötvun súlfonamíða, Alexander Fleming, Ernst Chain og Howard Florey árið 1945 fyrir penicillín og Selman Waksman 1952 fyrir að einangra berklalyfið streptomycín úr jarð- vegsbakteríu af ættkvíslinni Streptomyces. Það er því áhugavert að saga verðlaunanna nú í ár hófst með rannsóknum Satoshi Om- ura á jarðvegsbakteríum af sömu ættkvísl, er hann dvaldi sem gistivísindamaður í Bandaríkjunum árið 1971. Omura þróaði aðferðir til að einangra Streptomyces-stofna og rækta á rannsóknastofu í miklu magni. Þegar hann hafði rannsakað mörg þúsund slík afbrigði valdi hann 50 sem lofuðu góðu, meðal annars eitt sem hann fann í jarðvegi nálægt golfvelli í Ito í Japan. Campbell tók að sér að rannsaka virkni þessara bakteríu- afbrigða með tilraunum í sýktum músum þar sem floti úr bakteríurækt var blandað saman við hefðbundið fóður sem mýsnar átu og síðan fylgst með hvort sníkjudýrum í músunum fækkaði. Jákvæð niðurstaða mun hafa fengist úr einni mús en það ágæta nagdýr var þó nær dauða en lífi eftir til- raunina og má þakka forsjóninni fyrir að músin lifði af! Hið virka efni var einangrað og nefnt Avermectin B1. Omura lýsti nánar bakteríunni sem framleiddi efnið. Var hún nefnd Streptomyces avermitilis, síðar Strep- tomyces avermectinius. Frekari rannsóknir og umbreytingar á virka efninu gáfu síðan af sér enn virkari afleiðu sem nefnd var Ivermectín. Efnið reyndist afar öflugt gegn fjölmörgum þráðormategundum í görn (in- testinal nematodes) og jafnframt gegn sumum þráðormum utan meltingarfæra, svo sem í blóði (microfilaria). Jafnframt vakti athygli að Ivermectín var virkt gegn benzimidazole- ónæmum þráðormum og virtist nánast laust við aukaverkanir. Campbell varð innblásinn af þessum niðurstöðum og árið 1977 stakk hann upp á því að Ivermectín yrði prófað á sjúklingum með Oncocerca volvulus, en sá þráðormur veldur árblindu (oncocerciasis, river blindness). Niðurstöður voru sláandi – aðeins einn skammtur virtist drepa alla þráðorma í blóði. Frekari rannsóknir sýndu gríðarmikla virkni gegn fleiri tegundum þráðorma, ekki síst Wucheria bancrofti og Brugia malayi sem valda langvinnri sogæðastíflu, bjúgmyndun og fílaveiki (elephantiasis) í verstu tilvikum. Um árabil hefur Merck-lyfjafyrirtækið gefið lyfið til fátækari landa þar sem árblinda og þráðormasýki af völdum W. bancrofti er land- læg. Lyfið þarf aðeins að taka einu sinni eða tvisvar á ári. Árið 2012 höfðu meira en 200 milljónir manna fengið Ivermectín, ýmist eitt sér eða ásamt öðrum lyfjum. Eitt höfuð- markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO er að útrýma báðum sjúkdómunum innan 5-10 ára og eru markmiðin nú innan seilingar. Malaría hefur fylgt mannkyni um ár- þúsunda skeið. Fyrstu heimildir um sjúk- dóminn er að finna í ævafornum ritum frá Kína, Egyptalandi og Grikklandi. Nú leggst malaría á um 200 milljónir manna árlega og talið er að um hálf milljón manna látist af hennar völdum. Börn eru þar í meirihluta. Nóbelsverðlaun hafa verið veitt í þrígang fyrir tímamótauppgötvanir um sjúkdóminn, sá fyrsti sem þau fékk var Ronald Ross árið 1902, breskur læknir á Indlandi sem upp- götvaði að sjúkdómurinn berst með mosk- ítóflugum. Sá næsti var franski læknirinn Charles Leveran 1907 sem starfaði í Alsír, en hann greindi malaríusníkilinn í rauðum blóðkornum og sýndi jafnframt fram á virkni kíníns gegn sjúkdómnum. Svissneski efnafræðingurinn Paul Herman Müller fékk verðlaunin árið 1948 fyrir uppgötvun sína á skordýraeitrinu DDT sem ásamt klórókíni gaf mönnum tímabundna sigra í baráttunni við sjúkdóminn. Mikil bakslög fylgdu í kjölfarið, meðal annars DDT-ónæmar moskítóflugur og kló- rókín-ónæmir malaríusníklar. Hvort tveggja leiddi til aukinnar dánartíðni vegna malaríu á 7. áratug síðustu aldar. Þær kringumstæð- ur urðu til þess að kínverska vísindakonan Youyou Tu hóf leitina að nýjum lyfjum við malaríu. Litlu munaði að nafn hennar félli í gleymsku þar sem að hún vann alla sína vinnu í Kína og var nánast óþekkt utan heimalandsins. Það vakti athygli hennar að plantan Artemisia annua kom fyrir í mörg hundruð fornum kínverskum lækninga- bókum og uppskriftum að lyfjum gegn hitasótt. Því beindust rannsóknirnar að því að einangra efni úr plöntunni og eftir mikla byrjunarörðugleika tókst að finna efni sem virtist geta drepið alla malaríusníkla í blóði tilraunadýra. Þessar vísbendingar urðu Tu síðan hvatning til að rannsaka virknina í mönnum þar sem hinar jákvæðu niðurstöð- ur voru staðfestar. Nýr flokkur afar öflugra malaríulyfja, Artemisinín, var kominn fram á sjónarsviðið. Samsett lyfjameðferð með Artemisinín- samböndum ásamt bættum forvörnum gegn moskítóflugum hefur valdið straumhvörfum og dregið úr dánartíðni í heiminum vegna malaríu um 47% frá síðustu aldamótum og er árangurinn jafnvel enn betri í Afríku. Heimsbyggðin á Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2015 mikið að þakka. Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smit sjúk dómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Situr í ritstjórn Læknablaðsins magnusgo@landspitali.is nobel prize in physiology or medicine awarded to scien- tists for discoveries of new antimicrobial agents Magnús Gottfredsson, MD, PhD, FACP, Consultant, Landspitali University Hospital, and Professor of medicine, Faculty of Medi- cine, School of Health Sciences, University of Iceland Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun nýrra sýklalyfja http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.11.49 Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir ( ≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.