Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 545 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Aðalfundur Barnageðlæknafélags Íslands (BGFÍ) var haldinn í byrjun október. Á fundinum voru þau Gunnsteinn Gunn- arsson og Helga Hannesdóttir heiðruð af hálfu stjórnar félagsins. Gunnsteinn fyrir langt og farsælt starf og fyrir að hafa tekið að sér að skrá sögu félagsins. Helga sömuleiðis fyrir langt og farsælt starf á innlendum og erlendum vettvangi fyrir hönd félagsins og var hún gerð að heiðursfélaga Barnageðlæknafélagsins. Stjórn var endurkjörin til tveggja ára: Ólafur Ó. Guðmundsson formaður, Mar- grét Valdimarsdóttir ritari og Bertrand Lauth gjaldkeri. Varastjórnendur eru Guðrún B. Guðmundsdóttir og Dagbjörg Sigurðardóttir. Frá Barnageðlæknafélaginu Í lok júlí í sumar mættu allir helstu sér- fræðingar heimsins í lifrarsjúkdómnum PBC, Primary Biliary Cirrhosis, til fundar í Norræna húsinu, alls um 25 manns. „Íslenska heiti PBC er frumkomin gallskorpulifur og er sjúkdómurinn ekki algengur, hér á Íslandi er nýgengið 2-3 tilfelli fyrir hverja 100.000 íbúa á ári. Sjúk- dómurinn leggst frekar á konur en karla og er talinn vera sjálfsofnæmissjúkdómur sem leggst aðallega á litla gallganga innan lifrarinnar og veldur bólgu, eyðingu á gallgöngunum og getur leitt til skorpulifr- ar. PBC hefur verið nokkuð algeng ástæða lifrarígræðslu, sérstaklega á Norður- löndunum. Það er ekki vitað nákvæmlega hvað veldur sjúkdómnum og við honum er ekki til lækning en um margra ára skeið hefur verið beitt ákveðnum lyfjum sem í mörgum tilfellum ná að halda sjúkdómn- um í skefjum,“ segir Sigurður Ólafsson sérfræðingur í lifrarsjúkdómum á Land- spítalanum. Sigurður segir mjög mörgum spurning- um enn ósvarað um PBC, bæði um orsakir hans en ekki síður hvar best er að bera niður varðandi rannsóknir á nýjum lyfjum og meðferðarmöguleikum. „Fundurinn hafði yfirskriftina „Finding Cure for PBC“ og þrátt fyrir að svör við þeirri fyrirsögn fengjust ekki á fundinum þá er mikið gagn að svona fundi og það kemur í ljós á næstu árum þegar þátttakendur hafa unnið úr þeim hugmyndum sem þarna komu fram og átt aukið samstarf sín á milli í kjölfar fundarins. Aðalhvatamaðurinn að þessum fundi, Eric Gershwin, yfirlæknir gigtlækninga og ónæmisfræði við háskóla- sjúkrahús Kaliforníuháskóla í Davis, er á meðal fremstu vísindamanna heimsins í rannsóknum á orsökum sjúkdómsins, einkum ónæmisfræðilegum þáttum en það er einmitt á því sviði sem augu manna beinast helst að rannsóknum á PBC.“ Ræddu leiðir til að lækna frumkomna gallskorpulifur Á myndinni má sjá skipuleggjendur fundar- ins frá vinstri: Sigurður Ólafsson, David Adams (Bretlandi), Eric Gers- hwin (Bandaríkjunum), Ulrich Beuers (Hollandi) og Einar S. Björnsson. Hér eru þau Gunnsteinn og Helga með stjórninni: Bertrand Lauth ritari, Gunnsteinn, Helga, Ólafur Ó. Guðmundsson formaður og Margrét Valdimarsdóttir ritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.