Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 12
512 LÆKNAblaðið 2015/101 um rannsóknina og undirrituðu upplýst samþykki. Ekki var um að ræða viðmiðunarhóp sem ekki kom í þjálfun í þessari rannsókn. Forskoðun Í forskoðun var framkvæmt hámarksáreynslupróf á þrekhjóli (Cardioline, Milano, Italy). Þrektala (W/kg) var reiknuð út frá not- uðu hámarksafli (Wött) sem hlutfall af líkamsþyngd (kg). Í próf- inu var blóðþrýstingur (max/min slagbils- og þanbilsþrýstingur) mældur í upphafi, á mínútu fresti meðan á prófinu stóð og svo í lokin. Púls og hjartalínurit var mælt allan tímann með 12 leiðslu hjartalínuriti (Quinton, Bothell, WA, USA). Sjúklingar áttu helst að fara upp í 20 á Borg-kvarðanum og var miðað við að prófið tæki 8-12 mínútur.17 Tilgangurinn með þessu prófi var þríþættur, a) ganga úr skugga um að í lagi væri að hefja þjálfun, b) komast að því hvort sérstök ástæða væri til varúðar við þjálfun og c) meta afkastagetu til að nota við gerð þjálfunaráætlunar, en mælingar úr þessu prófi voru notaðar til að ákvarða þjálfunarálag (Wött) og þjálfunarpúls sjúklings. Þjálfunarpúls er púls sem sjúklingur átti að miða við að halda á mismunandi stigum þjálfunar. Karvo- nen-formúla var notuð ((PúlsMAX – PúlsMIN) x álagsprósenta + PúlsMIN = þjálfunarpúls), þar sem álagsprósenta er prósenta af hámarksálagi á þolprófi í upphafi rannsóknar. Ef þátttakandi/ sjúklingur átti að hjóla á 60% álagi, var með 130 í hámarkspúls og 63 í lágmarkspúls átti að miða við að púlsinn væri í (130-63) x 60%+63=103. Í forskoðun voru einnig skráðar upplýsingar um lyfjanotkun sjúklings, sjúkdóma, hvort hann væri með bjargráð/ gangráð og önnur atriði sem máli skiptu. Sjúklingum var raðað í æfingahópa eftir getu samkvæmt þrektölu úr áreynsluprófi, aldri og fleiri þáttum (sjá nánar í lýsingu á þjálfun). Mælingar Auk hámarksáreynsluprófs og mælinga á blóðþrýstings- og púls- svörun voru eftirfarandi mælingar framkvæmdar: Líkamsþyngd var mæld með 0,1 kg nákvæmni með viður- kenndum þyngdarmæli og hæð með 0,1 cm nákvæmni með við- urkenndum hæðarmæli. Líkamsþyngdarstuðull (body mass index, BMI) var reiknaður með því að deila hæð í öðru veldi í líkams- þyngd (kg/m²). Til að meta heilsutengd lífsgæði var lagður fyrir SF-36v2 lífs- gæðakvarðinn, en hann er sjálfsmat á andlegri og líkamlegri líð- an.18 Andleg og líkamleg líðan skiptist í 8 undirþætti samkvæmt þessum kvarða. Líkamleg líðan skiptist í færni, virkni, verki og almenna líðan, en andleg í þrótt og félagslega, tilfinningalega og andlega líðan. Þær breytur sem notaðar voru í rannsókninni til að meta ár- angur hjartaendurhæfingarinnar voru þrektala, líkamsþyngdar- stuðull, blóðþrýstings- og púlssvörun og heilsutengd lífsgæði. Allar mælingar voru gerðar bæði við upphaf og lok þjálfunar- tímabilsins. Lýsing á Stig II þjálfun HL-stöðvarinnar Sjúklingar mæta í þjálfun að meðaltali þrisvar í viku í fjórar til átta vikur. Hver tími er 45-50 mínútur. Skiptist hann þannig að fyrst er 25 mínútna þjálfun á hjóli eða göngubretti sem skiptist í a) upp- hitun, 7 mínútur á 30-35% álagi, b) álag, 15 mínútur á 40/45-75% álagi, c) kæling, 3 mínútur á 30-35% álagi. Fylgst er með púlsi, blóð- þrýstingssvörun og almennri líðan á mismunandi tímapunktum, í upphafi, í miðjum álagskafla og í lokin. Fyrstu þrjú skiptin er púls og hjartsláttur mæld með einnar leiðslu hjartalínuriti (Quinton) og ef engin hjartsláttaróregla kemur fram er skipt yfir á Polar- púlsmæli (Polar Electro, Kempele, Finland). Miða skal við álag R A N N S Ó K N Tafla I. Grunnupplýsingar um þátttakendur. Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Fjöldi vikna í þjálfun 5,0 20,9 8,4 Fjöldi skipta (á viku) 0,4 3,0 2,1 Aldur (ár) 32 86 65 Hæð (cm) 160 192 177 Þyngd (kg) (Mæling 1) 54 141 89,8 Þyngd (kg) (Mæling 2) 54 140 89,5 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) (Mæling 1) 21 44 29 Wött (Mæling 1) 75 250 149 Wött (Mæling 2) 90 288 169 konur karlar Samtals kynjaskipting þátttakenda (%) 6 (13) 42 (87) 48 Mynd 1. Rannsóknarferlið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.